Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 12
ins milli sín, liefir þeinr verið hugsuð þegj- andi þörfin, þegar hinum hefði verið slátrað. En öll fór þessi ráðagerð um skiptingu brezka heimsveldisins út um þúfur, því að háðir bjuggu yfir svikum, er komu þeim sjálfum í koll, eins og kunnugt er. En í hinurn umgetna spádómi Jóels segir rneira. Drottinn aðvarar „Týrus, Sidon og öll héruð Filisteu" — þ. e. hinar babylonsku „menningarþjóðir“ nútímans, — og segir: „Ilvað viljið þcr mcr?“ „Afar skyndiícga mun ég láta g/örðir yðar koma yður sjáltum í koll.“ „Þér hafið rænt silfri rnínu og gulli og flutt beztu gersemar mínar í musteri yðar. Júdamenn og Jerúsalemsbúa hafið þcr sclt -----til þess að flytja þá Jangt burt frá átt- högum þeirra. Sjá, ég mun kalla þá frá þeim stað, þangað sem þér liafið selt þá, og ég mun láta gjörðir vðar koma sjálfum vður í koll.“ Og loks kemur svo hið mikla útboð: „Boðið þetta meðal hciðingjanna: Búið yður í hcilagt stríð! Kveðjið upp kappana! Allir herfærir menn konri fram og fari í leið- angur! Smíðið sverð úr plógjárnum yðar og lens- ur úr sniðlum yðar!“------- „Bregðið sigðinni (hinni rússnesku sigð) — því að kornið er fullþroskað; komið og troðið, því að vínþróin er full, það flóir út af lagarkerunum, því að illska þeirra er mikil.“--------„en Drottinn er athvarf lýð sínum og vígi ísraelsmönnum." — — „Og Jerúsalem skal vera heilög og útlcndingar skulu ekki framar inn í hana koma.“ (Jóel 3., 6-26). * Það getur ekki hjá því farið, að skynsamir, hugsandi menn lmgleiði þennan spádórn einmitt nú, þegar allt bendir til, að hann sé að rætast. Einmitt „Júda og Jerúsalem“ verða tilefni hins síðasta mikla ófriðar. Gefið gætur að því, sem gerast mun á næstu vikurn og mán- uðum í sambandi við Palestínu og Júda- ættkvísl — Gyðingana. VII. JIT’INS og sýnt hefir verið fram á hér að framan, er allt, sem til þess bendir, að 17. maí 11. k. slitni að fullu upp úr öllum til- raunum til þess að ná samkomulagi um Palestínumálið og öllu samstarfi milli Rússa og Bandaríkjamanna ljúki þá, en þjóðir heimsins taki að skipa sér æ ákveðnara í annað hvort bandalagið, hið rússneska eða h:ð engilsaxneska. Ef einhver skyldi liafa efast um, að Rússar stcfni að yfirráðum fyrir botni Miðjarðar- líafsins, voru öll tvímæli af tekin um það nú fvirr skömmu, er ein af nefndum Sameinuðu þjóðanna birti álit varðandi vopnasölu Rúss- lands og lcppríkja þess til Arabaríkjanna i Mið-Austurlöndum. Segir í skýrslu þessari, að fullsannað sé, að Sovietríkin hafi staðið að því, að selja vopn frá Tékkóslóvakíu til Arabalanda og muni þetta „fvrst og fremst gert í þeim tilgangi að færa út áróðurssvæði kommúnismans frá Balkanlöndum til land- anna við botn Miðjarðarhafsins.“ Þegar svona cr að orði kveðið í opinberri skýrslu frá nefnd Sameinuðu þjóðanna, þarf enginn að ganga þess dulinn lengur, að meira en lítið er aðgert til þess að skapa ringulreið þá, sem alls staðar er nauðsynlegur undanfari kommúnismans. í spádónrsbók Daniels (11. kap.) er sagt frá innrás Rússa í Palestínu. Mjög er sú frá- sögn greinileg í þeim Biblíum, sem rétt eru þýddar, s. s. í enskuin Biblíum. I íslenzku Biblíunni er frásögnin á þessa leið: „En þegar að endalokunum líður, mun konungurinn suður frá heyja stríð við hann, og konungurinn norður frá mun þeysast í 20 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.