Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 17

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 17
tvennt er það, sem er mjög nauðsynlegt í sambandi við réttan skilning á spádómum Biblíunnar. Annað er það7 að þekkja til nokkurrar hlítar hina scrstökn sagnfræði Bililíunnar, en hitt, að skilja nokkuð í hin- um scrstaka tímareikningi hennar. Það er sem sé staðrcynd, að þjóðir þær, sem talað er um í spádómum Gamla testa- mentisins, eru enn til hér á jörðunni. En þær heita vel flestar allt öðrum nöfnum nú, cn þær hétu áður, og búa allt annars staðar nú en þær bjuggu þá. Eitt megin- atriðið er því að finna þessar týndu þjóðir og cndurþekkja þær nú. Það má segja, að í því sé fólginn lykillinn að spádómsþýðing- unum. Hitt er og mjög þýðingarmikið, að læra að skilja tíða-reikning Biblíunnar og notfæra sér þá þekkingu, sem sá skilningur veitir. Á það er rétt að benda, að spádómar Biblímmar fást vfirleitt ckki við örlög ein- stakra manna, heldur þjóða og kynkvísla eða þjóðasambanda. Undantekningar eru þó, t. d. spádómarnir um Jesúm Krist. Spádómamir segja oft mjög greinilega fyrir örlög heilla þjóða og kynflokka, en þeir nefna þessar þjóðir oftast sínum gömlu nöfnum. En stundum kemur það fyrir, að þeir segja frá þjóðum, sem ekki voru til á dögum spá- mannanna, og þá gefa þeir þessum þjóðum sín sérstöku nöfn — ævinlega meistaralega valin — og það er einmitt einn slíkur spá- dónmr, sem ég ætla að taka til atlmgunar í þessari grein. Spádónmr um þjóð, sem ekki var til á dögum spámannanna, en þó er greinilega spáð um í Biblíunni. # Margoft hefi ég á það bent í ritgerðum mínum, bæði í Dagrcnningu og annars stað- ar, að greinilega væri frá því skýrt í Biblí- unni, að Rússar nmiidu koma mjög við sögu „undir endalokin", cða þegar það tímabil endar, sem nú hefir staðið um áraþúsundir, og Biblian kallar „tíma heiðingjanna". Allra greinilegast er um þetta spáð hjá Esekiel spámanni í 38. og 39. kapítula, þar sem beinlínis er sagt frá því, að „höfðing- inn“, sem til úrslitabardagans leggur við ísraclsþjóðirnar rhuni ráða yfir „Rós, Mesek og Tubal“, en þetta eru hin fornu grísku nöfn á Rúss-landi (Rós), Moskva (Mesek) og Tobolsksvæðunum (Tubal), en einmitt þar — á Tobolsksvæðinu — eru aðalher- gagnaframleiðslustöðvar Sovietríkjanna, sunnan og austan í Uralfjöllum. Þar er greinilega sagt frá því, hvernig þessi mikli „höfðingi yfir Rós, Mesek og Tubal“ muni safna saman „miklum manngrúa“, öll- um „með skjöld og törgu og með sverð í höndum“, þ. e. vel vígbúnu liði, og þar segir, að „margar þjóðir“ verði í för með honum. Þessar þjóðir eru taldar upp og sum- ar auðþekktar, s. s. Persar, en Blálendingar og Pútmenn, sem þar eru nefndir, munu vera Arabar og nútíma Egvptar. Ennfremur er nefndur Gómer, en það eru Germanir, þ. e. nútíma Þjóðverjar, sérstaklega Austur- Þjóðverjar eða Prússar, og loks Togarma-lvð- ur, sem er Mongólar vorra tíma, þ. e. Kín- verjar og þjóðir, sem þeim eru skyldar. Allur þessi mikli liðsafnaður mun verða í flokki höfðingjans vfir Rós, Mesek og Tu- bal, þegar hann leggur til úrslitaorustunnar við ísrael. Það er nú augljóst, að ekki þarf allan þennan liðsafnað til að sigrast á þeim „ísra- el“, sem kirkjan og skólarnir kenna okkur, að nú sé til í heiminum, en það eru ca. 15 milljónir Gy'ðinga, dreifðir um allan heirn, þar á meðal verulegur hluti einmitt meðal þessara þjóða, sem „höfðinginn vfir Rós, Mesek og Tubal“ ræður vfir. Sá ísrael, sem Biblían talar um, er líka allt annað fólk en Gyðingar nútímans. Sá ísrael, sem Biblían þekkir og kemur fram DAGRENNING 1S

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.