Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 10
Benjamín lendir undir oki Nebúkadnezars Babýloníukonungs 603 F. KR. Island (Benjamín) leyst undan oki annarra þjóða ÁRIÐ 1918 Undirokun \ og . \ hnignun \ ~\ SPÁDÓMSTtMINN „SJÖ TÍÐIR'' — 2520 ÁR —, þá er Benjamin er undirorpinn kúgun annarra þjóða \ LAUSN \ OG \ VIÐREISN \ ÍSLANDS yBENJAMÍNS) 580 F. (11 ' KR. ÁRIÐ 1941 Alger undirokun og herleiðing Benjamíns til Babýlonar Myndin er úr bók, sem gefin var út árið 1938. (Framtíð) reisnarsögu íslands, og svara nákvæmlega til gagnstæðunnar við hið fyrra hnignunartíma- bil Bcnjamínsættkvíslarinnar. Skýringarmynchn sýnir þetta vel. Það má auðvitað segja, að slíkt sem þetta séu tilviljanir, og menn geta svo sofið áfrarn án þess að reyna að átta sig nokkuð á því, sem fyrir augu og eyru ber. En þeir, sem í raun og sannleika mundu vilja teljast vís- indamenn eða sannleiks-leitendur, mundu líta á þetta sem mjög svo athyglisverða bend- ingu um að vel gæti verið, að hér væri verið á réttri leið til að skilja þýðingarmikla hluti. En það er nú víst engin hætta á því, að þeir menn, sem kalla sjálfa sig vísindamenn og sannleiks-lcitendur og fólki er talin trú um í skólurn og dagblöðum að séu það, að þeir átti sig á svona augljósri vísbendingu, og tjáir ekki um það að fást. Þeir segja nú eins og fvrr: „Getur nokkuð gott kornið frá Nazaret?“ og láta þar við sitja. Menn mega líka þakka fyrir rneðan slíkir menn fara ekki opinberlega að fjandskapast við tilraunir al- þýðu manna í leit hennar að sannleikanum, bæði á þessu sviði og öðrurn. III. Hverjum þeim, sem revnir að athuga þessi málefni hlutdrægnis- og fordómalaust, má nú vera ljóst orðið, að allir þeir spádómar og útreikningar, sem Rutherford hafði birt í sambandi við árið 1941 og vörðuðu ísland sérstaklega, hafa reynzt réttir. Er því fróð- legt að sjá, hvað hann hefir um árið 1948 að segja og tek ég því hér lauslega þýddan kaflann um árin 1941—1948 úr ritgerð hans: „Hin sérstaka köllun íslands.“ Þar segir svo: Þótt „shekina“-ljós (þ. e. ljós Guðs dýrðar) hinna fyrri tíma væri í landi Benjamíns, var það til blessunar og uppfræðslu öllum ísrael. Ártalið, sem markast þar sem skrinið (í kon- ungssalnum) byrjar, — en skrínið samsvarar sáttmálsörkinni með „shekina“-ljósinu. — er 1941, svo að eftir þann tíma mun Benjamín (þ. e. ísland) sjálfur verða orðinn það upp- 4 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.