Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 5

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 5
JÓNAS G UÐMUNDSSON: S p á d ó m s d a g u r í n n 17. maí 1948. i. Ú BÓK, sem ég hefi elzta í fórum mín- um og fjallar skilmerkilega um dagsetn- inguna 16.—17. maí 1948, er bókin „The Domination of Babylon: Literal ancí Sym- bolic“, eftir David Davidson. í V. kafla þeirrar bókar, sem þar er sagt að birtur hafi verið í fyrsta sinn í júlílok 1947, nefnist ein undirfyrirsögnin: The dat- ings of thc „open tomb“, eða Dagsetningar hinmi „opnu grafar“, eins og hún mætti heita á íslenzku. Þeim kafla fylgir greinileg mynd, er sýnir allar helztu dagsetningar í Konungssal Pýra- midans mikla og þrengingagöngunum, sem að honum liggja, og er sú rnvnd birt liér á næstu síðu. Kaflinn, sem fjallar um dagsetningar „hinnar opnu grafar", er þannig í lauslegri íslenzkri þýðingu: „Nú cr þvermál árs-hringsins 116.2603 pvramidaþumlungar, en vídd Konungssalar- ins er 206.0660 pýramidaþumlungar. Mis- munurinn á þessurn vegalengdum verður þannig 89.8057 pýramidaþumlungar, en það er nákvæmlega lengd vtri hliðarinnar á skrín- inu í Kouungssalnum eða „liinni opnu gröf“, sem svo hefir verið nefnd. Lengd skrínisins, sem komið er fyrir nákvæmlega á miðju gólfi rnilli norðurs og suðurs, er geisli ár-hringsins, þ. e. 58.1301 p.þuml., og er það fjarlægðin frá norður- og suðun'egg að hvorum enda skrínisins fyrir sig. Þessi afstaða er sýnd greinilega á mcðfylgjandi mvnd. Hin ytri lengd skrínisins táknar þannig tímabil, sem nær yfir 89,8057 mánuði þrítugnætta eða 2694,171 daga. Ef vér nú drögum hér frá 12 tunglmánuði eða 354,367 daga, verður út- koman 2339,804 dagar eða 77,9935 mánuðir þrítugnættir. Síðara tímabilið er táknað með 77,9935 p.þuml., en það er nákvæmlega lengdin á innanverðum skrínisveggnum. Samkvæmt framansögðu er því þvkkt beggja gafla skrínisins 5.9061 p.þuml., og verður þá 'tímareikningur sá, sem „skrínið" sýnir, eins og hér segir: 1. Ytri-hlið á norðurenda skrínisins = 25. júní 1941 kl. 10.56 e. h. 2. Innri-hlið á norðurenda skrínisins = 20. desember 1941 kl. 3.20 f. h. 3. Miðlína skrínisins = 4. marz 1945 kl. 1,0 f. h. 4. Innri-hlið á suðurenda skrínisins = 16. maí 1948 kl. 10,39 e- ^1- 5. Ytri-hlið á suðurenda skrínisins = 10. nóvember 1948 kl. 3,3 f. h.“ * Hér skal ekki nánar farið út í hina flóknu útreikinga David Davidsons, því að þeir eru flestum ofurefli. Þetta dæmi sýnir þó greini- lega, hvernig hann reiknar út dagsetning- arnar, jafnvel upp á klukkustund og mínútu, og cins og skiljanlegt er, þá er svo nákvæm- ur útreikningur ekki mögulegur, nema neytt sé við það sérstakra reikningslegra aðferða. DAGRENNING 3

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.