Austurland - 19.09.2013, Side 8

Austurland - 19.09.2013, Side 8
8 19. september 2013 Íþróttastarf og –aðstaða á Austurlandi Í síðasta tölublaði Austurlands fjallaði ég aðeins um grunnskóla á Austurlandi. Í þessu blaði mun ég skoða íþróttastarf sem börnum og öðrum býðst á Austurlandi. Á sumum stöðum hef ég náð í viðmæl- endur en á öðrum stöðum hef ég þurft að styðjast við heimasíður og annað tilfallandi til að afla upplýs- inga um íþróttastarf á viðkomandi stað. Þótt sam- antektin sé alls ekki tæmandi er ljóst að íþróttastarf á Austurlandi er með miklum blóma og margt í boði þannig að flestir, sem áhuga hafa á íþróttum, ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Mikið að gerast á Vopnafirði Magnús Már Þorvaldsson greindi frá stöðu mála á Vopnafirði en þar æfir bróðurpartur nemenda grunn- skólans, sem nú eru 99, knattspyrnu og/eða blak á vegum Ungmennafé- lagsins Einherja, en mörg kjósa að vera með í hvorri grein – að vetri. Að sumri heldur Einherji úti öflugu starfi ungmenna og meistaraflokks karla. Tekur félagið þátt í Íslands- mótinu í velflestum flokkum og þá í flokki 7 manna liða enda æði oft fámennt í flokkum. Leikfimikennsla er að sjálfsögðu snar þáttur í kennslu grunnskólans. Hestamannafélagið Glófaxi býð- ur upp á námskeið að sumri en þó hópurinn sé ekki stór sem að fé- laginu stendur eru góðir hlutir að gerast meðal hestamanna. Björg- unarsveitin heldur úti ungmenna- starfi og eru ungmennin áhugasöm og kirkjustarfið, barna- og ung- menna, er það öflugt að það vekur athygli á landsvísu. Íþróttahúsið er mikið notað, tímar í sal allan daginn; fyrst skólinn, svo Einherji með knattspyrnu og blak og síðan útleiga, t. a. m. badminton karla og kvenna. Líkamsræktin nýt- ur æ meiri vinsælda og var Magnús Már einn af þeim sem gerðu hana að veruleika. Íþróttahúsið þjónar enn um sinn sem búningsaðstaða knattspyrnufólks en Einherjar hafa með tilstyrk sveitarfélagsins, Mannvirkjasjóðs KSÍ og nokkurra fyrirtækja á staðnum byggt nýjan knattspyrnuvöll og ljóst að innan tíð- ar verður byggt og/eða keypt hús sem mun þjóna sem íþróttavallarhús með sturtuaðstöðu. Núverandi keppnis- völlur verður þá aðalæfingasvæði og varavöllur. Selárlaug er sundlaug sveitarfé- lagsins í 11 km. fjarlægð frá þétt- býlinu. Nú er verið að vinna mikla vinnu við laugina og byggja yfir nýj- an tækjakost sem þjónar klórblöndu vegna krafna frá HAUST. Sumir Vopnfirðingar hefðu frekar viljað byggja upp nýja laug við íþrótta- húsið, svo sem áætlað var á sínum tíma og húsið gerir ráð fyrir mið- að við hönnun þess, og nýta spilli- varma vinnslustöðva HB Granda til kyndingar á lauginni. Selárlaug hefði þá getað verið eins og hún var. Golfvöllurinn er 9 holu völl- ur, þykir spennandi lögunar sinn- ar vegna. Byggt hefur verið nýtt vallarhús, þ. e. hús sem klúbbur- inn fékk að gjöf frá HB Granda og endurgert með tilliti til sinna þarfa. Það er stækkandi hópur sem stundar golf á Vopnafirði. HB Grandi hf. hefur um 2ja ára skeið boðið öllum íbúum frítt í íþróttahúsið, þ. e. í ræktina, en sveitarfélagið leggur Einherja, golf- klúbbnum og Glófaxa til fjármuni samkvæmt samningi við félögin og þó æfingagjöld séu innheimt af Einherja eru þau langtum lægri en víðast hvar á Íslandi. allt sprungið á fljóts- dalshéraði Á Fljótsdalshéraði sér íþróttafé- lagið Höttur aðallega um skipulegt íþróttastarf. Á heimasíðu Hattar kemur fram að íþróttafélagið Höttur hafi verið stofnað árið 1974 á Eg- ilsstöðum. Félagið var stofnað eftir sameiningu Knattspyrnufélagsins Spyrnis og Ungmennafélagsins Hatt- ar. Sigurjón Bjarnason var fyrsti for- maður hins sameinaða félags. Ung- mennafélagið Höttur var aftur á móti stofnað 1952 og var fyrsti formaður þess Ingimar Sveinsson. Í dag er hægt að æfa badminton, blak, fimleika, frjálsar, handbolta, körfubolta, sund og taekwondo hjá Hetti. Fimleikadeildin er fjölmenn- asta deildin en óhætt er að segja að mikill uppgangur sé í íþróttastarfi Hattar. Ungmennafélagið Þristur stendur fyrir íþróttastarfsemi í Fljótsdal, á Völlunum og í Skriðdal. Þristarfé- lagar nota oft íþróttahúsið á Hall- ormsstað fyrir starfsemi sína auk þess sem óformlegir Þristarleik- ar eru haldnir á Fljótsdalsdegi á Skriðuklaustri ár hvert. Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum er með 1200 fermetra íþróttasal sem er hægt að skipta niður í þrjár ein- ingar. Á efri hæð hússins er líkams- ræktaraðstaða með góðum tækjum og í kjallara hússins er lítill salur þar sem boðið er upp á ýmis konar leik- fimi. Íþróttakennsla Egilsstaðaskóla fer fram í Íþróttamiðstöðinni. Einnig hefur Menntaskólinn á Egilsstöðum aðgang að húsinu til íþróttakennslu og þjálfunar. Aðrir aðalnotendur eru Íþróttafélagið Höttur og Íþróttafélag Menntaskólans. Fjölnotahúsið í Fellabæ var tek- ið í notkun í lok árs 2004. Íþrótta- salurinn er 323 fermetrar að stærð. Hann er fyrst og fremst notaður til íþróttakennslu fyrir grunnskóla og leikskóla fyrri hluta dags, en síðdegis og á kvöldin er hann leigður út til einstaklinga og íþróttafélaganna. Það er skemmst frá því að segja að hið blómlega íþróttastarf hefur sprengt húsnæðið utan af sér og getur það verið erfitt að raða saman stundatöflu svo allir séu sáttir. Auk þess verða árekstrar sem leiða til þess að börn geta ekki lagt stund á allar þær íþróttir sem þau hafa áhuga á. Íþróttahúsið á Hallormsstað er í eigu Hallormsstaðaskóla, enda er það samkomusalur skólans og al- menn kennslustofa. Íþróttasalurinn sjálfur er um 200 fermetrar að stærð. Íþróttakennsla við Hallormsstaða- skóla fer fram í húsinu og einnig nýtist það vel til tómstundastarfs fyrir nemendur. Í íþróttasalnum er ágæt ráðstefnuaðstaða með hljóð- kerfi, skjávarpa, föstu sýningartjaldi og þráðlausu netsambandi. Hall- ormsstaðaskóli notar húsið að mestu en einhverjir tímar eru leigðir út til einkanota. Íþróttahúsið er nokkuð vel tækjum búið til íþróttaiðkunar og við það er kennslusundlaug sem notuð er til skólasunds vor og haust. Í Brúarási er einnig íþróttahús. Það er byggt við Brúarásskóla og er um 400 fermetrar að stærð. Húsið er aðallega notað til íþróttakennslu við Brúarásskóla og nýtist jafnframt vel til íþrótta- og tómstundastarfs með nemendum skólans. Þó að skólinn noti húsið mestmegnis eru þó alltaf einhverjir tímar leigðir út til einka- nota. Samkomur eru líka haldn- ar í salnum og má þar t.d. nefna þorrablót sveitarinnar. Á Egilsstöðum er Vilhjálmsvöllur, góður og fjölnota frjálsíþróttavöllur með sex hlaupabrautum með gervi- efni sem er einnig á stökksvæðum. Innan brautar er knattspyrnuvöllur með grasi. Hjá Vilhjálmsvelli stendur Hettan sem í senn er áhaldageymsla og félagsaðstaða Hattar. Þar eru skátar einnig með sína félagsaðstöðu. Í kjallara hússins er búningsaðstaða og sturtur. Völlurinn er nefndur í höfuðið á einum mesta íþróttagarpi Fljótsdalshéraðs, Vilhjálmi Einars- syni sem var fyrstur Íslendinga til að hljóta verðlaun á Ólympíuleik- um. Vilhjálmur hlaut silfurverðlaun í þrístökki og til gamans má geta þess að silfurstökk Vilhjálms er málað í tartanbrautina þar sem þrístökk fer fram á vellinum. Fellavöllur var formlega tekinn í notkun í desember 2007. Hann er Fifa keppnisvöllur í fullri stærð og uppfyllir öll skilyrði keppnisvallar að undanskildum áhorfendastúkum. Völlurinn er flóðlýstur og upphitaður með búningsaðstöðu. Fellavöllur er aðal æfingasvæði