Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 9

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 9
visi en vera œtti og þarfnast lagfœringar, og hvernig get ég veitt yður aðstoð? Fyrir fullum sex árum gaf ég þá viðvörun, sem dreift var út á meðal yðar, um allt land, að ef íslenzka þjóðin i heild fœrði Guði ekki þakkir, slíkar sem vera bceri, fyrir velmegun hennar og vellíðan á þeim timum, þegar nálega allar aðrar þjóðir lifðu i angist, þá mundi hann efunarlaust- svipta hana ein- hverju af þeim efnislegu gœðum, sem þér þá nutuð, til þess að beina athygli yðar að þvi, að honum þœtti þér eklti auðsýna tilhlýðilegt þakklceti, svo að hann mcetti gefa yður kost þeirrar mikilsverðu reynslu andans, sem iðrunin er, og þér fyrir hana auðgast andlega. Þá mundu hin efnalegu gceði verða veitt yður á ný. samkvœmt guðlegu loforði, sem gefið er i 2. Kronikubók, 7. kap., ! 14. v.: „Ef fólk mitt, sem við mig er kennt, auðmýkir sig, og biður, og leitar auglitis mins, og snýr sér frá sínum vondu vegum, þá vil ég heyra i himninum j og fyrirgefa þeirra syndir o g gr ce ð a l a n d þ eirr a“. Þér sjáið þannig, að Guð liefir látið reynslutima lioma yfir þjóðina til I þess að búa hana undir hennar mikla andlega hlutverk, ef þér aðeins i auð- sveipni farið að hans alvitra vilja. Rétta leiðin fyrir islenzku þjóðina nú i : svipinn er skýr og augljós: hún er þakkargjörð og andleg vakning. Ég endurtek þau orð Roosevelts forseta, sem ég mcelti til yðar árið 1939. Hann sagði: „Ég j efa að til sé nokkurt það vandkvœði — i félagsmálum, stjórnmálum eða fjárhags- I málum — að eigi greiðist úr þvi fyrir eldi andlegrar vakningar.“ Eftir minum skilningi á spádómum Biblíunnaj■ og Pýramidans mikla, sem er Biblian í steini, á hin mikla andlega vakning og upplyfting íslands að verða j árið 1948 og þar á eftir. Af þvi, sem ég liefi sagt i kvöld, sjáið þér að nú, j nákvcemlega á tilteknum tima, hefir Guð látið yður falla i skaut einmitt þá ! reynslu og skapað einmitt þau skilyrði i landi yðar, sem gefa yður hið sérstaka i tcekifceri til iðrunar, þakkargjörðar og andlegrar endurvöknunar. Ég bið yður, ; bið yður ástúðlega, alla þjóðina — karla, konur og börn —, að þér gangið til j framkvcemda nú i stað. Augnablik náðartímans stendur yfir. Mig langar j til að mega leggja fyrir yður tvær tillögur til að fara eftir og það án tafar. i Þær eru þessar: 1. Að leiðtogar íslenzku þjóðarinnar fyrirskipi um land allt dag b æ n a o g þakkargjörðar svo fljótt sem verða má, og að þar i taki þátt ekki aðeins kirkjurnar allar saman, heldur og liver einstakur kristinn íslendingur, og gefi Guði þakkir fyrir meðalgöngu drottins vors og frelsara Jesú Krists. 2. Að Orðskv. 14. kap. 34. v., „Réttlætið u p p h e f u r lý ð i nn“, verði gert að einkunnarorðum islenzku þjóðarinnar. Með þvi að taka slika stefnu og halda henni, mundi íslandi forðað frá meiri i ógæfu, eða jafnvel hörmungum. Guð blessi Island! DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.