Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 12

Vesturbæjarblaðið - 01.01.2007, Blaðsíða 12
12 Vesturbæjarblaðið JANÚAR 2007 Bernskuminningar úr Vesturbænum “Leikvöllurinn helst höfnin og slippurinn” Jón Guðmundsson er fæddur á Ásmundsstöðum á Melrakka- sléttu 1948, á æskuheimili móð- ur hans, Hildar Jónsdóttur og var þar til 5 ára aldurs er hann flutti á Leifsgötu 9 ásamt for- eldrum sínum, en faðir hans, Guðmundur Hermannsson vél- stjóri, hafði verið í millilands- siglingum á fyrstu æviárum hans. Faðir hans var ættaður frá Aðalvík og úr Mýrdalnum. Á Leifsgötunni var hans helsti leikfélagi Hrafn Gunnlaugsson, kvikmyndaleikstjóri með meiru, en hann bjó með sinni fjölskyldu á Leifsgötu 13. “Hrafninn” var elstur sinna systkina. Þegar Jón var 9 ára keyptu foreldrar hans íbúð í húsinu Mýrarholti sem í dag kannski bet- ur þekkt sem Nýlendugata 30. Fyrstu tvö skólaárin var Jón því í Austurbæjarskólanum en þegar komið var í Mýrarholt lá leiðin í Melaskólann. Jón segist nokkuð undrandi á hvað börn eru mik- ið keyrð til og frá skóla í dag, hann hafi þegar í upphafi skóla- göngu sinnar í Melaskólanum ýmist gengið í skólann, sem er drjúgur spölur, eða tekið strætis- vagninn Austurbær - Vesturbær, sem hann hafi náð í á Vesturgöt- unni. Jón segir dvölina í Mela- skólanum ekki mjög minnistæða, og þeir skólafélagar sem hann muni helst eftir séu Ómar Halls- son sem bjó í Sörlaskjólinu og Birgir V. Halldórsson kappakst- urskappi. Einelti hét þá stríðni “Á árunum í Melaskólanum var hreinlega ekki búið að finna upp orð eins og einelti, en auðvitað átti það sér stað. Á þessum tíma var það kallað stríðni, og mér er sérstaklega minnistæður einn bekkjarfélaginn sem gaman var að stríða, enda mjög gaman því hann fuðraði upp af minnsta til- efni. Í þá daga lúskruðu kennarar manni, stundum af minnsta til- efni, og þá stundum tekinn fram á gang til þess arna. Alltaf var farið í röð áður en farið var inn í stofu, og ef maður var ekki kyrr í röðinni var það oft nægt tilefni til þess að tekið var í hnakkadramb- ið á manni. Í dag eru kennnarar kærðir ef þeir leyfa sér að tuska nemendur til, jafnvel þótt þeir eigi það fyllilega skilið. Leikvöllurinn í kringum Mýr- arholt var ekki síst höfnin og slippurinn. Þangað fórum við að veiða, stálum jafnvel bátum og rérum um höfnina, en skiluðum þeim jafnan aftur. Við smíðum líka fleka sem var tillt á tunnur sem notaðar voru sem flotholt. Helsti leikfélagi minn á þessum árum var Rögnvaldur Ólafsson sem bjó á Bakkastíg 9, en hann gat sér það helst til frama seinna á íþróttasviðinu að verða glímu- kappi mikill. Einnig var Rögnvald- ur Ingólfsson dýralæknir í þess- um félagsskap. Í nágrenninu bjó margt merki- legt fólk, en kannski er það fólk minnistæðast sem fór ekki troðn- ar götur í mannlegum samskipt- um. Siffi rabbabarahöfðingi er mér sérlega minnistæður en hann bjó á horninu á Bakkastíg og Mýrargötu, en hans helstu gestir var það útigangsfólk sem helst var þekkt á þeim árum, eins og Hafnarfjarðar-Gullí, Anna klikk o.fl. Siffi þessi var mjög fær skrifstofumaður, og gekk í flott- um svörtum jakkafötum þegar hann gat stundað sína vinnu, en þegar gleðskapurinn tók völdin urðu fötin jafnan mjög sjúskuð. Skammt