Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 17

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 17
Vesturbæjarblaðið heimsótti hina gamalgrónu verslun Elling- sen sem flutti í bjart stórhýsi að Fiskislóð 1 á níræðisafmæli fyrirtækisins sem var á síðasta ári. Verslunarstjórinn Kristján Ágúst Baldursson, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu í 35 ár, tók á móti okkur. Kristján sagði að margt hefði breyst á undanförnum árum í rekstri Ellingsen. “Á árum áður seldi Ellingsen mest vörur til útgerða og gerir enn í dag. En í seinni tíð hefur áherslan færst meira á útivist, veiðar bæði stang- og byssuveiðar og núna síðast alls konar ferðatæki og ferða vör- ur svo sem hjólhýsi, húsbýla, felli- hýsi, vélsleða og vörur tengdar útivist, veiðum og ferðalögum.” Við spurðum Kristján hvaða vör- ur Ellingsen legði mesta áherslu á núna fyrir jólin og hvort væri ekki aldeilis ómaksins vert fyrir Vestur- bæinga og fólk í nágrenninu að líta við? “Við erum náttúrulega með hin frábæru nærföt frá Devold sem eru einhver þau bestu til útvistar.” Sagði Kristján. “Við vorum einnig að taka inn nýtt vörumerki sem er fatnaður og skór frá Columbia og að sjálfsögðu erum við með vinsæla fatnaðinn frá Didrikson. Við höfum allt fyrir veiðimanninn, byssur, veiðistangir, hjól og allt það sem veiðmanninn dreymir um. Svo það er upplagt að líta við hjá okkur og skoða úrvalið sem við höfum til jólagjafa. Svo má ég ekki gleyma að minnast á það að við bjóðum útigrill allt árið og verðum örugglega með tilboð á þeim núna fyrir jólin. Enda fjöl- margir matgæðingar sem grilla allt árið og þurfa að endurnýja tækin fyrir jóla og áramótasteik- ina” sagði Kristján að lokum. 17VesturbæjarblaðiðNÓVEMBER 2007 Bretti, húdd, ljós, stuðarar... Boddývarahlutir á bílinn þinn varahlutir.is S: 511 2222 varahlutir.is Smiðjuvegi 8, Kópavogi Ellingsen er með vörumerkin skemmtilega deildaskipt “búð í búð”. Kristján Ágúst í Columbia búðinni. Allt til útivistar Ellingsen, Fiskislóð 1: Opið 9-22 alla daga vikunnar Humarsúpa Fiskur á grillið mán-fim Sjósiginn fiskur og selspik fös Svið og rófustappa lau Saltfiskur og skata desert Steingrímur með rúsínum og rjómarönd Verbúð 8 við Geirsgötu, 101 Reykjavík, Sími 553 1500 Unglingar funduðu með foreldrum Unglingar í Vesturbæ og Haga- skóli buðu foreldrum nýverið á morgunfund um niðurstöður for- varnardagsins “Taktu þátt” frá því í fyrra. Forvarnardagurinn var haldinn aftur 21. nóvember sl, en hann er að frumkvæði for- seta Íslands og inniheldur víð- tækt samstarf við unglinga um allt land. Unglingar í Hagaskóla létu ekki sitt eftir liggja í fyrra og ræddu sam- an um hvernig mætti standa betur að forvörnum. Á morgunfundinum mættu fulltrúar stýrihóps dagsins og Þjónustumiðstöðvar Vesturbæj- ar með samantekt síðasta dags og kynntu hana. Niðurstöðurnar koma skemmtilega á óvart og slá á ýmsar mýtur. Oft er því haldið fram að að fyrirmyndir barnanna séu popp- og íþróttastjörnur en þegar nánar er að gáð þá sögðu unglingarnir í þessum umræðum að það væru for- eldrarnir og nákomnasta fjölskylda sem væru þeirra fyrirmyndir. Önn- ur mýtan er um að þau þurfi alltaf það nýjasta úr dótabúðinni og að keppni sé það mikilvægasta. Í umræðunum kom hið gagn- stæða fram. Þau biðja um tíma með foreldrum til að tala saman (ekki til að fá ræður) og að þau fái frekar að leika sér t.d. í tónlist og íþróttum en að það sé stöðug krafa um keppni. Eða eins og einn sagði: “Foreldrar eiga ekki að vera geðbilaðir í skapinu þegar börnin þeirra eru að keppa.” Tjáðu fjölmargir unglingar sig um hve mikilvægt væri að viður- kenna annað en einungis íþróttir sem heilbrigt frístundastarf svo sem listsköpun og félagslíf. Var rætt um að vísa þessari umræðu til ungmennaráðs Vesturbæjar. Athygli vakti hve vel foreldrar mættu vel á þennan fund og greini- legt er að það er ríkur vilji til þess að standa vel við bakið á unglingun- um og forvörnum í vesturbænum. Fjölmennt var á fundinum í Hagaskóla, bæði unglingar og foreldrar. M.a. gesta var Sturla Böðvarsson, forseti Alþingis. Fyrirmyndarleikskólar Reykjavíkurborg er leiðandi afl í rekstri og uppbyggingu leikskólaþjón- ustu