Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 26
er tekið fram, að þetta gerist „áður en upp- skeran kemur“. —- M. ö. o.: Áður en þjóðirnar eru orðnar nægilega þroskaðar til þess að lifa við frelsi og frið mun þetta gerast. Og þessi „hann“, sem spá- dómurinn talar um, getur þá enginn verið annar en „lýðurinn, sem hræðilegur var þeg- ar frá upphafi, hin afarsterka þjóð, sem allt treður undir fótum sér, um hverrar land fljótin renna,“ — sigurþjóðin — det starka och segerrika folket — Sovietiíkin. * Athvghsyert er, að í gömlum, íslenzkum þýðingum á Biblíunni er ekki notað orðið „sniðill", eins og nú er í Biblíu vorri, heldur orðið „sigð“. Það orð er einnig notað t. d. í ensku og amerísku Biblíunni. En þetta eina orð — -,sigð“ — er í mínurn augum mjög táknrænt í þr í sambandi, sem hér um ræðir. Það er hin „afarsterka þjóð“, sem áður en vínberin er þroskuð — þ. e. áður en þjóðirn- ar eru orðnar nægilega þroskaðar til þess að kunna að fara með frelsið — kemur með sigð- ina og „höggur vínviðargreinarnar af“. Er það ekki einmitt þetta, sem hefir gerzt? Voru það ekki Sovietfíkin, sem hleyptu af stað síðari hcimsstyrjöldinni með griðasátt- mála sínurn við Hitler í þeim tilgangi ein- um, að ná yfirráðum, þegar Þjóðverjunr ann- ars vegar, og Bretum og Erökkum hins vegar, hefði blætt út í langri og strangri styrjöld? Það brást að vísu, að Bretum blæddi út, en Sovietríkin náðu tilgangi sínurn í þessari f}'rri atrennu sinni. Þau hafa nú lagt undir sig hálft Þýzkaland, hálft Austurríki, allt Ungverjaland, Rúmeníu, Búlgaríu, Júgóslav- íu, Albaníu, Pólland, Estland, Lettland og Litháen, og nú síðast Tékkóslóvakíu sællrar minningar. Auk þessa hafa kommúnistaherir Kína nú lagt undir sig nærri hálft Kínaveldi, og undiralda óeirðanna í Indlandi og við Miðjarðarhafsbotninn er kommúnisminn fyrst og fremst, eða áhrif Sovietríkjanna. Og nú er röðin komin að Skandinavíu — Finn- land liefir þegar verið formlega innlimað í Sovietríkin. Allar þessar greinar hafa nú verið höggnar af mcð hinni beittu sigð Sovietríkjanna. Ég vil aðeins benda á það hér, að í spádómum Jeremía er talað um sérstaklega öfluga þjóð í sambandi við hamar og sigð, en það eru einmitt þessi merki, sem eru í skjaldarmerki Sovietríkjanna, og spádómsþýðendur nútím- ans telja þ\'í alveg tvímælalaust, að þeir spá- dómar Jeremía eigi við Sovietríkin. Þar segir t. d.: „Afmáið í Babel sáðmanninn og þann, cr sigðina ber um uppskerutímann“, og bendir það ótvírætt til hins sama og í þess- um spádómi. Hjá Jeremía segir einnig: „Hversu er hamarinn, sem laust alla jörðina, höggvinn af skafti og sundurbrotinn.“ En um þetta atriði mun ég ræða nánar í annarri grein. # I spádómnum urn „land vængjaþytarins" segir ennfremur, að auk þess að sníða vín- viðargreinarnar af með sigðinni, muni „hann“ sníða af alla frjóangana. Frjóangarnir eru ekki hinar fullvöxnu greinar, sem áður er talað um að sniðnar voru af, þeir eru eitthvað annað. Hvað mundu þeir þá tákna? Gætu ekki frjóang- arnir táknað þær litlu spírur til frelsis og sannrar menningar, sem voru farnar að gera vart við sig hjá þessum þjóðum? Allt er þetta nú þegar „sniðið af“ eða „stýft“. Er hægt að gefa öllu bctri lýsingu á þ\ í ástandi, sem nú ríkir um mestan hluta hins „gamla heims“ en hér ef gefin? „Lýðurinn, sem hræðilegur var þegar frá upphafi vega sinna,“ — sigurþjóðin — hefir ráðizt á „upp- skeruna" áður en hún varð fullþroskuð og meðhöndlar hana þannig. Ilann bíður ekki eftir að vínberin þroskist — mannfólkið — verði hæft til að stjórna sér sjálft — held- 24 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.