Knattspyrnudeild- ar Hattar. Börn á Fljótsdalshéraði hafa einnig getað spilað golf á sumr- in á golfvellinum Ekkjufelli og í Reiðhöllinni á Iðavöllum hefur verið boðið upp á reiðnámskeið þar sem börnin þurfa ekki að koma með eigin hesta. Á veturna er einnig hægt að æfa skíði og fer skíðakennsla og – þjálfun fram í Stafdal. Öldungurinn huginn stuðl- ar að hraustri æsku Á Seyðisfirði heldur Íþróttafélagið Huginn utan um íþróttastarfið og var félagið stofnað árið 1913. Það fagnar því 100 ára afmæli á þessu ári. Innan félagsins hafa margar íþróttagreinar verið iðkaðar í gegnum tíðina, svo sem knattspyrna, handbolti, skíði, sund, blak, badminton og frjálsar íþróttir. Starfið hefur verið hvað öfl- ugast undanfarin ár í knattspyrnu, auk þess sem skíðaiðkun hefur átt stóran sess, enda er skíðasvæðið í Stafdal örstutt frá Seyðisfirði. Að auki hefur blak sótt í sig veðrið á Seyðisfirði og hefur félagið sent lið til keppni á Öldungamóti í blaki bæði í karla- og kvennaflokki um árabil. Eins og staðan er núna á Seyðis- firði þá eru þeir sem skipuleggja íþróttastarfið að bíða eftir niður- stöðum úr könnun sem lögð var fyrir í grunnskólanum. Til boða stendur þjálfun í handbolta, badminton, blaki og sundi. Flest af þessu, ef ekki allt, verður í boði fyrir aldurinn 1.-10. bekk. Vel gæti þó verið að ekki yrðu allar greinar í boði nú á haustönn. Það fer eftir niðurstöðum könnunar- innar, sem lögð var fyrir með það markmið að kanna áhuga barna og unglinga á þessum íþróttum. Undan- farinn einn og hálfan vetur hefur verið boðið upp á handboltaþjálfun, svo ljóst er að úrvalið eykst hratt þar sem 3 greinar bætast etv. við nú í haust. Þetta stendur þó allt og fellur með þjálfurum (og auðvitað áhuga barnanna), þ.e. hvernig fólk (með hvaða hæfileika) fæst til þjálfunar hverju sinni. Aðstaða til íþróttaiðkunar á Seyðisfirði er mjög góð. Seyð- firðingar búa að afar góðu íþrótta- húsi, þar sem allar íþróttagreinar eru kenndar. Íþróttamiðstöð Seyðis- fjarðar var formlega tekin í notkun 1. febrúar 1999. Í stöðinni er löglegur handboltavöllur, 5 badmintonvellir, 2 körfuboltavellir og 5 bocciavellir. Einnig er fullkominn tækjasalur til líkamsræktar, gufa og heitur pottur. Sundið fer fram í Sundhöll Seyðis- fjarðar. Sundhöllin, sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsasmíða- meistara ríkisins, var byggð árið 1948. Sundlaugin er innilaug 12,5 x 7 m, lítil en vinaleg, með tveimur heitum pottum (inni) og gufubaði. Hægt er að ganga út í garð og þar eru bekkir og stólar til að sóla sig í. Öflugt félagslíf í fjarðabyggð Í Fjarðabyggð er mjög öflugt íþrótta- starf og þar er frábær aðstaða til íþróttaiðkunar: 5 íþróttahús, 5 sund- laugar, knattspyrnuhöll, skíðasvæði og svo mætti lengi telja. Guðmund- ur Halldórsson er íþrótta- og tóm- stundafulltrúi Fjarðabyggðar. Á Norðfirði er það Íþróttafélagið Þróttur, stofnað 1923, sem stendur að miklu leyti fyrir íþróttastarfseminni. Í sumar var meðal annars boðið upp á leikjanámskeið fyrir börn fædd 2003-2008, sundæfingar fyrir börn fædd 2003-2008, knattspyrnu, blak fyrir börn fædd 1997-2001 og frjáls- ar íþróttir fyrir börn á öllum aldri. Samkvæmt heimasíðu Þróttar er þar knattspyrnudeild, blakdeild og skíðadeild. Þar kemur fram að taekwondo deild Þróttar hafi verið stofnuð í vor. Í sumar fagnaði Þróttur 90 ára afmæli íþróttafélagsins en Þróttur í Neskaupstað hefur náð bestum keppnisárangri í blaki kvenna og er nú bæði Íslands- og deildarbik- armeistarar. Í tilefni af 90 ára af- mælinu gaf SÚN Þrótti 9 milljónir króna með ósk um að féð nýttist til að greiða niður æfingagjöld og mikinn ferðakostnað yngri flokka en ferðakostnaður er ávallt meiri