Austurland - 19.09.2013, Qupperneq 4
4 19. september 2013
Ókeypis tann-
læknaþjónusta
fyrir börn inn-
leidd í áföngum
Sjúkratryggingar Íslands og Tann-
læknafélags Íslands hafa gert með
sér samning er varða greiðsluþátt-
töku SÍ í tannlæknaþjónustu fyrir
börn. Frá 1. september 2013 síðast-
liðinn áttu öll 3 ára og 12-17 ára börn
rétt á ókeypis tannlæknaþjónustu.
Börnin þurfa þó að greiða 2500 kr.
árlegt komugjald. Samningurinn
verður innleiddur í áföngum og árið
2018 mun hann ná til allra barna
yngri en 18 ára.
Sérstök athygli er vakin á
því að börn sem falla ekki undir
aldursmörk samningsins en eru í
bráðavanda og búa við erfiðar félags-
legar aðstæður geta engu að síður
sótt um fulla greiðsluþátttöku. Svo
þessi börn öðlist greiðsluþátttöku
þarf tilvísun að berast tannlækni
frá heilsugæslu, barnavernd eða fé-
lagsþjónustu.
Nauðsynlegt er að barnið sé skráð
hjá heimilistannlækni sem er með
samning við SÍ um barnatannlækn-
ingar. Þeir tannlæknar á Austurlandi
sem eru með slíkan samning eru:
» Berg Valdimar Sigurjónsson,
Egilsstöðum
» Edda Hrönn Sveinsdóttir,
Egilsstöðum
» Helgi Sigurðsson, Egilsstöðum
» Jón Hafliði Sigurjónsson,
Reyðarfirði
» Guðni Óskarsson, Eskifirði
» Pálmi Þór Stefánsson,
Neskaupstað
Nánari upplýsingar um þjónustuna
má fá á heimasíðu Sjúkratrygginga
Íslands http://www.sjukra.is
Óveður setur strik í reikninginn
Óveðrið sem gekk yfir landið í byrjun vikunn-
ar setti víða strik í reikninginn. Á Jökuldal
óttuðust bændur að missa fé í fönn og í Ör-
æfum brotnuðu rúður í bílum og ferðamenn
þurftu áfallahjálp. Víða þurfti að loka fjall-
vegum til að koma í veg fyrir að fólk legði
út í óvissu. Samkvæmt Austurfrétt var allt
gistirými á Djúpavogi uppurið því fólk komst
hvorki lönd né strönd.
Ófært var á þjóðvegi eitt yfir Öxi og Breið-
dalsheiði var þungfær. Hellisheiði eystri
varð ófær og á Vatnsskarði var snjóþekja.
Borgfirðingar gleðjast þó yfir því að nú hefur
Vegagerðin ákveðið að fjölga mokstursdög-
um úr fjórum í sex og verður Vatnsskarði
því haldið opnu alla daga vikunnar nema
laugardaga. Á Fjarðarheiði var ýmist þung-
fært eða hálka. Hvort heldur sem er hlýtur
hvít Fjarðarheiðin að hræða ferðamenn sem
koma með Norrænu en vetraráætlun ferj-
unnar hefur tekið gildi og kemur ferjan til
Seyðisfjarðar á þriðjudögum (nema veður
eða annað hamli) og fer aftur utan á mið-
vikudögum. Þungfært var til Mjóafjarðar
og má segja að vetur hafi snemma áhrif hjá
Mjófirðingum í ár. Hálkublettir voru á Fagra-
dal og Oddsskarði en þeir höfðu lítil áhrif á
umferðina enda þurfa margir að komast til
vinnu í álverinu og geta þá notað rúturnar ef
færðin reynist heimilis bílnum ofviða.
Á Suðausturlandi voru vegir grænir á
korti Vegagerðarinnar en þar leiddi sand-
og grjótfok til vandræða og eyðileggingar.
Um eitt hundrað bílaleigubílar urðu fyrir
skemmdum og er líklegt að leigutakar þurfi
sjálfir að bera kostnaðinn.
Það er víst við hæfi að náttúran láti að
sér kveða á Degi náttúrunnar og minni á að
hversu tæknivæddir sem mennirnir verða
verði þeir alltaf upp á náttúruna komnir. a
SviSSneSkir ferðamenn keðja
fjallatrukkinn sinn áður en þeir leggja í
Fjarðarheiðina.
Lifandi miðbær eða ekki
– þarna er efinn
Heyrst hefur að flytja eigi Upplýs-
ingamiðstöð Austurlands úr Níunni,
á horni Hringvegarins og Fagra-
dalsbrautar. Það væri stórkostlegur
missir því Upplýsingamiðstöðin er
frábærlega staðsett þar sem hún er
og hún ásamt Húsi handanna stuðla
svo sannarlega að lifandi miðbæ á
Egilsstöðum.
Hvað eiga Akureyri, Ísafjörður og
Garðabær sameiginlegt? Það er ef-
laust margt en svarið sem ég vil fá er
MIÐBÆR. Akureyri og Ísafjörður eru
gamlir menningarstaðir með gróinn
miðbæjarkjarna þar sem ýmsa versl-
un og þjónustu er að finna. Garðabær
var lengi vel dæmigerður svefnbær
þar sem fólk bjó og svaf en sótti allt
annað yfir í nágrannasveitarfélög-
in. Af einhverjum ástæðum sem ég
þekki ekki fór að myndast miðbær
í Garðabæ. Verslanir og alls konar
þjónusta, svo sem læknaþjónusta,
sálfræðingar, efnalaug og bóka-
safn, voru sett á sama stað. Bæjar-
skrifstofurnar voru einnig færðar
á svæðið og til að kóróna allt var
byggð kirkja þarna. Líklegt þykir
að í deiliskipulagi fyrir Garðabæ
hafi verið ákveðið að þétta miðbæ-
inn svo þar væri ákveðið flæði fólks,
með öðrum orðum að skapa lifandi
miðbæ.
