Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 4
Ég hafði wn mörg ár barizt hinni erfiðu baráttu drykkjumannsins — baráttu, sem enginn skilur annar en sá, sem það rcynir sjálfur. F.g fnnn, að hvert sem leitað var að leekningu við þeim sjúkdómi, var liana livergi að fá á allri jörð- inni. Þar stóðu öll vísindi og öll tœkni ráðþrota, og skilningsleysi þeirra, sem ekki þekkja drykkjuhneigðina, gerði allt enn verra og erfiðara. Ég fann, að einungis ein Itekning var til. Hún var sú, að deyja — hverfa. En „þegar neyðin er steerst, er oft hjálpin ?iœst,“ segir liið forna spakmœli — og svo fór hér. Mér veittist þá sú hjálþ, sem ég aldrei fœ fullþakkað, og sú hjálp kom frá honum, sem sagði: „Komið til min, allir þér, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir, og ég muii veita yður hvild.“ Það var Hann, sem létti af mér hinni þungu byrði drykkjuskaparins og opnaði sál minni sýn inn i áður ókunnan heim. Ég veit, að Hann mun hjálpa öllum, sem leita hans i einlcegni og af heil- um hug. Þessa finnst mér bezt af öllu að minnast nú á þessum merka afmcelisdegi mínum. Og leiðsögn Hans, sem þá rétti mér sina voldugu hjálparhönd, vil ég reyna að hlita það sem eftir er, hvort sem þau ár verða mörg eða fá. Öllum vimwi minum og velgjörðarmöimum á þessari fimmtiu ára för, fceri ég minar beztu óskir og þakkir fyrir liðin ár. En ilmurinn frá afmcelisrósunum minum minnir mig fyrst og fremst á þá þakkarskuld, sem ég á ógoldna Honum, sem loks eftir langa villuför leiddi mig á hina réttu leið. 11. júni 194S. 2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.