Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 11
er því til fyrirstöðu að þetta samband verði komið á laggirnar 17. maí n.k. — þ. e., að raunveruleg sameining allra ísraelsþjóða í eitt allsherjar bandalag, eins og spáð er víða í Biblíunni að verða muni, hafi þá farið fram. Og þetta er því líklegra, sem tclja má alveg víst, að upp úr slitni að fullu milli Rússa og Bandaríkjanna um Palestínumálin ein- mitt um sama leyti — í maímánuði n.k. Þá er enn nauðsynlegra að fullnaðar samein- ing komist á meðal hinna vestrænu þjóða. VI. N ÞESS er vert að minnast hér, að ein af Israelsþjóðunum — Júdaættkvíslin, Gvðingarnir — á ennþá ekkert föðurland. Hennar höfuðborg — Jerúsalem — er að nokkru enn í höndum „heiðinna“ þjóða, þótt Efraim — Bretar — hafi þar á hendi verndargæzlu. Og spádómar Biblíunnar segja okkur al- veg hiklaust, að einmitt í sambandi við „Júda og Jerúsalem" muni hin miklu átök fara fram að lokum. Um þetta er kannske hvað merkilegastur spádómurinn í 3. kapítula spá- dómsbókar Jóels. Þar segir: „Því sjá, á þeim dögum og í þann tíð, er ég sný við högum Júda og Jerúsalem, vil ég saman safna öllum þjóðum og færa þær ofan í Jósafatsdal og ganga þar í dóm við þær, vegna lýðs míns og arfleifðar minnar ísraels, af því að þeir hafa dreift henni meðal heiðingjanna og skipt sundur landi mínu.“ Fyrsta málsgreinin í þessum tilvitnuðu orðum er enn athvglisverðari í sænsku Biblí- unni. Þar er hún þannig: „Ty se, i de dagarna och pá den tiden dá jag áter upprettar Juda og Jerusalem — —Hér er beinlínis sagt: „Þegar ég endur- reisi Júda og Jerúsalem,“ m. ö. 0. þegar Júda verður til á ný sem ríki. Nú hefii verið áh'eðið að endurreisn Júdaríkis verði lýst yfir 16. maí 1948. Spádómurinn segir, að þá, þegar Júdaríki verður endurreist, verði öllum þjóðum safn- að saman í dómsdalnum (Jósafatsdalnum). Og þjóðunum er safnað saman til þessa mikla dóms fyrst og fremst „vegna lýðs míns og arfleifðar minnar ísraels“. Engum blöð- um er um Jrað að fletta, að með þessum spámælum er átt við allan ísrael, en ekki Júda einan, — Júda er hvorki ríkið eða arf- lcifðin, heldur „helgidómur“ Guðs. Hér er því bersýnilega átt við það, að þjóðunum er stefnt saman til dómsins, til þess að Israel — þjóð Guðs — verði sýnd þeim sameinuð og sterk, þótt hún hafi verið talin dreifð „meðal heiðingjanna“. Og þessar „samein- uðu þjóðir“ — þ. e. J>ær þjóðir, sem „safnað hefir verið saman“ í dómssalinn, þær hafa „skipt sundur landi mínu“. — Er það ekki einmitt það, sem „Sameinuðu þjóðirnar“ liafa nú gert og sem verða mun höfuðástæð- an fyrir þriðju heimsstyrjöldinni? Og spádómurinn segir, að „þessar sam- einuðu þjóðir“ hafi gert meira: „Þær köstuðu hlutum um lýð minn“. Fyrir örfá- um vikum barst sú frétt, að til mála hefði komið að skipta hinum landflótta Gyðing- um upp á milli þjóða heimsins eftir vissum reglum. Það átti beinlínis að „kasta hluturn" um „lýð Guðs“ — Gyðingana, — enginn átti að fá að ráða sjálfur, hvert hann færi, því átti flóttamannanefndin eða flóttamanna- stofnunin að ráða. Og enn má á það minna, að nú er það skjallega sannað, að Hitler og Stalín höfðu, er þeir gerðu vináttu- og griðasáttmála sinn haustið 1939, raunverulega kastað teningum um brezka heimsveldið. Þeir ákváðu i aðal- dráttum, hvernig löndum þess skyldi skipt upp milli Rússlands og Þýzkalands. Þannig höfðu „heiðingjarnir" raunverulega einnig „kastað hluturn" um allt „ríki ísraels“, því ])ótt Bandaríkin væru ekki nefnd í samkomu- lagi Hitlers og Stalíns um skiptingu heims- DAGRENNING' 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.