Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 42

Dagrenning - 01.04.1948, Blaðsíða 42
drengurinn, þótt konungsnafn beri, sem áformar það að leggja undir sig allan Noreg. Það hefir líka varla verið að ráðum þegna hans, sem vissu, hver blessun hafði leitt af friðsamri stjórn föður hans, og voru þess svo óðfúsir, að sú friðsanra stjórn héldist, að þeir hlutuðu sundur lík Halfdanar og skiptu á milli sín, af því að þeir trúðu því, að haldast mundi árgæzka og friður, þar sem hann væri heygður. Ágangs- og yfirdrottn- unarstefna sú, sem leiddi til þess að Noreg- ur varð eitt ríki, er því frá öðrum kornin, og þarf ekki að fara í neinar grafgötur um það, að Guttormur hertogi hefir verið upp- hafsmaður liennar. Ilann var af herskáum feðrum kominn. Faðir lians var Sigurður hjörtur, konungur á Ilringaríki, en móðir Sigurðar var Áslaug, dóttir Sigurðar orms í auga, Ragnars sonar loðbrókar. Hefir Gutt- ormur án efa verið afburða lierforingi, og hann leggur á öll ráðin um það, hvemig herförinni skuli háttað, en lætur Harald frænda sinn njóta alls heiðursins. Guttorm- ur hefir einnig verið stjórnsamur og vitur. Um völd hans er það sagt, að hann „gerðist forstjóri fvrir hirðinni og fyrir öllum land- ráðum. Hann var hertogi fyrir liðinu.“ Það er eigi aðeins vegna þess að hann er rnóður- bróðir Haralds, að hann fær þessi völd, held- ur vegna ættar sinnar. Sigurður faðir hans var konungur á Flringaríki, eins og fyrr segir. Ilann var eitt sinn einn á veiðum. Þá kom að honum Haki berserkur með þrjátíu menn og drápu þeir Sigurð. Eftir það tók Haki böm lians, Ragnhildi 15 vetra og Guttorm 14 vetra, og hafði þau heim með sér. En Halfdan svarti sendi þangað menn og björg- uðu þeir börnunum. Halfdan kvæntist svo Ragnhildi og var Guttormur hjá þeim, en Halfdan eignaðist Hringaríki, þar sem Gutt- ormur hefði átt að verða konungur. Eftir fráfall Ilalfdanar gerir Guttormur ekki til- kall til ríkis föður síns. Sýnir það, hvað liann var vitur, því að meiri líkur voru til þess að hægt væri að færa út ríki Haralds, ef öll héruðin voru sameinuð, heldur en með því að brjóta það upp í smærri ríki. Kon- ungsnafnið eitt hafði Guttornmr ekki, en stjórnaði sem konungur og fékk áður en lauk meira ríki til umráða í Víkinni heldur en Haraldur konungur átti í upphafi, og \'arði það fvrir víkingum. En þar helzt ófrið- ur lengst, því að þangað sóttu þeir land- flótta Norðmenn, sem hefndu sín með því að herja á ríki Haralds konungs. Var það því eigi aðeins hans verk að gera Noreg að einu konungsríki, heldur og að koma þar á öruggri stjórn og tryggja það, að sú skipan héldist og Haraldur vrði fastur í sessi, Ilver er þá niðurstaðan af þessu? Jú, sú, sem lauslega hefir verið drepið á áður: Hefði þeir í Rvkinsvík ekki liaft þann sið að brynna nautum sínum í vatninu á vetrum, niundi Halfdan konungur svarti ekki hafa drukknað þar. Þá hefði Guttorm- ur ekki fengið öll landráð og yfirherstjórn. Og hefði hann ekki fengið þau völd, er alveg óvíst, hvenær Noregur hefði orðið eitt ríki. Þá hefði heldur enginn landflótti orðið þar um þær mundir, og þá hefði Færeyjar og ísland ekki byggzt svo snemrna, sem raun varð á. Og máske hefði þá komið aðrir land- námsmenn lnngað, og þá helzt frá Bretlands- eyjum, svo að ísland hefði orðið einn hluti Bretaveldis í stað þess að verða eitt af Norð- urlöndum. \7cgir forsjónarinnar eru órann- sakanlegir. En það \irðist nokkurn veginn víst, að hið sviplega fráfall Halfdanar svarta og valdataka Guttorms hertoga cru upphaf þeirra atburða, er leiddu til þess að sjálfstætt norrænt ríki var stofnað á íslandi. Það var mykjan á ísnum í Rykinsvík, sem óbeinlínis varð orsök þess að ísland bvggð- ist. Og er það ekki skrítið, hvað lík eru nöfnin á Rykinsvík (Röykenvík) og Reykja- vík, fyrsta bænurn á íslandi? 40 dagrenning

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.