hjá íþróttafélögum úti á landi heldur en hjá íþróttafélögum á höfuðborgar- svæðinu. Golfklúbbur Norðfjarðar bauð í sumar upp á ókeypis golfæfingar fyrir börn yngri en 16 ára, Hesta- mannafélagið Blær stóð fyrir æsku- lýðsdögum á Kirkjubólseyrum þar sem öll börn yngri en 18 ára sem gátu útvegað sér reiðskjóta voru velkomin. Þá var Kajakklúbburinn Kaj einnig með námskeið. Íþróttahúsið í Neskaupstað er al- hliða íþróttahús í fullri stærð sem þjónar skóla, æfingum íþróttafélags- ins Þróttar sem og almenningi auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. Bað- og búningsklefar eru nýttir vegna æfinga og keppni á knattspyrnuvelli. Knattspyrnu- völlurinn stendur við íþróttahúsið og er lagður gervigrasi. Sundlaug Neskaupstaðar er 25 metra útilaug með tveimur heitum pottum, vað- laug, sánabaði og tveimur stórum rennibrautum auk þess sem rekin er líkamsrækt í kjallara. Laugin er nýlega endurbyggð. Á Eskifirði er það Ungmenna- félagið Austri sem heldur að miklu leyti utan um íþróttastarfsemina. Hjá Austra er meðal annars knattspyrnu- deild, sunddeild og skíðadeild. Á Eskifirði er glæsileg útilaug með heitum pottum og gufubaði. Einnig er þar barnavaðlaug og rennibrautir. Sundlaugin var tekin í notkun árið 2006. Laugin er 25 m. útilaug með tveimur pottum, vaðlaug, sánabaði og þremur rennibrautum auk þess sem líkamsræktaraðstaða er í hús- inu. Knattspyrnuvöllur á Eskifirði stendur við sundlaugina en bún- ingsaðstaða fyrir völlinn er í sund- lauginni. Íþróttahúsið á Eskifirði er lítill salur sem þjónar grunnskólan- um, æfingum íþróttafélagsins Austra og almenningi auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. Íþróttahúsið stendur við Grunnskóla Eskifjarðar við Strandgötu Í Fjarðabyggð er starfsrækt Skot- íþróttafélagið Dreki og er það með inniaðstöðu í kjallara íþróttahússins á Eskifirði auk skeetvallar og riffil- brautar í norður hlíðum Eskifjarðar. Á Reyðarfirði er það Ungmennafé- lagið Valur, stofnað 1936, sem heldur utan um íþróttastarfsemina. Hjá Val er lögð stund á knattspyrnu og nýt- ur félagið Fjarðabyggðarhallarinnar, sérstaklega á veturna. Einnig verður boðið upp á körfubolta, badminton og glímu en Reyðfirðingar hafa löng- um verið frægir fyrir góðan árangur í glímu og er mikil hefð fyrir iðkun hennar á Reyðarfirði. Einnig verður boðið upp á skíðaæfingar í samstarfi við Skíðafélag Fjarðabyggðar. Eitt gjald er greitt ársþriðjungslega fyrir allar íþróttir hjá Ungmennafélaginu Val. Veittur er 50% systkinaafsláttur fyrir annað barn og 75% afsláttur fyrir þriðja barn. Hjá Golfklúbbi Fjarðabyggðar gátu börn undir 16 ára aldri æft sér að kostnaðarlausu í sumar og Vélíþróttafélag Fjarðabyggðar er hluti af hinu öfluga íþróttastarfi í Fjarðabyggð. Félagið er með tvær motorcrossbrautir, aðra fyrir byrj- endur og hina fyrir lengra komna. Íþróttahúsið á Reyðarfirði er lít- ill salur sem þjónar skóla, æfingum íþróttafélagsins Vals og almenningi auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. Á vorin er gólf íþróttahússins tekið af en undir því er innilaug sem er notuð til sund- kennslu. Íþróttastarf hefst því ekki á Reyðarfirði fyrr en í október þegar gólfið er aftur sett yfir sundlaugina. Íþróttahúsið stendur við Grunnskóla Reyðarfjarðar. Sambyggt íþrótta- húsinu er ágæt líkamsræktarstöð. Bað- og búningsklefar eru nýttir fyrir líkamsræktarstöð og æfingar og keppnir í Fjarðabyggðarhöllinni. Fjarðabyggðarhöllin er yfirbyggt fjölnota hús með knattspyrnuvelli í fullri stærð. Á Fáskrúðsfirði heldur Ungmenna- félagið Leiknir, stofnað 1940, utan um íþróttalífið. Í sumar var boðið upp á

x

Austurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.