í borginni í dag, enda eru um 85% leikskólabarna á borgarreknum leikskólum og um 15% á einkarekn- um leikskólum. Mikilvægt er að borgin verði áfram í burðarhlutverki hvað þessa mikilvægu samfélags þjónustu varðar svo borgar- búar geti gert skýrar kröfur á hendur borgaryfirvalda hverju sinni um þá þjónustu sem veitt er í leikskólum: Hvort leikskólanum er forgangsraðað í borgarrekstrinum, hvernig aðbúnaður- inn er á leikskólunum, hvert þjónustu- framboðið er og hvernig leikskólarnir eru mannaðir. Hætt er við því að áby- rgð borgaryfirvalda á málaflokknum verði óljós ef hlutfall milli borgarrek- inna og einkarekinna leikskóla riðlast mikið frá því sem nú er. Erfiðara verði þá fyrir Reykvíkinga að gera skýra kröfu á hendur borgarinnar t.d. um framboð á þjónustu án þess að hægt sé að benda á þriðja aðila. Einkareknir leikskólar Ég er ekki að gera lítið úr þeim einka- reknu leikskólum sem starfræktir eru í Reykjavík í dag. Við vitum að í þeim er unnið gott faglegt starf og starfsfólk- ið vinnur þar, eins og á borgarreknu leikskólunum, af heilindum með hags- muni barna að leiðarljósi. Það má einnig færa fyrir því rök að heilbrigt sé fyrir borgarreknu leikskólana að hafa einkarekstur til hliðar við borg- arreksturinn til að tryggja aðhald og í einhverjum tilvikum framboð á viðbót- arþjónustu. Það er því mikilvægt að þeim einkareknu leikskólum sem í dag starfa í borginni sé sýnd virðing og komið fram við þá af sanngirni bæði í umræðu og úthlutun fjármagns. Þó svo að nýr meirihluti borgarstjórnar Reykjavíkurborgar geri ekki ráð fyrir því að rekstur leikskóla í borginni fær- ist í ríkara mæli á hendur einkaaðila eða fyrirtækja eins og fyrri meirihluti hafði áformað. Faglegur metnaður Faglegur metnaður hefur einkennt uppbyggingu leikskóla Reykjavíkur. Ísland var fyrsta landið til að gera leik- skólakennaranám að háskólanámi og hefur það án efa haft áhrif á faglegt frumkvæði leikskólanna. Skólarnir hafa búið við faglegt sjálfstæði og þar hefur mikil fjölbreytni í faglegu starf náð þróast. Borgin styður kröftuglega fjölbreytni og sérstöðu leikskólanna, þannig stefnir nýr meirihluti á áfram- haldandi uppbyggingu fjölbreyttra borgarrekinna leikskóla þar til því framtíðarmarkmiði verður að lokum náð að hægt verði að bjóða foreldr- um upp á val um þjónustu frá lokum fæðingarorlofs, hvort heldur þeir vilja gæslu í heimahúsi eða leikskólaþjón- ustu. Það markmið mun tæplega nást á þeim tveimur og hálfa ári sem eftir er af þessu kjörtímabili en uppbygging leikskólaþjónustunnar mun eftir sem áður stefna að þeirri framtíðarsýn. Áherslur nýs meirihluta Nýr meirihluti borgarstjórnar hefur þegar sýnt hug sinn í verki gagnvart leikskólunum með aðgerðum í starfs- mannamálum sem allar nýtast starfs- fólki leikskólanna vel og hefur þegar skilað sér til almennra starfsmanna leikskóla í um það bil 12% meðaltals- launahækkun til viðbótar við hlunn- i n d a p a k k a s e m a l l i r starfsmenn Reykjavíkur- borgar munu njóta. Þó fjölgun l e i k s k ó l a - p l á s s a s é v i s s u l e g a mikilvæg er uppbygging á innra starfi leikskólanna það ekki síður. Sem dæmi um eflingu á innra starfi leikskólana á næsta ári má nefna að gert er ráð fyrir að framlög til sérkennslu í leikskólunum aukist um 50%. Bæta á matarmenningu á leikskól- unum og munu allir leikskólar fara að ráðleggingum Lýðheilsustöðvar. Til viðbótar má nefna aukna áherslu á að mæta fjölmenningalegu samfélagi með því að beina ráðgjöf, stuðningi og fræðslu inn í leikskólana. Nýr meirihluti borgarstjórnar hef- ur þegar sett á laggirnar nýjan opin samráðsvettvang leik- og grunnskóla, sem nefnist Brú. Gert er ráð fyrir að fundir Brúar verði á sex vikna fresti og þeir séu opnir öllum sem áhuga hafa á skólamálum, fagfólki, foreldrum, fjöl- miðlum og stjórnmálamönnum. Mark- miðið er að hvetja til umræðu um skólamál og búa til frjóan jarðveg fyrir hugmyndir til framþróunar skólastarfs og stuðla að auknu samstarfi skóla og skólastiga. Sigrún Elsa Smáradóttir borgarfull- trúi Samfylkingarinnar og formaður leikskólaráðs Reykjavíkurborgar. Sigrún Elsa Smáradóttir.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.