Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 10

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 10
hliðstæður dögunum 22.-25. júní 1941, að algjörlega slitnaði upp úr samstarfi Rússa og Bandaríkjamanna út af skiptingu Palestínu. Ennþá láta Bandaríkin a. m. k. í það skína, að þau vilji skiptingu Landsins helga, þótt þau vilji fresta henni um sinn og revna aðra lcið til bráðabirgða. Þing Sameinuðu þjóð- anna kom saman 16. apríl til þess að ræða þessar bráðabirgðatillögur, og eins og áður er sagt, er ekki nein tn’gging fyrir því, að því þingi ljúki með samkomulagi Rússa og Bandarikjanna um Palestínumálið. „Sjö tíðir“ — þótt í dögum séu taldar en ckki í árum, er fullkomið tímabil á spádóms- vísu og þess vegna ekki ólíklegt, að það tákni einmitt fullnaðarslit rnilli „samherj- anna“, Engilsaxa og Rússa, eins og tilsvar- andi dagar „sjö tíðum“ áður táknuðu fulln- aðar slit rnilli „samherjanna“ Þjóðverja og Rússa. # Ef vér nú lítum á liina tilgátuna, þá að dagsetningin 16.—17. maí 1948 sé samsvar- andi dagsetningunni 20.—21. des. 1941, sjá- um vér strax, að þessar tvær tilgátur þurfa alls ekki að rekast á. Það var 20.—21. des. 1941 sem hin nána samvinna hófst nreð Bret- um og Bandaríkjamönnum, eins og sýnt er fram á hér að framan, og sú dagsetning \'ar mörkuð af innri hlið norðurgaflsins í skrín- inu. Mjög eðlilegt væri því að álykta, að það, sem hófst þá, rnundi verða fullkonmað við innri-gafl suðurendans, en þar er táknuð dagsetningin 16.—17. maí 1948. Það þarf ekki annað en rifja upp fyrir sér helztu atburði síðustu sjö ára sögu til þess að sjá, að síðan 20. des. 1941 hefir sam- starfið milli Breta og Bandaríkjamanna farið sívaxandi. Nægir þar t. d. að minna á hið stórfellda lán,sem Bandaríkin veittu Bretum, þegar að stríðinu loknu, hina nánu hernaðar- samvinnu, sem er rnilli Breta og Bandaríkj- anna, en þó alveg sérstaklega milli Banda- ríkjanna og Kanada, og nú síðast Marshall- hjálpina, sem liefir bjargað Bretlandi frá gjaldþroti, sem yfir því vofði þegar á þessu ári. En einnig rná benda á, að þetta samstarf hefir færzt mjög út frá því, sem var í fyrstu. Með Marshalláætluninni, sem nú er orðin að lögum í Bandaríkjunum,hefir samvinnan náð til 16 þjóða í Evrópu, og það, sem merkileg- ast er, er það, að í þeim hópi eru alíar „Jsraels- þjóðir" Evrópu, en auk þeirra þær þjóðir, scm næstar „Israelsþjóðunum“ standa að frændsemi og menningu. Enn má minna á Benelux-bandalagið, sem er vísirinn að hinu væntanlega hernaðarbandalagi allra „Israels- þjóðanna“, en á bak við það bandalag standa Bandaríkin með allan herstyrk sinn. Meðan þessu hefir farið frarn, hefir glufan milli austurs og vesturs alltaf verið að breikka. Þau lönd og þær þjóðir, sem gerðu sér í barnslegri einfeldni sinni vonir um að geta orðið brýr rnilli austurs og vesturs, eins og Tékkóslóvakía og Finnland, hafa nú verið lmepptar í þjóðafangelsið rússneska og eiga ekki afturkvæmt í samfélag síðaðra þjóða fyrr en að lokinni þriðju og síðustu heims- styrjöldinni. Og nú er svo komið, að allar hinar vest- rænu þjóðir og Bandaríkin sjá það og skilja. að eina lífsvonin fv'rir þau er öflugt sam- band, fjárhagslcgt, menningarlegt og um fram allt hernaðaríegt samband, sem á hverj- um tíma er svo öflugt, að það getur boðið byrg iim hinu austræna „heiðingja“-sam- bandi, sem Sovietríkin eru að skapa nú og sífellt mun revna að kúga fleiri og fleiri þjóðir undir vald sitt, verði ekki að gert. Nú cr þessu sambandi vestrænna þjóða svo langt á veg komið, að það er myndaður vísir að þeim tveim þáttum, sem mikilverðastir eru: fjárhagssambandinu mcð Marshalláætl- uninni og hemaðarsambandinu með Benc- lux-bandalaginu. Ilraðinn, sem nú er á í öllum þessum málum, er slíkur, að ekkert 8 OAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.