Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Side 13

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Side 13
13VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2007 Fjölbreytt jólatónlistarhátíð í Hallgrímskirkju Jólatónlistarhátíð Hallgríms- kirkju fer fram dagana 1. til 9. desember nk. Hátíðin hefst 1. desember kl. 12.00 með org- elandakt við upphaf aðventu þar sem Björn Steinar Sólbergsson leikur orgelverk eftir J. S. Bach, D. Buxtehude og Andrew Cart- er. Sr. Birgir Ásgeirsson flytur ritningalestur og bæn. Kl. 14.00 er opnuð aðventusýning, Himna- sýn?? Þar sem Arngunnur Ýr Gylfadóttir sýnir ný olíumálverk í forkirkju Hallgrímskirkju. 2. desember kl. 11.00, hátíða- messa á 1. sunnudegi í aðventu. Biskup Íslands herra Karl Sigur- björnsson predikar og þjónar fyr- ir altari. 2. desember kl. 17.00, jólatón- leikar Mótettukórs Hallgríms- kirkju, í 26. sinn. Kirkjan verður fagurlega skreytt og undurfögur jólatónlist lyftir hugum í hæðir. Á efnisskránni í ár eru m.a. þætt- ir úr Jólaóratóríu Saint Saëns ásamt fleiri perlum franskrar jólatónlistar. Gissur Páll er gestur Mótettukórsins og flytur m.a. arí- ur eftir Gounod o.fl. 6. desember kl. 20.00, jólatón- leikar Drengjakórs Reykjavíkur. Með kórnum syngja félagar úr Karlakór Reykjavíkur, ásamt Gunn- ari Guðbjörnssyni óperusöngv- ara, orgelleikari: Lenka Máteova, stjórnandi: Friðrik S. Kristinsson. 8. desember kl. 12.00 - 17.00. Söngur og orgeltónlist á jólaföstu. Klaisorgelið 15 ára.en það er stærsta orgel Íslands með 72 radd- ir og 5275 pípur, en það var vígt þann 13. desember 1992. Kl. 12.30, Hallgrímskirkjuturninn hljóm- ar! Klukkuspil og málmblásarar, Hörður Áskelsson og Hljómskála- kvintettinn leika á klukkuspil og lúðra í Hallgrímskirkjuturninum. Kl. 13.00, aðventu- og jólasöngvar - allir syngi með! Mótettukór Hall- grímskirkju undir stjórn Harðar Áskelssonar leiðir sönginn. Síðan tekur m.a. við Noël, noël! Björn Steinar Sólbergsson flytur franska jólatónlist fyrir orgel; Drengjakór og félagar úr Karlakór Reykjavík- ur undir stjórn Friðriks S. Krist- inssonar leiða sönginn og flytja jólatónlist, Lenka Mateova leikur á orgel; Dómkórinn í Reykjavík undir stjórn Marteins H. Friðriks- sonar; Kvennakór við Háskóla Íslands flytur jólalög m.a. úr Söngvasveig eftir Benjamin Britt- en undir stjórn Margrétar Bóas- dóttur; Hafdís Huld syngur, og börn og fullorðnir syngja með! og loks leikur Guðný Einarsdóttir leikur jóla- og aðventutónlist eftir J.S. Bach og Dietrich Buxtehude. 9. desember kl. 11.00, messa á 2. sunnudegi í aðventu. Karlakór Reykjavíkur syngur. Kl. 17.00 flyt- ur Björn Steinar Sólbergsson org- anisti og Schola cantorum undir stjórn Harðar Áskelssonar jólatón- list eftir J. S. Bach. Björn Steinar Sólbergsson organisti. BORG 6591159 FRÍTT VERÐMAT! TOPP ÞJÓNUSTA 6599606 www.remaxeignir.com Kaupi hljómplötur (LP) rokk, jazz og íslenskt. Annað kemur til greina. Ingvar sími: 699 3014 & 534 9648.

x

Vesturbæjarblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.