Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 11

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 11
ADAM RUTHERFORD: hlutverk henuar? — ERINDI, FLUTT í FRIKIRKJUNNI 19. MAI 1948. — Kæra íslenzka þjóð! Biblían hefir að geyma fjölda marga spá- dóma, sem segja fyrir það ástand, sem er í heiminum nú á dögum. Drottinn vor og frelsari, Jesús Kristur, sagði, að verða mundi mikil þrenging og angist meðal þjóðanna á jörðinni, að lijörtu mannanna mundu bifast af ótta, þegar þeir horfa fram á það, sem koma mun yfú jarðríkið. Þetta er sérlega tímabært og viðeigandi, eftir að atómsprengj- an hefir verið fundin upp. En hlustið nú á það, sem Jesú segir næst: „Og þegar þér sjáið, að þessir hlutir byrja að gerast, þá lyftið höfðum yðar — lyftið höfðum vðar og horfið á, því að lausn yðar er nálæg.“ Ennfremur sagði hann: „Alveg eins og þér sjáið knapp- ana á trjánum og vitið þá, að sumarið er nálægt, eins mun verða, þegar þér sjáið, að þessir hlutir gerast, þá getið þér vitað, að ríki Drottins er nálægt.“ Það er þetta ríki dýrðarinnar, sem við biðjum um á hverjum degi, þegar Guðs vilji mun verða fram- kvæmdur á jörðu, eins og hann er fram- kvæmdur á liimni. Vissulega er þetta stór- fenglegur boðskapur. í dag ætti sérhver sann- kristinn maður að vera bjartsýnn og fallast á að vera bjartsýnn. Það er undravert, að nálega alls staðar í Biblíunni, þar sem sagt er fyrir um þetta núverandi hörmungarástand, Jrá er einnig talað'um liina miklu tíma bless- unarinnar, sem munu koma þar á eftir. Stundum er bæði talað um hina miklu erfið- leika, þrengingarnar og blessunartímabilið í einni setningu. En stundum er það líka þannig, að eitt vers greinir frá þrengingun- um, en næsta vers þai á eftir greinir frá blessuninni. Stundum finnum vér heila kapítula, sem lýsa því vandræðaástandi, sem nú er, og í næsta kapítula er greint frá hin- um stórfenglega tíma, sem koma mun þar á eftir. Þetta kemur aftur og aftur fyrir í spádómum Biblíunnar, og þar af leiðandi vitum vér með vissu, að Jjetta er satt. Ég ætla að nefna ykkur nokkur dæmi: í öðrum kap. hjá spámanninum Haggai, 22. versinu, talar Guð, og segir: „Ég mun hrista jörðina." Og þetta hefir hann verið að gera síðan 1941. Og í spádómnum segir einnig á þessa leið: Og það, sem allar þjóðir þrá, það mun koma. Hvað er nú það, sem allir menn á allri jörðinni þrá? Nú er ég ekki að tala um ríkisstjórnir þjóðanna, held- ur um þjóðirnar sjálfar. Það, sem þjóðirnar ]irá, er friðui til að lifa og haming/a, og það er það, sem Biblían segir, að bráðlega muni koma. Þá segir hjá spámanninum Sefanía (3. kap., 8. vers) á Jnessa leið: „Bíðið eftir mér, segir Drottinn, þar til ég rís upp sem vottur, því að ákvörðun mín er að samansafna þjóð- unum og safna í heild konungsríkjunum til DAGRENNING 9

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.