Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 12

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Qupperneq 12
Ég heiti Edda Óskarsdóttir, fædd árið 1931 í Reykjavík og átti heima fyrstu árin mín á Njáls- götunni en síðan á Ásvallagötu 3. Þegar ég var fimm ára flutti ég með móður minni að Ásvalla- götu 33 ásamt Evu systir sem er fædd árið 1934. Ásvallagata 33 er hluti af Verkamannabústöð- unum sem reistir voru á þessum árum. Þarna átti ég heima í 33 ár að undanskildu einu ári sem ég var á Seyðisfirði, fyrst með móður minni en síðan fyrstu árin eftir að ég giftist, en þá flutti mamma á Sólvallagötuna. Það var ekki bara barnafólk í Verkó á þessum árum, en fólk bjó þarna margt hvert mjög þröngt, stundum 10 manns í þremur her- bergjum og ég þekkti dæmi þess að 12 manns bjó í tveimur her- bergjum. Þarna þekktist enn að þrjár kynslóðir byggju saman, þ.e. afar og ömmur voru oft ein- nig búandi þarna með börnum og barnabörnum. Íbúðunum fyl- gdu baðherbergi með baðkari enda var oft fjölmennt í sumum íbúðunum á laugardögum þegar vinir og vandamenn mættu með handklæði til þess að fara í bað. Í Reykjavík bjuggu þá margar fjöl- skyldur án baðkars, og sumar án salernis, höfðu aðeins aðgang að útikamri. Við mæðgur vorum í 3ja her- bergja íbúð, 60 fermetra, og oft voru eitt eða tvö herbergi leigð út svo við vorum kannski bara í einu þeirra. Auk þess innréttuðu marg- ir geymslurnar í kjallaranum sem herbergi, og leigðu þau jafnvel út. Það var ekkert verið að ómaka sig á þeim tíma við að sækja um leyfi fyrir slíkt hjá byggingayfirvöldum borgarinnar. Auk þess tóku marg- ar konur að sér þvott fyrir Bret- ana og þá var stundum þvottur til þerris á öllum ofnum og snögum á öllum göngum. Þessar konur voru ekkert að biðja aðra íbúa um leyfi. Leiklist í kjallaranum Mamma vann úti á stríðsárun- um, ekki var annað mögulegt, fyrst á pósthúsinu en síðan m.a. í hattabúð. Þá voru stund- um vinnukonur hjá okkur sem voru í ástandinu, svo við Eva systir kynntust ástandinu af eig- in raun, ekki síst þegar hermenn voru í heimsókn hjá þeim meðan mamma var í vinnunni. En þær stoppuðu stutt við, voru held ég 5 á 2 árum. Í Verkó var mikið af börnum, en helstu hrekkjusvínin voru ekki okkar megin heldur í Hringbrautarverkó! Annars var leiksvæði okkar krakkanna allt hverfið ef því var að skipta, farið í landaparís og “yfir” en það var helst gert yfir og í kringum sveitarbæ þar sem Litla-Grund er nú, en þar átti Sig- urður Ólafsson söngvari m.a. heima. En við systur vorum ekki alltaf heima, vorum m.a. sendar í sumardvöl í Viðey, og eitt sumar norður í Geitaskarð í Langadal. Krakkar á þessum árum voru yfirleitt sjálfum sér nógir. Þannig settum við upp leikrit í kjallaran- um í Verkó og lékum þá t.d. huldu- konur eða álfadrottingar og sung- um álfkonusöngva og sömdum textann sjálfar eða bara um leið og leikritið var flutt! Við seldum inn á þessar leiksýn- ingar, það kostaði 5 aura og leik- húsgestirnir voru fullorðið fólk og krakkar úr nágrenninu. Sýningarn- ir voru yfirleitt á laugardögum. Fyrir kom að við fengum að fara í bíó, og aðallega á dans- og söngva- myndir en vinsælasta leikkonan hjá okkur stelpunum var Shirley Temple. Ég á bara góðar minningar frá langri dvöl í Verkó. Besta vin- kona mín, hún Þóra, býr þar enn á Brávallagötu 50, svo varla get- ur það talist annað en meðmæli. Þessi hús voru á sínum tíma algjör himnasending fyrir margar fjölskyldur, sem þá gátu flutt úr algjörum hreysum sem víða þekkt- ust í Reykjavík. 12 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2007 Bernskuminningar úr Vesturbænum “Dæmi þess að 12 manns hafi búið í tveimur herbergjum í verkamannabústöðunum” - Edda Óskarsdóttir bjó í 33 ár í Verkamannabústöðunum. Hún segir það hafa verið skemmtilegan tíma í fjölmenni enda oft margir í hverri íbúð. Hún segir þessi hús hafi á sínum tíma verið algjör himnasend- ing fyrir margar fjölskyldur, sem þá gátu flutt úr algjörum hreysum sem víða þekktust í Reykjavík. Móðir mín Ásta Halldórsdóttir ásamt systrum sínum, Jófríði og Elínborgu. Við systurnar Edda og Eva ásamt Óskari Jóhannssyni að Ásvalla- götu 3, en þar bjuggum við áður en við fluttum í Verkó. Við Guðjón maðurinn minn í siglingu til Cuxhaven 1959 á togaran- um Jóni forseta en Guðjón var loftskeytamaður þar um borð. Í bæjarferð með börnin á Austurvelli 1961, þau Steina, Óskar, Valdísi og Kolbrúnu. Gulli er í vagninum. Valdís Stefánsdóttir, synir mínir Guðlaugur Guðjónsson og Óskar Guðjónsson og Kolbrún Stefánsdóttir undir vegg við Verkó, Brá- vallagötu 50. Valdís og Kolbrún eru dætur Þóru, mikillar vinkonu minnar. Stolt amma með yngsta barnabarnið, Evu Björg, við skírn í Lauganeskirkju í októbermánuði sl. Vígsluvottorð pabba og mömmu, gefið út af Danakonungi sem þá var einnig konungur Íslands. Gjaldið var samtals 25 krónur. Prestur var sr. Bjarni Jónsson. Ég 14 ára, og þá á leið í MA.

x

Vesturbæjarblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.