Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 16

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 16
Dagur B. Eggertsson, borgar- stjóri og Björgólfur Guðmunds- son, formaður bankaráðs Lands- bankans undirrituðu nýlega samning um fjárhagslegan stuðn- ing við Tónlistarþróunarmiðstöð- ina (TÞM). Sameinað átak borg- arinnar og Landsbankans mun tryggja rekstur TÞM til næstu þriggja ára. Tónlistarþróunarmiðstöðin er vettvangur fyrir unga tónlistar- menn til að skapa, taka upp og flytja tónlist gegn vægu verði. Mið- stöðin er staðsett við Hólmaslóð 2 og hefur tónlistar- og Utangarðs- maðurinn Daniel Pollock séð um uppbyggingu á aðstöðu og rekst- ur TÞM. Dagur B. Eggertsson borgar- stjóri segir Tónlistarþróunarmið- stöðina gegna mikilvægu hlutverki í að fóstra upprennandi grasrót í íslensku tónlistarlífi. ,,Hér í næstu herbergjum eru hljómsveitir að æfa af fullum krafti, sem munu setja mark sitt á tónlistarmenn- ingu hér heima og ekki síður úti í hinum stóra heimi”. „Stuðningur Landsbankans við TÞM er liður í margþættum stuðn- ingi við menningu og listir í land- inu. Við erum stolt af því að leggja ungu hæfileikafólki lið en eins og kunnugt er hafa ungir íslenskir tónlistarmenn vakið athygli víða um heim. Það er ekki nóg að byggja tónlistarhús, við þurfum líka að huga að grasrótinni,” segir Björgólfur Guðmundsson formað- ur bankaráðs Landsbankans. Hjá TÞM eru 15 æfingarými og þar æfa um 50 hljómsveitir, skip- aðar ungu hæfileikaríku fólki sem fær tækifæri til að vaxa og þros- kast við tómstundaiðju sína und- ir eftirliti og handleiðslu umsjón- armanna. Húsnæðið er vaktað og meðferð áfengis og vímuefna er bönnuð. Nýr tónleikasalur, Hellirinn, státar af tækjabúnaði af fullkomnustu gerð og geta allir félagsmenn haldið þar tónleika og komið sér á framfæri. Margar þekktar hljómsveitir og tónlistarmenn hafa nýtt sér aðstöðuna og tekið sín fyrstu spor í TÞM þeirra á meðal eru: Björk, Quarashi, Mínus, Ske, Tra- bant, Q4U, Nylon, Botnleðja, Lay Low og Stuðmenn. Vesturbæjarblaðið heimsótti þjónustuverkstæði N1 við Ægis- síðu. Þar hittum við Magnús Hákonarson sölustjóra, sem starfað hefur á verkstæðinu í tæp 17 ár við góðan orðstýr og þekkir þennan bransa öðrum betur. Magnús sagði okkur að það væri alltaf sama sagan. “Þeg- ar fyrsti snjórinn kemur þá verð- ur sprengja og allir vilja skipta yfir á vetrardekkin nánast sama daginn.” Á björtu og hreinlegu verkstæði N1 á Ægisíðunni starfa reglulega 4 starfsmenn en á álagstímum er bætt við og er allt upp í 10-12 manns á fullu við þjónustuna. Hlý og góð biðstofa er fyrir viðskipta- vini og alltaf heitt á könnunni. “Við seljum nokkrar tegundir dekkja Michelin, Cooper og Kum- ho eru helstu tegundirnar í fólks- bíladekkjum. Enn fara að stærst- um hluta nagladekk undir bíla vesturbæinga, en fer minnkandi. Ég get skotið á að um 60% dekkja- sölunnar séu nagladekk.” Sagði Magnús okkur. “Við veitum tvenns konar þjón- ustu þegar mestu lætin eru í dekkjaskiptum. Annars vegar að hinkra í röð, eða skilja bílana eft- ir og sækja á tilsettum tíma. Þeir sem biðu í röð hjá okkur núna í fyrsta kastinu biðu allt upp í 21/2 klst. Ég vil endilega koma þeim skilaboðum til fólks að drífa sig í að koma í dekkjaskiptin áður en næsta törn verður og spara sér þar með dýrmætan tíma eða fyrirhöfn við að skilja bílinn eft- ir. Síðan er vert að minnast á að við bjóðum nú viðskiptavinum að geyma dekkin gegn vægu gjaldi þar til í vor að skipt er á ný. Þó mest sé að gera hjá okkur núna í dekkjunum má ekki gleyma að hér er fullkomin smurstöð sem veitir topp þjónustu. Við skiptum t.d. um þurrkublöð, ljósaperur og rafgeyma fyrir okkar viðskiptavini sé þess óskað.” Sagði Magnús okkur að lokum. 