Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 18

Vesturbæjarblaðið - 01.11.2007, Blaðsíða 18
“Við erum komnir á fullt aftur og verslun okkar er full af úrvals vörum. Við látum ekki smávegis gufubað slá okkur út af laginu” sagði Finnbjörn Þorvaldsson, sölustjóri tölvuverslunarinn- ar Hugvers við Vitastíg, þegar litið var til hans. Eins og margir muna lenti verslun Hugvers í miklu vatnsflóði í vor þegar stór heitavatnslögn gaf sig. “Lögnin rifnaði á versta stað og heitt vatn flæddi inn í verslunina. Henda þurfti öllum vörulager verslun- arinnar og stórskemmdir urðu á aðstöðunni.” Það tók okkur tölvuverðan tíma að endurnýja birgðirnar og koma húsnæðinu í lag, en nú erum við með allt á þurru og aldrei betri. Fyrsta far- tölvusendingin sem við fengum eftir tjónið er uppseld og önnur komin.” Auk þess að vera með Mitac far- tölvur flytur Hugver inn AG Neovo tölvuskjái, Genius jaðarbúnað og Abit móðurborð. Tengsl Hugvers við þessa þekktu framleiðendur eru góð og hafa staðið í áratug eða meir. “Fyrir bragðið er þjón- ustan í toppi” segir Finnbjörn. Finnbjörn bendir líka á að skjáirn- ir frá AG Neovo hafi algjöra sér- stöðu á markaðnum. Er það með- al annars fyrir sérhannaða glerhlíf sem X- og E- gerðirnar hafa. Mynd- gæði og hönnun þessara skjáa eru a.m.k. jöfn því besta á mark- aðnum. Genius framleiðir mýs, lyklaborð, myndavélar og annan jaðarbúnað í hæsta gæðaflokki. Má að auki nefna öryggismynda- vélar, sjónvarpsmóttakara, hátal- ara og margt fleira. “Við stefnum að því að hafa spennandi úrval af græjum frá Genius nú skamm- deginu” segir sölustjórinn. Abit er þekkt merki í móðurborðum og byggir Hugver tölvusamsetningar sínar á þeim. Á verkstæði Hugvers ræður ríkj- um Marian Siarov, tölvuverkfræð- ingur, upprunninn í Búlgaríu en íslenskur ríkisborgari. Marian hef- ur verið hjá Hugveri undanfarin 4 ár og aukið álit fyrirtækisins með frábærri kunnáttu og öryggi. “Það er notaleg tilfinning að hafa Mari- an á bakvið sig þegar maður er að gera tilboð í flóknar server-vélar” segir Finnbjörn að lokum. 18 Vesturbæjarblaðið NÓVEMBER 2007 Ý M I S Þ J Ó N U S T A Hreinsum allan fatnað, sængur, millidýnur og gardínur á athyglisverðu verði. EFNALAUGIN DRÍFA Hringbraut 119 • Rvk. ÖLL ALMENN PRENTUN SÍMI 561 1594 895 8298 HRÓLFSSKÁLAVÖR 14 NETFANG: NES@ISHOLF.IS AUGL†SINGASÍMI 511 1188 895 8298 Netfang: borgarblod@simnet.is ����������� �������������������� ��������������������� ����� ������ �� ����������� “Ég er afskaplega ánægð með að vera komin aftur hingað á Nesið,” segir Svanhvít Sverris- dóttir þjónustustjóri SPRON við Austurströnd á Seltjarnar- nesi.” Svanhvít er komin aftur til starfa í sínu gamla útibúi eftir að hafa sinnt þjónustustjórn hjá útibúi SPRON við Álfabakka í Mjóddinni í Breiðholti um ára- bil. Svanhvít kom fyrst til starfa hjá SPRON á Seltjarnarnesið í maí 1988. “Ég hef alltaf kunnað vel við mig hér. Hér er gott samstarfs- fólk og staðurinn er ekki til þess að skemma fyrir. Útsýninu mætti líkja við lifandi málverk.” Þótt segja megi að Svanhvít hafi tekið ástfóstri við Seltjarnarnesið þá hefur hún aldrei búið þar. “Nei - ég hef ekki búið á Nesinu. Það hefur aldrei verið á dagskrá þótt ég hafi starfað hér lengi og kunni vel við mig hér. Ég bý nú á Kárs- nesinu í Kópavogi og hugsa mér að vera áfram þar. Að því leyti er ég utanbæjarmanneskja hér.” Öðruvísi að ræða við fólk augliti til auglitis - Hefur átt langa samleið með SPRON? “Hún er orðin nokkuð löng því segja má að ég sé búinn að vera þar