Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 9
nni geta samt sem áður orðið með þeim hætti, að Bretar verði að fara burt með her sinn þaðan miklu fyrr, og í Lávarðadeild- inni var samþvkkt, 20. janúar s.l., að brott- för hersins skyldi hraðað. Mest líkindi eru þar að auki til þess, að Rússland muni fyrir ágúst byrjun n.k. hafa ráðizt inn á þessi land- svæði og mundi sú innrás leiða til þess, að Bretar yrðu fyrr en ætlað var að hverfa með herlið sitt þaðan. Hvað síðan tekur við, er mál hinna Sameinuðu þjóða. Palestína er nú orðin eins konar ,.próf- mál“ þessarar stofnunar, og ef hún neitar að takast á herðar þá ábyrgð, sem hún hefir bakað sér með samþykktinni um skiptingu Palestínu, þýðir það gjaldþrot, slíkt skref mundi þýða upplausn stofnunarinnar. Af- lciðingin mundi verða hemaðarleg íhlutan af hálfu Rússa og þar mcð yrði 3. heimsstyrj- öldinni hleypt af stað. í þcirri sty rjöld verð- ur Rússland höfuð-andstæðingurinn.“ (Fcll- owship nr. 224, bls. 11). Höfundur þessara ununæla, hinn glögg- skyggni Basil Stewart, sem oft hefir revnzt \'eðurglöggur, þegar um licfir verið að ræða hið pólitíska veðurútlit undanfarin ár, virðist þannig ekki í neinum efa um það, að eftir 16—17. mai ^948 nnmi fara að draga til þeirra atburða, sem hleypa af stað síðasta ófriðnum, þriðju lieimsstyrjöldinni. Honum farast orð annars staðar í þessari sömu grein á þessa leið: „í raun og veru hcfir ákvörðunin um skipt- ingu Palestínu gert 3. heimsstyrjöldina óhjá- kvæmilega, til þess að fullkomna þann guð- lcga dóm yfir hinni babylonsku veröld vorri, sem staðið hefir yfir síðan 1914. Þrír eru talan, sem táknar hinn guðlega dóm og þó alveg sérstaklega fullnægingu hans. Örlög „Babvlonar“ nútímans og þeirra kerfa, sem hún byggir á veldi sitt, eru nú í Guðs hendi. Hennar tími er liðinn. Lokadómurinn er kominn vegna þess, að hún hefir fyllt alla jörðina með spillingu, hún er „orðin að djöfla heimkynni, og fangelsi alls konar óhreinna anda og fangelsi alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla.“ (Opinb. 18., 2). Það verður ekki um það villzt, að þessi rithöfundur telur að senn muni fara að líða að úrslitunum. V. ÉR HEFIR nú verið rakið það helzta, sem áður hefir verið sagt um 16—17. maí 1948, síðan menn veittu þessari dagsetn- ingu fyrst athygli í Pýranhdanum mikla. Eins og af þessu má sjá, getur einkum verið um tvennt að ræða í sambandi við þessa dagsetningu. Annað er það, að hún sé tilsvarandi við dagsetninguna 22. júní 1941, eins og Basil Stewart bendir á, og eigi þá við örlagaríka atburði og í mjög nánu sam- bandi við Sovietríkin. Hitt er, að hún sé tilsvarandi dagsetning við 20.—21'. des. 1941 og ætti þá að vera meira í sambandi við hinar engilsaxnesku þjóðir og samtök þeirra. Að þeirri skoðun hafa hallazt bæði A. Rutherford og David Davidson. Er nú rétt að atlmga nokkuð livora þessa tilgátu fvrir sig. Hvað fi'rri tilgátuna snertir, þá styður það eitt liana, að „sjö tíðir“, í dögum taldar, eru nrilli þessarar dagsetningar og þeirrar, sem Pýramidinn sýndi sem „lausnardag ísarels“ undan oki Hitlers. Allir vita nú, að sú lausn varð með þeim undarlega hætti, að þeim samhcrjunum, Hitler og Stalín, lenti saman í blóðugasta bardagann, sem enn getur um í sögu þessa mannkyns. Það er athyglisvert, að í Palestínumálinu hafa Rússar og Banda- ríkjamenn verið „samherjar" til þessa, en nú er svo að sjá sem þessum „samherjum“ sé farið að bera ýmislegt á milli í þessu eina máli, sem þeir hafa orðið á eitt sáttir um. Gæti því 16—17. ma* orðið að því leyti DAGRENN I NG ; 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.