Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 18

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 18
á sjónarsviðið við „endalokin", er stórkost- legt þjóðasamband, sem kallað er í Biblíunni „lieilagur lýður hins hæsta“. Oss, sem nú lifum á þessum stórkostlegu og merkilegu tímamótum í sögu mannkyns- ins, mætti furða á því, ef Biblían segði ekk- crt um það rnikla stórveldi, sem vér sjáum nú að hlýtur að verða önnur höfuð þjóðin í úrslitaorustunni, sem háð verður við „höfð- ingjann yfir Rós, Mesek og Tubal“ — eða Rússland vorra tíma, — en þetta storveldi er Bandaríki Norður-Ameríku. Eins og allir þeir \'ita, sem kvnna sér spá- dóma Biblíunnar eftir þeim leiðum, sem ég hefi verið að revna að benda mönnum á, eru rnikil fyrirlieit og stór til lianda ísraels- þjóðinni allri við „endalokin“. Ilún virðist þá eiga að sameinast í eina heild, en þó fær hver ættkvísl, sem þá er orðin sérstök þjóð, að lialda sérkennum sínum og sérstakt hlut- verk af hendi að leysa, og skal ekki lcngra í það mál farið að sinni. Eru um þetta spá- dómar og forsagnir víða í Biblíunni. Má þar sem dæmi nefna ljónynjuna og ljónshvolp- ana, sem talað er um hjá Esekiel spámanni og sem allir spádómsþýðendur eru sammála um, að tákni Bretland og brezku samveldis- löndin. Eins og að líkum lætur, gleymir Biblían ekki þessu mikla stórvekli, Bandaríkjunum, cða hlutverki þess, þótt þau væru ckki til, þegar Biblían var skráð. Og það er þar, eins og víðar, að nafn það, sem Biblían velur þessari merkilegu þjóð, er svo furðulegt, jafn- framt því sem það er rnesta réttnefni, sem Bandaríkjunum uokkru sinni mun verða gef- ið, að það hlýtur að vekja aðdáun manna. Biblían kallar Bandaríkin „Land vængja- þytarins", og finni aðrir betra nafn á mesta flugvclaland veraldarinnar. í spádómsbók Jesaja er einn kapítuli — 18. kapítulinn —, sem mönnum hefir að vonum gengið illa að skilja á umliðnum öld- um. Vér verðum ávallt að hafa það hugfast, að vér getum ekki skilið spádómana fvrr cn þeir rætast, og að sjálfsögðu þá heldur ekki þekkt þjóðir og ríki, fyrr en þau eru til orð- in og þau einkenni þeirra komin í ljós, sem spádómurinn telur höfuð kennimerki þeirra. Því miður er það svo með þennan spádóm, eins og ýmsa aðra staði í Biblíunni, sem tor- skildir eru, að þýðingin er oft næsta óán- kvæm og stundum bcinlínis röng eða vill- andi. Þarf þcss vegna að viðhafa mjög mikla gætni, þegar lesið er úr þessum rangþýddu stöðum, til þcss að sú mvnd, sem sýna á, brenglist ekki. Þetta þarf nú raunar engan að furða, því að til grundvallar þýðingunni á Biblíunni eru oft lagðar gamlar þýðingar og oft rangar hugmyndir biblíuskýrenda fyrri tíma, cn ekki leitað sem skyldi til frum- málanna, án alls fyrirfram skilnings á því, sem spádónnirinn fjallar um. Eina ráðið fyrir þá, sem vilja revna að komast að því rctta, er að bera saman ritningarstaðina á ýmsum tungumálum og þann veg að reyna að finna hið rétta. # Það er athyglisvert, að við suma merki- legustu spádómana í Biblíunni er eins konar formáli — fáein orð cða fáein vers —, sem- ætlað er að beina liuga þess, sem les, að aðalatriði þcss spádóms, sem kemur á eftir. Þannig er þessu farið með 18. kapítulann hjá Jesaja. Niðurlagsorð 17. kapítulans eru eins konar inngangur að 18. kapítulanum. Þessi inngangur bvrjar þannig: „Heyr gný margra þjóða, — þær gnýja sem gnýr hafsins: Hcvr dyn Jijóðflokk- anna, Jieir dynja eins og dvnur mikilla vatnsfalla — þjóðflokkarnir dynja eins og dynur mikilla vatnsfalla." Það cr hcrgnýr í þessum orðum. Maður eins og finnur, hvernig þjóðimar búast til 16 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.