Í síðasta blaðinu sem Stefanía G.
Kristinsdóttir ritstýrði gekk hún um
miðbæ Egilsstaða og skoðaði hvernig
unnið hefði verið að því að mynda
lifandi miðbæ á Egilsstöðum. Hún
gekk milli fyrirtækja og verslana á
einum af góðviðrisdögunum í sumar
og naut mannlífsins. Í sumar voru
margir ferðamenn á Egilsstöðum.
Þeir fóru langflestir í Upplýsinga-
miðstöðina, hvort sem þeir voru
Íslendingar eða útlendingar. Upp-
lýsingarmiðstöðin er einstaklega vel
staðsett á horni Hringvegarins og
Fagradalsbrautar. Flest þekkjum við
pirringinn sem grípur um sig þegar
hringsólað er um ókunna bæi í leit
að upplýsingamiðstöðinni. Slíkt á
ekki að geta gerst á Egilsstöðum því
það þarf einstaka lagni til að fara
framhjá Upplýsingamiðstöð Aust-
urlands eins og hún er staðsett í dag.
Í sama húsnæði og Upplýsingamið-
stöðin er Hús handanna rekið. Hús
handanna er verslun sem einbeitir
sér að austfirskri hönnun og hand-
verki. Það sér hver heilvita maður
að þetta er frábær samvinna. Upp-
lýsingamiðstöð sem dregur að sér
megin markhóp Húss handanna, þ.e.
ferðamenn.
Heyrst hefur að uppi séu hug-
myndir um að færa Upplýsingamið-
stöðina út að tjaldsvæðinu. Það er
fráleit hugmynd því í fyrsta lagi er
það miklu verri staðsetning og í öðru
lagi þurfa alls ekki allir ferðamenn
á tjaldsvæði að halda. Nú segja þeir
sem vilja færa Upplýsingamiðstöð-
ina að það sé einfaldasta mál í heimi
að setja upp skilti en þau leysa alls
ekki allan vanda. Mér er enn í fersku
minni hringsól mitt um Hvamms-
tanga í sumar og um Neskaupstað í
fyrrasumar. Á báðum stöðunum var
ég að reyna að fylgja skiltum í átt að
tjaldsvæði staðarins.
Allir sem hafa upplifað miðbæ
Egilsstaða í sumar eru sammála um
að Upplýsingamiðstöð Austurlands
ásamt Húsi handanna og öðrum
verslunum og veitingahúsum sem
þarna eru í næsta nágrenni eru það
næsta sem hægt er að komast lifandi
bæjarmiðju.
Leigusamningur á milli Íslands-
banka og Austurbrúar á húsnæði
Upplýsingamiðstöðvar og Húss
handanna rennur út um í lok
september og er húsnæðið í sölu-
ferli. Allt bendir til þess að Hús
handanna muni loka 1. október
næstkomandi. Í kjölfarið mun Hús
handanna leggja áherslu á að byggja
upp vefverslun, vinna að vöruþróun
og markaðssetningu á austfirskri
framleiðslu en þegar eru í gildi sölu-
samningar á Austfirska vörusafninu
til Rammagerðarinnar. Stefnt er að
því að halda úti vefverslun áfram
og þróa sölu og markaðsþjónustu
fyrir austfirskt listhandverk og
vöruhönnun.
Margir Austfirðingar telja lokun
Húss handanna stórslys en verslun-
in er mikið dásömuð af þeim sem
hana heimsækja og hróður hennar
hefur borist víða. Hús handanna
selur fyrir 70-80 aðila af Austurlandi
auk þess að selja þekkta íslenska
hönnunarvöru.
Stjórn Húss handanna hefur frá
áramótum unnið að endurskipulagn-
ingu rekstrarins samhliða því að
reyna að tryggja áframhaldandi
samstarf við Upplýsingamiðstöð
um leigu á húsnæðinu í Miðvangi
1-3 (Níunnil). Framtíðarsýn Húss
handanna var að vinna að hug-
myndum um að þróa öfluga sölu-
og kynningarmiðstöð í samstarfi
við Austurbrú, ferðaþjónustuaðila
og Fljótsdalshérað sem gengið hefur
undir nafninu Anddyri Austurlands
í Níunni. Stofnun Húss handanna
var upphaflega einn af þremur lyk-
ilþáttum í Þorpinu, þróunarverk-
efni sem stoðstofnanir á Austurlandi
hleyptu af stokkunum eftir hrun, og í
aðdraganda að stofnun Austurbrúar.
Rekstur verslunar Húss handanna er
svo miklu meira en venjuleg verslun
og í raun er Hús handanna „einskon-
ar safn“ eða safnverslun. Safnversl-
un sem gerir ferðamanninum kleift,
ekki einungis að fá upplýsingar um
ferðaþjónustu á svæðinu heldur upp-
lifa einnig sögu svæðisins í gegnum
listhandverk, myndlist, austfirskar
krásir og vöruhönnun af svæðinu.
Verslunin endurspeglar hvað Aust-
firðingar geta, kunna og gera sér til
ánægju og til að skapa sér atvinnu
á sviði skapandi greina. a