Austurland - 19.09.2013, Side 6

Austurland - 19.09.2013, Side 6
6 19. september 2013 Brammer Ísland ehf | Steinhella 17a | 221 Hafnarfjörður | Sími: 522 6262 | www.brammer.is Heimsþekkt vörumerki frá öllum helstu framleiðendum í iðnaðarvörum og þetta er aðeins brot af þeim merkjum sem við bjóðum upp á Legur og drifbúnaður Verkfæri og öryggisvörurLoft- og vökvakerfi Almennings- garður verður til á Seyðisfirði Þegar ný ferjuhöfn sem gæti tekið við nýju skipi Smyril-Line og öðrum stærri skipum var gerð á Seyðisfirði fyrir nokkrum árum var það gert með mikilli landfyllingu. Landið sem til varð er skilgreint á aðalskipulagi sem iðnaðarsvæði og hefur helst ver- ið horft til hafnsækinnar starfssemi þar. Hins vegar hefur engin eftir- spurn verið eftir lóðum og hefur svæðið til þessa verið óhrjálegt á að líta og ekki prýði að því í hjarta bæj- arins þar sem tugþúsundir erlendra ferðamanna fara um árlega. Klasi undir heitinu Aldamóta- bærinn Seyðisfjörður var settur á fót árið 2009 og var það að mati hans eitt mikilvægasta verkefnið á sviði umhverfis- og ferðamála í bænum að fegra þetta svæði auk þess sem rætt var um hvernig hægt væri að fá þá ferðamenn sem fara um höfnina til þess að staldra aðeins lengur við. Markaðstorg og almenningsgarð- ur kom þá sterklega til greina sem nokkurskonar „lokkari” fyrir ferða- menn. Var svæðið hannað með þetta í huga en ljóst er að þær hugmyndir sem þar komu fram yrðu of dýrar í framkvæmd. En fræi hafði verið sáð og fólk vildi nú sjá þetta svæði verða til ein- hvers. Fjögurra manna hópur kom fram með þá hugmynd að þarna skyldi vissulega búa til almennings- garð og markaðstorg en það skyldi gert fyrir frumkvæði og með vinnu Seyðfirðinga sjálfra. Hópurinn fékk síðan fleiri til liðs við sig og hinn svo- kallaði Hafnarhópur var stofnaður vorið 2012 en hugmyndafræðin að baki verkefninu er eftirfarandi: » Að svæðið sé nýtt í þágu íbúanna – þetta sé okkar garður » Að íbúarnir leggi sjálfir af mörkum það sem þeir geta, í formi vinnuframlags, efniviðar, þekkingar o.s.frv. » Að kostnaður við gerð garðsins sé í lágmarki og hugtökin sjálfbærni, endurnýting og samvinna verði höfð að leiðarljósi. Í garðinum má meðal annars finna markaðstorg, skúlptúrgarð, smíðavöll barna og grasagarð með íslenskum jurtum. Í byrjun árs fékkst veglegur styrkur frá Framkvæmda- sjóði ferðamanna til að vinna að upp- byggingu svæðisins og í samvinnu við Seyðisfjarðarkaupstað hefur mörgu verið áorkað á því rúma ári sem liðið er síðan verkefnið hófst. Laugardaginn 7. september síð- astliðinn var boðað til vinnudags í Hafnargarðinum eins og hann er kallaður, í annað skiptið þetta árið. Um þrjátíu manns mættu í blíðskap- arveðri þar sem hitinn steig eftir því sem leið á daginn og endaði í um 20 gráðum. Frábær stemning var meðal þeirra sem mættu og fólk var samhent og einhuga í að vinna þau verkefni sem lágu fyrir. Teknir voru niður smíðakofar sem krakkar höfðu byggt í sumar, plantað yfir 100 birkiplöntum, hver yfir 2 m að hæð, kurli dreift í göngustíga, byrjað að smíða húsgögn úr öspum sem felldar hafa verið í görðum á Seyðisfirði og ýmislegt fleira. Líklegast voru lagðar fram yfir 160 vinnustundir þennan dag sem er mánaðarvinna fyrir einn mann. Eins og oft áður segja myndir meira en mörg orð! Með kærri kveðju Aðalheiður Borgþórsdóttir, ferða- og menningarfulltrúi Eiðaskóli 130 ára Eiðavinir ætla að minnast þess með mikilli tónlistarveislu á Eiðum nú um helgina að 130 ár eru liðin frá því að Eiðaskóli var stofnaður. Skólinn var m.a. þekktur fyrir mikið tónlist- arlíf og fjölbreytt tónlistardagskrá verður alla helgina og ríður Bjartmar Guðlaugsson, íbúi á Eiðum, á vaðið á föstudagskvöldið á pöbbakvöldi í matsalnum og sér um tónlistina fram á nótt með dyggri aðstoð fyrr- um Eiðanema. Fleiri íbúar á Eiðum og nágrenni taka virkan þátt í tón- listardagskránni þessa helgi. Aðaltónleikadagurinn er á laugar- daginn en hátíðin verður formlega sett klukkan 12:00 á planinu fyrir utan matsalinn á Eiðum. Fljótlega upp úr því hefst mikil tónlistarveisla sem stendur langt fram á kvöld með smá hléum. Á sunnudagsmorgun klukkan 10 verður farið í sögugöngu um Eiða- stað með Helga Hallgrímssyni en klukkan 11.30 hefst hátíðardagskrá í salnum. Klukkur Eiðakirkju hringja til poppmessu klukkan 13 þar sem hinir landsþekktu Eiðanemar Esther Jökuls, Jónas Sig. og Magni koma fram. Hægt verður hægt að kaupa sig sérstaklega inn á þessa sunnu- dagstónleika. a frá vinnudeginum 7.9.13

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.