Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 15

Dagrenning - 01.02.1948, Blaðsíða 15
fjalli, og síðasta opinberunin, sem Biblían segir frá, — en dýrðlegasta kóróna allra opin- berana, — var gefin Jóhannesi postula á evnni Patmos. Það er þess vegna ekkert undarlegt við það, að sú þjóð, sem Guð liefir sérstaklega ætlað það hlutverk að verða boðberi sannleiks hans á vorum dögum, skuli búa á afskekktri fjallaey — íslandi.“ IV. Þegar þessi kafli, sem tekinn hefir verið upp úr bók 'Rutherfords, var skrifaður og prentaður, var árið 1941 enn ókornið. Hann sagði þá einnig fyrir hinn mikla ófrið, sem korna mundi, og að Guð mundi sýna það, svo að ekki yrði urn villst, að hann mundi vernda íslenzku þjóðina svo dásamlega í því mikla örlagaéli, að bæði hún sjálf og aðrir mundu sjá það og skilja. Einnig þetta hefir reynzt rétt og rniklu réttara en nokkur þorði að vona í fyrstu. En sarnt er ennþá sem augu flestra Is- lendinga séu lokuð fyrir þessurn furðulegu og dásamlegu staðreyndum. En við skulúm lifa í voninni um að brátt skilji þjóðin hina miklu köllun sína. Eins og að frarnan segir, virðist það svo sem sérhvert nýtt spádómstímabil byrji með sérstökum undirbúningstíma. Þegar urn mjög löng tímabil er að ræða getur þessi tími verið alllangur, ef á mannlegan rnæli- kvarða er mælt, allt að 24 árum, en oft er hann styttri, t. d. 7 ár. Af því, sem að framan er sagt, er það augljóst, að undirbúningstími íslendinga til þess að taka við hinu nýja hlutverki sínu eru „sjö dagar“, þ. e. sjö ár, — árin frá 1941 til 1948. Lítum nú á þetta tímabil, sem hófst 17. maí 1941, er Alþingi samþykkti að kjósa ríkisstjórann og fela honum það vald, sem konungur áður hafði. Sjálf ríkisstjórakjörið fór fram mánuði síðar eða 17. júní 1941. Á þessu tímabili, 1941—1948, eru þrír at- burðir, sem ber hæst í sögu íslands. Það er lýðveldisstofnunin 1944, flugvallarsamning- urinn við Bandaríkin og innganga íslands í Sameinuðu þjóðirnar árið 1946. Sá atburður var viðurkenning alheims á sjálfstæði íslands og hlutgengi þess í hópi annarra þjóða. Svo að kalla á hverju ári síðan hafa íslendingar tekið þátt í alþjóða samstarfi í mörgum greinum og jafnan verið taldir hlutgengir. Það hefir því sýnt sig, að enn reyndist sú tilgáta hins ágæta íslandsvinar, Adams Ruth- erfords, rétt, að þessi ár mundu verða merki- legur undirbúningstími fyrir íslenzku þjóð- ina. Og nú er loka-ár þessarar „spádómsviku“ upp runnið. Þetta merkisár byrjar með aUsherjai eigna- könnun allra landsins bama og með því að skipt er um alla peninga, sem í umferð hafa verið á íslandi um tugi ára. Ymsum kann nú að sýnast svo sem þetta sé lítilsvert, en það er langt frá því að svo sé. Hvdrs vegna er verið að framkvæma eignakönnun hér á landi? Það er til þess að reyna að stöðva þjóðina á þeirri óheilla- braut, sem hún var komin á í fjármála- pólitík sinni. Eignauppgjörið átti að fara fram fyrr, eða til þess var ætlast upphaflega. En hér reyndist það eins og svo oft áður, að „hvað liefir sinn tíma“. Hið mikla um- skiptaár í sögu Islands átti að hefjast með þessum merkilega atburði. Eignauppgjörið á að gera oss kleift að koma á réttan grund- völl fjárhagslífi einstaklinganna í þjóðfélag- inu. Annað mjög athyglisvert atriði í byrjun þessa árs er hin stórkostlega síldveiði í Hval- firði. Hún hófst að vísu fyrir áramótin, en aflinn kernur oss sérstaklega að notum á árinu 1948. Þriðji atburðurinn er sú vijðingarverða til- raun ríkisstjórnar og Alþingis að snúa við á dýrtíðar- og sóunarbrautinni, sem gengin DAGRENN I NG 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.