Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 3

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 3
DAGRENNING 3. TOLUBLAÐ 3. ÁRGANGUR REYKJAVÍK JÚNÍ 1948 Ritstjóri: JÓNAS GUÐMUNDSSON, Reynimel 28, Reykjavik. Sími 1196 -irpIMMTÍU ÁR! Skeyti, 'blóm, heillaóskir vina og vandamanna, — er það nokkuð annað? Þegar ég nú á þessum timamótum eevi minnar lit yfir farinn veg, þá finnst mér þessi fimmtiu ár vera svo ósköþ stuttur timi. Ég man ennþá svo vel eftir þvi, þegar ég sat yfir kúnum á Hvanneyri, vakti yfir túninu og sótti hestana á morgnana. Þá voru enn um 40 ár að þessum degi. Mér finnst ennþá svo stutt síðan ég var „ungur" og átti áhugamál œsku- mannsins, sem ég hélt þá, að vœru beztu stundir lífsins. Það var svo hressandi að vera ungur, og finna lifsorkuna og bardagahuginn titra i hverri taug. Þá voru stjórnmálin sá vettvangur, sem mest heillaði, enda lagt út á þá brautina án þess að bera liviðboga fyrir morgundeginum. Og hvað sem annars má segja Ijótt um stjórnmálabaráttuna og stjórnmálastarfsemina, þá á hún þó einn kost, hún þroskar baráttuluefileikayia, sem i hverjum m'anni búa. Ég minnist lika alls áhugans fyrir hinum svokölluðu umbótum, sem fylltu hugann á þritugs og fertugsaldrinum. Ég sé enn skýjaborgirnar, sem ég byggði þá i huga minum á Norðfirði, en sem feestar komust niður á jörðina nema sem litill hluti þess, sem verða átti. Nú sé ég að þessar skýjaborgir voru ekki einskis- virði fyrir minn eigin þroska, þótt þœr yrðit aldrei það, sem þeim uþþhaflega var œtlað að verða. Tíminn til þess að þeer fœddust hér á jörðu var þá enn ekki kominn — og hann er að surnu leyti ekki kominn ennþá. Ég minnist kennslustarfsins mins i meira en 11 ár og allra þeirra mörgu barna og unglinga, sem þá urðu á vegi minum. Sakleysisleg barnsaugun eru enn i huga minum, augu, sem horfðu út i lifið með undrun og forvitni. Nú eru mörg þessi augu brostin, og önnur horfa nú á lifið með raunsœi hins þrosk- aða manns. Mér þótti vce.nt um öll þessi börn, og ég mundi aldrei geta vcenzt annars en góðs af þeim. Svona gceti ég lengi skrifað. * En nú er þetta allt að baki. Fyrir fáum árum breyttist viðhorfið alveg. Þá kom sú breyting „innan að“, sem enginn skilur nema sá, sem það reynir. DAGRENNING 2

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.