frá okkur bjó t.d. Skúli Halldórsson tónskáld, en þar var annar og flottari stíll á því heimili. Í þá daga mátti rækta í kring- um húsin grænmeti, og ekki alltaf farið nákvæmlega eftir lóð- armörkum ef ekkert var utan hennar. Svo óx þarna víða villt- ur rabbabari, sem stundum var bitið í, njóli var út um allt, en mér er ekki minnistæð einhver sérstök blómarækt, þó auðvitað hafi kunni hún að hafa verið ein- hver.” Í “Villta vestrið” “Frá Melaskólanum lá leið- in í “Villta vestrið”, en það var Gagnfræðaskóli Vesturbæjar oft kallaður. Hann var til húsa í JL- húsinu, neðst á Hringbrautinni. Þar var oft líf og fjör sem ekk- ert átti auðvitað skylt við lær- dóm eða kennslu, en gerði lífið oft bærilega skemmtilegt. Það voru margir eftirminnanlegur snillingar með mér í Gaggó Vest, s.s. Gvendur Ingólfsson járnsmið- ur, Eyjólfur smiður Eðvaldsson á Bárugötunni, Ólafur Haukur Símonarson, Halldór “Henson” og Sverrir Kristjánsson sagnfræð- ingur. Sverrir var oft mjög sett- legur, og eitt sinn er við höfðum sprengt bréfpoka með miklum tilþrifum spurði Sverrir hvort við ætluðum að sprengja skól- ann. Það var auðvitað ekki vit- laus hugmynd, en til þess þurfti auðvitað eitthvað kraftmeira en bréfpoka!” Alltaf í Vesturbænum “Ég var aldrei í fótbolta á sumr- in eins og margir aðrir strákar í hverfinu, einfaldlega vegna þess að ég var öll sumur norður á Ásmundsstöðum eða á Raufar- höfn. Þegar ég var 17 ára og kom- inn með bílpróf fékk ég vinnu á síldarsöltunarplaninu Borgum á Raufarhöfn sem vörubílstjóri. Þetta var 59-módel af Chevro- let Viking sem hafði verið í eigu “Hommanna” á Raufarhöfn, en þeir var kallaðir þetta eftir ættar- höfðingjanum, Hólmsteini Helga- syni. Ég hóf svo búskap með konu minni, Þórkötlu, sem er frá Rauf- arhöfn, á hæðinni fyrir ofan for- eldra mína í Mýrarholti, en þá var elsta barnið, Guðmundur, fæddur. Við leigðum efstu hæð- ina af henni Guðfinnu, gamalli konu sem var systir sr. Bjarna Jónssonar vígslubiskups. Guð- finna var gift karlinum sem byggði Mýrarholt. Sama haust komst ég á samning í rafvélavirkj- un hjá Friðgeiri Guðmundssyni í Ármúlanum, en fór einnig á sjó á næstu árum, m.a. með æskuvin- inum Guðmundi Ingólfssyni og pabba hans á Val RE-7 og síðan á Geir RE-404. Seinna var ég öðru hverju á sjó á bátum frá Húsavík. Ég hef búið í Vesturbænum frá 9 ára aldri, fyrst í Mýrarholti, síðan á Hringbrautinni og nú á Reynimelnum. Það finnst ekk- ert betra, svo stutt í allar áttir. Svo er Sundlaug Vesturbæjar í nágrenninu en þangað kem ég á hverjum morgni áður farið er í vinnuna hjá RARIK. Ég er þar í góðum félagsskap sem nefnist Vinir Dóra, alveg ómetanlegir félagar og byrjun á venjulegum vinnudegi,” segir Jón Guðmunds- son, oftar nefndur Jóndi. Fjölskyldan í Mýrarholti. Faðir minn Guðmundur Hermannsson, Dóra, systir mín, þá kem ég og loks móður mín, Hildur Jónsdóttir. Með elstu börnunum, Hildi og Guðmundi. 12 D í Melaskóla 1961. Ég er 4. í öftustu röð fv. Með æskuvininum Rögnvaldi Ólafssyni fyrir utan heimili hans að Bakkastíg 9.

x

Vesturbæjarblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vesturbæjarblaðið
https://timarit.is/publication/1114

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.