Austurland - 19.09.2013, Qupperneq 9

Austurland - 19.09.2013, Qupperneq 9
919. september 2013 knattspyrnu fyrir alla flokka, íþrótta- skóla fyrir börn á aldrinum 6 – 10 ára, sundæfingar fyrir börn frá 7 ára aldri og frjálsar íþróttir fyrir börn 11 ára og eldri. Á Fáskrúðsfirði er alhliða íþróttahús í fullri stærð sem þjónar sem skólamannvirki, til æfinga fyrir íþróttafélagið Leikni og fyrir almenn- ing auk þess sem húsið er nýtt fyrir mótahald og keppnir. Knattspyrnu- völlur stendur við hlið íþróttahúsins. Bað- og búningsklefar íþróttahússins eru nýttir fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnuvellinum. Líkamsræktar- stöð er í íþróttahúsinu. Sundlaugin á Fáskrúðsfirði er lítil innilaug með heitum potti utandyra. Á Stöðvarfirði sér Ungmennafé- lagið Súlan, stofnað 1928, utan um íþróttastarf fyrir börn. Íþróttahúsið á Stöðvarfirði er alhliða íþróttahús sem þjónar sem skólamannvirki, til æfinga og fyrir almenning. Þá er húsið nýtt fyrir mótahald og keppnir. Líkamsræktaraðstaða er í íþrótta- húsinu. Bað- og búningsaðstaða eru nýtt fyrir æfingar og keppnir á knattspyrnuvellinum sem stendur utar í bænum. Sundlaug Stöðvar- fjarðar er lítil útilaug með heitum potti. Sundlaugin er opin á sumrin. Bæði íþróttahúsið og sundlaugin eru við grunnskólann. Á heimasíðu Fjarðabyggðar, www. fjardabyggd.is, kemur fram að Odds- skarð eða Austfirsku alparnir, eins og skíðasvæðið milli Eskifjarðar og Norðfjarðar er oft nefnt, sé eitt skemmtilegasta skíðasvæði landsins. Í fjallinu er toglyfta í 513 metra hæð og þegar upp á topp er komið, í 840 metra hæð yfir sjávarmáli, blasir við ægifagurt útsýni yfir Reyðarfjörð. Á skíðasvæðinu eru tvær toglyftur og barnalyfta, góð aðstaða fyrir bretta- fólk og skíðaskáli með veitingaaðstöðu. rúMlega 90% barna og unglinga æfa íþróttir Á Djúpavogi er Sveinn Þórður Þórðarson íþrótta- og æskulýðs- fulltrúi og hóf hann störf um miðj- an ágúst. Íþrótta og æskulýðsfull- trúastaðan er ný á Djúpavogi og með henni er ætlunin að bæta starf barna og unglinga hvort sem er hjá Ungmennafélaginu Neista, sem var stofnað 1919, eða æskulýðsstarf í skólanum. Hluti af starfi Sveins er að sjá um alla þjálfun í plássinu. Starfið hjá Neista er fyrir börn og unglinga á aldrinum 5 ára (elsta árið í leikskóla) til 16 ára (10. bekk) og er þeim boðið að æfa fótbolta, frjálsar og sund. Sveinn er stoltur af því að segja að um 92% barna og unglinga á svæðinu æfi einhvað hjá Neista. Starfið fór af stað þann 3. september síðastliðinn og er því komið á fullt. Á Djúpavogi er aðstaða til íþróttaiðkunar góð og nýtir Neisti hana eins mikið og hægt er. Á vet- urna eru Neistakrakkarnir í tímum í Íþróttamiðstöðinni þar sem þau æfa fótbolta, frjálsar og prófa fleiri íþróttagreinar. Í íþróttamiðstöðinni er lyftingarsalur með lóðum, hlaupa- brettum og öðrum tækjum til líkams- ræktar sem íbúar geta nýtt sér einnig er gufubað og ljósabekkur. Einnig geta íbúar keypt sér tíma í íþróttasalnum til að stunda íþróttir eða aðra hreyfingu og eru íbúar hér nokkuð duglegir að gera það. Inni- sundlaug er í Íþróttamiðstöðinni þar sem sund er æft af kappi. Fyrir aftan Íþróttamiðstöðina er sparkvöllur þar sem hægt er að taka fótboltaæfingar þegar veðrið er gott. Á sumrin er æft á Íþróttasvæðinu í Blánni en þar er góður fótboltavöll- ur, kúluvarpshringur og langstökks- gryfja. Þar æfa krakkarnir frjálsar íþróttir og fótbolta. Áhorfendasvæð- ið er í brekkunni við völlinn en á vet- urna þegar snjóar er Neistabrekkan vinsæl til að renna sér á snjóþotum, sleðum, skíðum eða á snjóbretti. fullkoMin aðstaða í hornafirði Unglingalandsmót UMFÍ fór fram á Höfn í Hornafirði í sumar en á Höfn var Ungmennafélagið Sindri stofn- að af um 15 ungmennum árið 1934. Tóku félagsmenn upp á ýmsu og var þetta aðalfélagsskapur yngra fólks í þorpinu frá stofnun og framundir 1965. Fólk lagði vinnu í gerð íþrótta- vallar var völlurinn notaður meira og minna framundir 1970. Um 1965 tóku ungir menn við félaginu og eftir það er félagið nær eingöngu íþrótta- félag. Knattspyrna var