allan minn starfsaldur. Ég byrj- aði að vinna á Skólavörðustígnum árið 1981 hjá Baldvini Tryggva- syni, sem þá var sparisjóðsstjóri. Í fyrstu vann ég á sumrin með skóla og síðan í fullu starfi eftir að skólagöngunni lauk. Vissulega hef- ur margt breyst á þessum tíma. Við búum við allt aðra tækni í dag og vinnubrögðin hafa orðið önnur að sama skapi. Sjálfvirkn- in er orðin mikil og margir við- skiptavinanna eru að miklu leyti í síma- og tölvusambandi og sumir jafnvel eingöngu í tölvusambandi við okkur þó að þeir komi stöku sinnum hingað. Mikill sparnaður felst í að því nota hinar rafrænu boðleiðir dags daglega og einnig þægindi. En svo kemur fólk öðru hvoru til þess að hitta okkur sem er mjög ánægjulegt og viðheldur ákveðnum tengslum. Það er alltaf öðruvísi að ræða við fólk augliti til auglitis en í síma eða í gegn- um tölvupóst. Svo eru alltaf ein- hver mál sem ekki verður lokið með fjarskiptum. Mér finnst mjög ánægjulegt að hitta viðskiptavin- ina og spjalla við þá. Ég vona að það haldist þrátt fyrir tækni nútímans og þann hraða sem sam- félagið býr við.” - Útibúið er í gróinni íbúabyggð. Snúast viðskiptin einkum um þjón- ustu við einstaklinga? “Þau snúa bæði að einstakling- um og fyrirtækjum. Það er tals- vert um atvinnufyrirtæki hér á Nesinu og í Vesturbæ Reykjavík- ur. En þau snúa líka að einstak- lingum. Við erum búin að vera hér frá 1983 og erum fyrsta útibú SPRON fyrir utan gömlu höfuð- stöðvarnar við Skólavörðustíg- inn. Á þessum tíma hafa eðlilega skapast mikil tengsl við fólk á Nesinu og í Vesturbænum og ein- nig við ýmis fyrirtæki sem við erum að þjóna. Fólk heldur líka oft tryggð við gamla útibúið sitt þótt það flytji sig um set. Það er ekki að loka reikningunum sínum þótt það fari í annað bæjarfélag eða jafnvel út á land. Við eigum marga og góða viðskiptavini sem hafa haldið tryggð við okkur í gengum árin þrátt fyrir að hafa búið á ýmsum stöðum. Tæknin hefur líka auðveldað þetta því eig- inlega er sama hvar fólk er statt í heiminum. Það þarf ekki að vera við hliðina á okkur og viðskipta- vinirnir eru því dreifðir út um allt. Aðal markaðssvæði okkar er þó Seltjarnarnesið og vesturhluti Reykjavíkur og við leggjum kapp á að ná til viðskiptavina á þessu svæði og þjóna þeim þótt allir séu auðvitað velkomnir hingað,” segir Svanhvít Sverrisdóttir. Bjartsýn á framtíð SPRON Svanhvít tekur undir það sem stundum er sagt að sparisjóðirnir höfði orðið meira til hins venju- lega fólks eftir að bankarnir hafi víkkað starfsvið sitt eins orðið hefur. Hún hefur orðið vör við þetta sjónarmið hjá viðskiptavin- unum en einnig er verið að sinna bæði stórum og smáum fyrirtækj- um. Það sé því umtalsverð sam- keppni á þessu sviði viðskipta- lífsins. Því segist Svanhvít vera bjartsýn á framtíð SPRON. Bank- inn eigi mikla möguleika á að veita góða og alhliða bankaþjón- ustu hvort sem er hér í vestasta hluta höfuðborgarsvæðisins eða annarsstaðar, enda viðskiptavinir SPRON þeir ánægðustu á landinu! Mikil tengsl hafa skapast við fólk á Nesinu og í Vesturbænum Starfsfólk SPRON við Austurströnd. Frá vinstri: Stefanía Eyjólfsdóttir, Gréta Kjartansdóttir, Anna Haraldsdóttir, Jóna Björk Gunnarsdóttir, Brynja Þorkelsdóttir og Svanhvít Sverrisdóttir, þjónustustjóri. vesturgÖtu 12 opiÐ 14-18 mÁn.-lau. www.nornabudin.is galdrar Í neytendapakkningum, spÁspil, rÚnir og Óvenjuleg gjafavara. n rnabúðin Hugver ehf.: Finnbjörn Þorvaldsson í Hugver. Aldrei betri borgarblod.is

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.