Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 20
bardaga. Dynur óveðursins heyrist oft í fjöll- unurn, áður en fárviðrið skellur á. En sjálfur spádómurinn hefst með þess- um orðum: „Heyr land vængjaþytarins, hinumegin Blálandsfljóta." — Hér skal strax á það bent, að í íslenzku Biblíunni er þessi setning ofurlítið öðru vísi. Þar segir: „Vei landi vængjaþytarins, hinumegin Blálanda fljóta.“ Um þetta „vei“, hefir verið mjög deilt, og í öllum Norðurlanda Biblíum, nerna þeirri íslenzku, er þetta þýtt „heyr“, en ekki „vei“ og sýnist svo sem það sé í rneira sam- ræmi við efni kapítulans. í sænsku Biblíunni er þetta orðað þannig: „Hör, du land der flugfen surra, — du land bort orn Etiopiens strömmar.“ — Rétt þýtt á íslenzku af sænskunni væri þetta vers þannig: „Heyr, þó land, þar sem vængirnir þjóta, þú land, handan við strauma Etiopíu.“ Þetta ávarpsorð „heyr“ eða „vei“ er aug- ljóslega upphrópunarorð, notað fyrst og fremst til þess að vekja athygli á þessu merki- lega landi og hlutverki þess. Þetta sést enn betur í enskri þýðingu á Biblíunni, sem kennd er við Moffatt, því að þar er þetta orðað þannig: „Ah, land of winget fleets“, sem beinlínis þýðir: „Ó, Iand hinna væng/uðu flota.“ Eins og sést af þessu, eru alls notaðar þrjár upphrópanir á þessurn þrem málum, þ. e. „heyr“, „vei“ og „ó“, svo augljóslegt er, að hér er aðeins um upplirópun að ræða, en ekki sérstakt ásökunarávarp, eins og raunar felst í íslenzka orðinu „vei“ i daglegu tali. Ennfremur má benda á það, að íslenzka þýð- ingin er á þessurn stað og í þessu efni ósam- kværn sjálfri sér, ef betur er að gáð. Þar segir: „Heyr gný margra þjóða“, en aftur: „Vei landi vængjaþvtarins". í öllum hinum Biblíunum er á báðum þessum stöðum notað sama orðið: „heyr“, „vei“ eða „ó“. í sænsku Biblíunni segir: „Hör det brusar av mange folk,“ og einnig: „Hör, du land der flugfén surra“. Þarna er .,heyr“ notað í báðum tilfellum, en ekki skipt um orð, eins og gert er í íslenzku Biblíunni. Sama verður uppi á teningnum, ef vér berum saman ensku Moffats-þýðinguna. Þar segir: „Ah, the booming of many a people„“ Og í hinu tilfellinu: „Ah, land of winged fleets." Þetta verður að nægja um þetta atriði. Nafn spádómsins á þessu landi, sem þá var ekki til, er „land vængjaþytarins", og vart verður táknrænna nafn fundið á móðurlandi flugvélanna og forustulandi heimsins á sviði flugmálanna. # En spádómurinn segir meira. Hann segir hvar þetta land sé. Hann segir að það sé „hinumegin Blálands fljóta". Bláland er hið forna nafn á Afríku. Nú viturn við að spá- maðurinn var í Palestínu, þegar hann fékk vitrun sína um þetta einkennilega land. „Land vængjaþytarins“ ætti þá að vera hinu- megin — þ. e. fyrir vestan — Blálands fljót. — Eru ekki einmitt Bandaríkin — land flug- vélanna — í þeirri átt? í erlendum Biblíum er notað orðið Etiopía í stað Blálands í vorri Biblíu, en merking þess í fornum ritum er mjög óljós og víðtæk og útilokar ekki, að átt sé við Afríku í heild, þó Etiopía tákni venjulega suðurhluta Afríku sérstaklega, og breytir það engu í þessu sam- bandi. Spámanninum er ljóst, að „land vængjaþytarins“ er fjarlægt land í vesturátt frá heimkynni hans, Palestínu, hinumegin við fljót og „strauma" hins mikla Blálands. Næsta setning spádómsins er ekki síður athyglisverð en þessi. Hún hljóðar svo: „er gjörir út sendimann yfir hafið og í reyrbát- um yfir vötnin". 18 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.