eiginlega eina greinin sem stunduð var framan af a.m.k. með keppni í huga en núna er reynt að bjóða upp á eins fjölbreytt íþróttalíf og hægt er. Mestu ræður um framboðið hvernig gengur að fá leiðbeinendur til starfa, og er það upp og ofan. Samkvæmt heima- síðu Sindra eru deildir félagsins knattspyrna, körfubolti, fimleikar, sund, frjálsar íþróttir, blak, skíði, kraftlyftingar og badminton. Nú í september hefur Íformi einnig æfingar á Höfn og eru þar æfðar frjálsar, brennibolti, fótbolti karla, strandblak kvenna og karla og hnit. Bridgespilamenn og golfar- ar eiga að sjá um sig sjálfir og vera duglegir að æfa. Á Höfn var ný og glæsileg úti- sundlaug tekin í notkun í apríl 2009. Þar er að finna góða 25 x 8,5 m. sund- laug, vaðlaug fyrir börn, tvo heita potta (annar þeirra er nuddpottur), gufubað og þrjár mismunandi renni- brautir. Íþróttahúsið Höfn er með íþrótta- sal sem er um 600 fermetrar. Íþrótta- húsið er sambyggt Grunnskóla Hornafjarðar (Heppuskóla) og þar fer Íþróttakennsla grunnskólans fram. Einnig hefur Ungmennafé- lagið Sindri afnot af húsinu utan skólatíma fyrir sitt íþróttastarf. Auk hefðbundinnar íþróttastarf- semi gegnir íþróttahúsið mikilvægu hlutverki sem fjölnotahús, þar eru haldnir tónleikar, ráðstefnur og aðr- ar stórar samkomur. Íþróttahúsið í Mánagarði í Nesj- um er 7 km vestan við Höfn. Íþrótta- salurinn sjálfur er um 300 fermetrar og lagður parketi. Ungmennafélag- ið Máni í Nesjum og Sindri á Höfn nýta húsið fyrir íþróttaæfingar og dans. Í íþróttasalnum eru haldn- ar stærri samkomur s.s. þorrablót, landsfundir og ráðstefnur. Íþrótta- húsið er sambyggt félagsheimilinu Mánagarði sem byggt var 1952 og er hægt að nýta sal félagsheimilis- ins með íþróttsalnum. Í Mánagarði eru sviðslistir til húsa ásamt því að ýmsar minni samkomur eru haldn- ar þar. Hægt er að fá Mánagarð leigðan fyrir stærri samkomur s.s. ættarmót, ef sótt er um með góðum fyrirvara. Sindravellir eru íþróttasvæði við hlið íþróttahússins á Höfn. Á Sindravöllum er góður og vel búinn knattspyrnu- og frjálsíþróttavöll- ur. Þar er einnig æfingasvæði fyrir knattspyrnu. Tartan er á hlaupa- og stökkbrautum. Sindravellir voru endurbyggðir fyrir unglinga- landsmótið 2007 sem haldið var á Hornafirði. Mánavöllur stendur við Mána- garð. Þar er góður knattspyrnu- völlur og frjálsíþróttaaðstaða með malarhlaupabrautum. breiðdalshreppur og borgarfjÖrður eystri Ungmennafélagið Hrafnkell Freys- goði, stofnað 1937, er á Breiðdalsvík en um þessar mundir er ekki mikil starfsemi hjá félaginu. Í Breiðdals- hreppi er íþróttamiðstöð með tækja- sal og lítil og skemmtileg sundlaug. Ungmennafélag Borgarfjarðar var stofnað 1917 á Borgarfirði eystri. Starfsemi þess er meiri á sumrin en á veturna. Á Borgarfirði er yfirbyggð- ur sparkvöllur sem nýttur er til ým- issa boltaleikja og fyrir badminton. Engin sundlaug er á Borgarfirði og sækja grunnskólabörn sundkennslu upp í Egilsstaði áður en skólahald hefst á haustin. Eins og sagði í upphafi þá er upptalningin á íþróttalífi á Austur- landi engan veginn tæmandi heldur er einungis ætlunin að sýna fram á hið mikla úrval sem í boði er og hve góð íþróttamannvirki er að finna á mörgum stöðum á Austurlandi. Eins og fram kemur hér að ofan eru íþróttahúsin oft notuð undir annað en íþróttastarfsemi svo sem fundi og mannfagnaði enda sjálfsagt til að nýta húsnæðið á staðnum sem best, sérstaklega eftir að stærri samkomur uxu upp úr samkomuhúsum sveitar- félaganna. Nú er um að gera fyrir Austfirðinga að kíkja inn í næsta íþróttahús og athuga hvað er í boði. Það finnst örugglega eitthvað við flestra hæfi. Upplýsingar í greininni eru fengnar frá viðmælendum ritstjóra, af heimasíðum sveitarfélaganna, íþróttafélaganna og af heimasíðu UÍA. a Sundlaug Hornafjarðar Sundlaugin á norðfirði SundHöll SeyðiSfjarðar ÍþróttamiðStöðin á egilSStöðum frjálSar á vilHjálmSvelli á Egilsstöðum

x

Austurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurland
https://timarit.is/publication/1094

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.