Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 29
Hin mikla ííugleið. hræðast — hin sigursæla landvinningaþjóð — Sovíetríkin — eins og hún heitir á nútíðar- máli — fj'rir því ríki — ríki ísraels — mun hún að lokum verða að beygja sig, vegna þess, að ísrael er þjóð Guðs — útvalin til þess að vera verkfæri í hans hendi við sköpun ríkis hans hér á jörðu. Ekki neins andlegs eða „himnesks" ríkis, heldur jarðnesks ríkis, sem Kristur sagði oss, að hcr á jörðu mundi upp rísa þegar „tímar heiðingjanna væru liðnir.“ # Þannig er þá skvring mín á spádómnum um „land vængjaþytarins“. Hvernig mér hefur tekizt að skýra liann, veit ég ekki. Þar er sumt e. t. v. rangt, en það mun sýna sig þegaar stundir líða hvað er rétt og hvað er rangt. En það held ég, að öllum megi vcra vel ljóst, að þessi spádómur getur ekki átt við neitt annað land en Bandaríkin. Aldrei hafa Bandaríkin borið þetta spámannlega nafn —■ „land vængjaþytarins" — með meiri sórna en einmitt nú, og aldrei hefur „hin afarsterka þjóð, sem allt treður undir fótum“ — sigurþjóðin — Sovíetríkin — verið sterk- ari en nú, og olíklegri til að láta skipast við fortölur hinna „hröðu sendiboða" en ein- mitt nú. En einmitt þessi afstaða beggja hinna miklu ríkja, færir mér heim sanninn um það, að spádónmrinn sé réttur og þýðing mín á honum sé í öllum aðalatriðum rétt. • * Að lokum vil ég svo birta spádóminn hér í þeim búningi, sem mér finnst hann vera réttastur: „Hevr gný margra þjóða, — þær gný/a eins og gnýr hafsins! Heyr dyn þjóðflokk- anna, — þcir dyn/a eins og dvnur mikilla vatnsfalla!-------- Heyr Jand vængjaþytarins, hinumegin Blálands fljóta, er gjörir út sendimenn yfir hafið og í vængléttum farkostum yfir vötnin. Farið, þér hröðu sendiboðar, til hinnar miklu og glysgjörnu þjóðar, til lýðsins, sem allir hafa óttazt frá upphafi vega, til hinnar sterku og sigursælu þjóðar, sem allt treður undir fótum sér, uin hverrar land fljótin renna. Allir þér, sem heimskringluna byggið og á jörðu dveljið, takið eftir þegar hann reisii merkið á fjöllunum og þegar hann blæs i lúðurinn, þá hlustið þér. Því Drottinn hefir DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.