16 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2007 Helga Arnfríður sálfræðingur Þjónustumiðstöð Vesturbæjar Verkefnið Uppeldi sem virkar Færni, til fram- tíðar, er hluti af heildstæðu fræðsluátaki um uppeldi fyrir foreldra. Verkefnið hófst á Mið- stöð heilsuverndar barna, með viðhorfskönn- un meðal foreldra og útgáfu bæklingsins Agi, uppeldi og hegðun. Verkefnið stóð einnig að þýðingu og útgáfu Uppeldisbókarinnar, sem efni námskeiðsins byggir að miklu leyti á*. Nú hafa fjögur foreldranámskeið verið haldin í Vest- urgarði. Fyrir u.þ.b. ári síðan, staðfærðu Gyða Har- aldsdóttir, sálfræðingur og Lone Anderson, félagsráðgjafi þetta foreldranámskeið fyrir leik- skóla. Starfsmenn tveggja leikskóla í Vesturbæ sóttu námskeiðið hjá Gyðu Haraldsdóttur og Lone Andersen. Nú hefur einn leikskóli bæst í hópinn og sat allt starfsfólk námskeið hér í Vest- urgarði hjá undirritaðri og Helgu Þórunni Arnar- dóttur, félagsráðgjafa. Á námskeiðinu er farið í lögmál hegðunar, foreldrafærni, mikilvægi þess að grípa börnin góð, jákvæða svörun, fastar venjur og reglur, hvernig við tölum við og hlust- um á börnin okkar. Fleiri mikilvægir þættir eru teknir fyrir á þessu námskeiði sem stendur í fjórar vikur í senn. Foreldrar mæta einu sinni í hverri viku frá 17:00 - 19:00. Námskeiðið gagn- ast best foreldrum barna á aldrinum 6 mánaða til 9 ára. Þess er gætt að foreldrahópurinn sé ekki of stór. Á hverju námskeiði hafa myndast góð og jákvæð tengsl milli foreldra, sem flest eru að fást við svipuð atriði í uppeldinu. Í lok hvers námskeiðs svara foreldrar matsblaði um námskeiðið og eru niðurstöður síðustu þriggja foreldranámskeiða ákaflega jákvæðar. Í Vesturgarði verðum við töluvert mikið vör við þann vanda sem oft steðjar að foreldrum í uppeldi barna sinna. Við teljum ákaflega mik- ilvægt að foreldrar verði strax meðvitaðir um jákvæðar og uppbyggjandi uppeldisaðferðir, sem sannarlega hafa sýnt að duga í öllu uppeldi barna. Stefna okkar er sú að sem flestir foreldr- ar í Vesturbæ og sem flestir leikskólar í Vestur- bæ, sæki þetta námskeið. Við erum sannfærð um að með öflugri samstöðu foreldra í hverfinu takist okkur að ala upp og sjá sjálfstæða og ábyrga einstaklinga vaxa úr grasi. Ég vil með þessari grein hvetja sem flesta for- eldra til þess að sækja þetta námskeið. Næstu tvö námskeið verða frá 4. - 25. febrúar 2008 og 7. - 28. apríl 2008. Verði á námskeiði er mjög stillt í hóf. Fyrir einstakling kostar námskeið- ið 1.800 kr. en 2.500 kr. komi báðir foreldrar saman. Hjá okkur er einnig hægt að kaupa Uppeldisbókina. Foreldrum er einnig bent á að sama námskeið er líka í boði hjá Miðstöð Heilsuverndar Barna. *Uppeldi sem virkar, Færni til framtíðar, leið- beinendahandbók eftir Gyðu Haraldsdóttir, sálfræðing. Uppeldisnámskeið í Vesturgarði: Uppeldi sem virkar Nú geymum við dekkin - sé þess óskað! NETSAGA.IS Rekstur tryggður til þriggja ára Frá undirritun samningsins, f.v.: Daniel Pollock, framkvæmdastjóri Tónlistarþróunarmiðstöðvarinnar, Björgólfur Guðmundsson, formað- ur bankaráðs Landsbankans og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Kistur • Krossar • Sálmaskrár • Duftker • Blóm • Fáni • Gestabók • Erfidrykkja • Prestur Kirkja • Legstaður • Tónlist • Tilkynningar í fjölmiðla • Landsbyggðarþjónusta • Líkflutningar Suðurhlíð 35 Fossvogi • www.utforin.is Vaktsími: 581 3300 & 896 8242 • Sólarhringsvakt Komum heim til aðstandenda ef óskað er Bryndís ValbjarnardóttirSverrir Einarsson ÚTFARARSTOFA ÍSLANDS Það sem hafa ber í huga varðandi andlát og útför Hermann Jónasson Geir Harðarson Gómsæti í göngufæri Geirsgata 1 • Sími 511 1888 Dekkja- og smurverkstæði N1 við Ægisíðu: Magnús Hákonarson sölustjóri á þjónustuverkstæði N1 á Ægisíðu hefur alltaf heitt á könnunni fyrir viðskiptavini.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.