Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 40

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 40
ÁRNI ÖLA: SveítarsíSmr, sem var5 upphaf stórvíSburða. TT ÍTIL ÞÚFA veltir þungu hlassi,“ segir forn málsháttur, og miðar að því, að hin ómerkilegustu atvik geti oft vald- ið stórtíðindum. Þetta er rétt og því fer margt öðru vísi en ætlað er. Það eru smá- munirnir, sem um munar, eigi aðeins í lífi einstaklinga, heldur heilla þjóða. Kveikirnir í örlagaríkustu viðburðum sögunnar eru oft hin smávægilegustu atvik. En það er oft að- eins tilviljun, að þeirra sé getið. Hér skal aðeins minnzt á eitt atvik eða sveitarsið, sem varð þess valdandi að land- flótta menn frá Noregi námu Island, en ckki einhverrar annarrar þjóðar menn. Síðan eru nú liðin noo ár, en frásögnin er geymd í Heimskringlu Snorra Sturlusonar: „Halfdan svarti (konungur) ók frá veizlu á Haðalandi og bar svo til leið hans, að hann ók um vatnið Rönd. Það var um vor. Þá voru sólbráð mikil. En er þeir óku um Rykinsvík, þá höfðu þar verið um veturinn nautabrunnar, en er mykrin hafði fallið á ísinn, þá hafði þar grafið um í sólbráðinu, en er konungur ók þar um, þá brast niður ísinn, og týndist þar Halfdan konungur og lið mikið með honum. Þá var hann fertugur að aldri.“ Þessu sviplega slysi veldur sá sveitarsiður í Noregi, að reka naut til vatns á vetr- um. Á Rykinsvík hefir verið liöggvinn brunnur og nautgripimir reknir þangað úr fjósi. Ólíklegt er að nautin hafi drukkið úr brunninum eða brunnunum sjálfum, því að þegar ís verður þykkur, er svo djúpt niður í vatn, að nautgripir ná ekki að drekka. Ilitt mun heldur, að þar hafi verið höfð stór trog og vatninu ausið upp í þau fyrir nautgrip- ina. Hefir því þarna orðið nokkur viðdvöl í hvert sinn og því skiljanlegt að mikið hafi safnazt af rnykju undan mörgum stórgrip- um á ísinn umhverfis brunnana vfir vetur- inn. En þegar sól fer að skína um vorið, hitnar mykjan og bræðir ísinn, svo að þar verður meiri bráð en annars staðar. Helluís getur hafa verið á vatninu öllu, nerna á þess- um eina stað. Þar er ísinn orðinn svo ótraust- ur undan mvkjunni, að hann brestur undan sleðunum og konungur drukknar. Hefði það nú ekki verið siður í Rykins- vík, að reka naut til vatns á vetrum, þá mundi konungur hafa komizt heill leiðar sinnar. En afleiðingin af þessum sveitarsið cr sú, að hann bíður þama bana á bezta aldri, og það hafði hin örlagaríkustu áhrif fyrir norsku þjóðina, og má segja, að þeirra áhrifa gæti enn í dag. Til þess að átta sig betur á þessu, er nauð- synlegt að rifja upp það, sem sögur herrna um ríki Halfdanar og ríkisstjórn. f fonnála fyrir útgáfu Fornritafélagsins af Heimskringlu segir neðanmáls: „Svo virðist sem Halfdan svarti hafi ekki verið ríkari konungur en sumir langfcðgar hans í Noregi." Ríki hans náði ekki yfir nema nokkur héruð upp af Nhkinni, sem nú er kölluð Oslóarfjörður. Hann var nefndur Upplendingakonungur. Á fyrstu árurn sín- um átti Halfdan í skærum við nágranna- konungana, en bar sigur af þeim og friðaði land sitt. Gerðist hann þá stjórnsamur höfð- ingi og vinsæll af þegnum sínum. Hann setti þar betri lög en menn höfðu þekkt, og voru þau kölluð „Heiðsævislög“. Um það segir svo í Heimskringlu: 38 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.