Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 36
sögu landsins, meðan það var í höndum ísraelsmanna, — álvktað er að Jósúa hafi verið Gvðingur, en í raun réttri var hann af kvnkvísl Efraims, þeirri kynkvíslinni, sem forustuna hafði fyrir ísraelsmönnum. Hér fer á eftir greinarstúfur, senr er gott dæmi um villurök þau, sem notuð eru sem máttarviðir undir kröfu Gyðinga til Pale- stínu. Orðin ísraelsmaður og Gyðingur eru látin hafa sömu merkinguna og aíiar tólf ættkvíslir Israels (Jakobs) eru þar gerðar að afkomendum eins sonarins, Júda; en Gvð- ingsnafnið kemur ekki fyrir í Gamla testa- mentinu h rr en í síðari Konungabókinni 16. kap., 6. vers (742 f. Kr.) og er það þar haft um þá, sem búa í Júdeu. „Saga Gvðinga hófst, þegar ættfaðirinn, Abraham, fór yfir fljótið Evfrat. Ailt frá þeim tíma hefir Paiestína verið miðstöðin í lífi og hugsun Gyðinga. Einu sinni var öll þjóðin hertekin og flutt úr Jandinu, en hún hvarf þangað aftur og það varð höfuðatriði í trú Gyðinga, að enn að nýju yrði horfið heim til Zion.“ Atliugið, hvernig hér er bent til þess, að Abraham hafi verið Gyðingur (eins og getið var um í fvrri kaflanum), eða að allir niðjar lians liafi verið það. Að réttu lagi hefði upp- haf greinarinnar átt að vera: „Saga ísraels- manna hófst .... “ Veitið einnig athvgli þessari setningu: „öll þjóðin var liertckin og flutt úr landinu". (Þetta er satt, þótt langt Jiði milli herleiðingar ísraelsmanna og Júda.) Og á eftir kemur: „en hún (þjóðin öll) livarf þangað aftur“ (til Palestínu) — og það er sagnfræðileg villa. Við dauða Salómons. konungs klofnaði ríkið og við þau þáttaskipti hefst ruglingur- inn um eftirfarandi sögu og örlög ísraels og Júda. Hins vegar eru hinar sögulegu stað- revndir um þessi tvö ríki, ísrael og Júda, eins og hér, greinir: Salómon dó 970 árum fyrir fæðingu Krists. Ísraelsríki (sem þá var tólf ættkvíslir) skipt- ist í tvö konungsríki. Annað var nefnt Hús ísraels, og voru í því þær tíu kynkvíslir, er byggðu Samaríu, og Jeróbóam var konungur þeirra. Hitt var PIús Júda (tvær ættkvíslir, — Fyrri konungabókin 12., 21), og þar réði Re- hóbóam ríki. Þessi tvö ríki höfðu hvort sinn konung allt fram til lierleiðingarinnar og áttu iðuglega í ófriði hvort við annað. Á árunum 720—717 f. Kr. lét Shalmaneser Assyríukonungur flvtja fólkið úr norðurliluta Ísraelsríkis í ánauð til Medíu (Kon. II, 17., 5—6) og flutti síðan inn aftur ýmsa undir- okaða þjóðflokka úr öðrum héruðum Assyríu (Kon. II, 17., 24). Á dögum Krists voru Samarítar afsprengi þessara þjóðflokka. „Á fjórtánda ríkisári Hiskia fór Sanherib Assyríukonungur herför gegn öllum víggirt- um borgum í Júda og vann þær.“ (Kon. II, 18., 13). Og flutti þannig alla íbúa Júda, neina þá eina, sem áttu heima í Jerúsalem, til Assyríu, á sama hátt og allir höfðu verið fluttir úr norðurhluta Ísraelsríkis fáum árum áður. Samkvæmt minningarskránum voru 200 þús. inanna frá Júda herleiddir til Assyríu ásamt ísraelsmönnum. Þessi lýður Júda var því aldrei í þeim hópi, sem Nebúkadnesar herleiddi til Babýloníu löngu síðar (sú her- leiðing fór fram í þremur lotum: 604, 595 og 584 f. Kr.) og náði einungis til þeirra, er bjuggu í Jerúsalem. (Kon. II, 24., 10, 12; 25-> !-4)- Það voru því einungis íbúar Jerúsalem- borgar, sem eftir dvöldu í landinu milli lier- leiðinganna til Assyríu og Babyloníu (717— 604 f. Kr.) og um þennan 113 ára tíma breiddust þeir út um landið og blönduðu blóði við þá ýmsu þjóðflokka, sem Assyríu- menn höfðu flutt til Palestínu. Þannig varð til kynblanda sú, sem hlaut þau sérstæðu einkenni, sem nú eru kölluð Gyðingaein- 34 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.