Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 14

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 14
frá, og nánar til tekið er þetta nálæg fram- tíð. — í 25. versinu segir svo: „Söngvarar eru í fararbroddi, þá strengleikarar — —. Lofið Guð á samkomunum, lofið Drottin, þér senr eruð af uppsprettu ísraels. Þar er Benjamín litli leiðtogi þeirra.“ Svo að þeir, sem stjórna söngnum, og liafa þannig for- ustuna urn að lofa Drottin, þegar menn kom- ast út úr þessu þrengingarástandi og kornast inn í liið nýja stórfenglega skipulag konungs- ríkis Guðs, eru liér kallaðir Benjamín. Sam- kvæmt þessum tilfærðu ritningarorðum virð- ist svo sem ísland sé Benjamín spádómanna. En láturn oss nú færa fullar sönnur á þetta. Benjamín litli segir hér, en til er önnur þýðing, sem segir Benjamín hinn minnsti. Nú var ættkvísl Benjamíns minnsta ættkvísl- in meðal ættkvísla ísraels. Samkvæmt því ætti „Benjamín spádómanna", senr kemur fram á sjónarsviðið „við endalokin", að vera hin minnsta af ísraelsþjóðunum. En hverjar eru ísraelsþjóðirnar? Athug- um nú fyrstu bók Móse, og fylgist nú mjög nákvæmlega með. í 12. kap. þeirrar bókar er greint frá því, er Guð kallaði Abraham inn í hið fyrirheitna land, og meðal annars er þar sagt, að Guð hafi sagt við Abraham: „Ég mun gera þig að mikilli þjóð, og af afkvæmi þínu munu allar þjóðir jarðarinnar blessun hljóta." Og þessi spádómur var end- urtekinn gagnvart eftirkomendum hans. Það cr að segja, að bæði Abraham, ísak og Jakob fengu sama fyrirlieitið í sarns konar spádómi og sömuleiðis Jósef. Og livað Jakob snertir, en hann var sonarsonur Abrahams, þá er einnig sérstaklega spáð fvrir honum.í 35,kap. I. Mósebókar segir Guð við Jakob: „Ver þú frjósanmr og margfaldast þú. Af þér nrun koma nrikil þjóð, og þjóðasamfélag.“ Þér sjáið því, að afkomendur Jakobs áttu að verða hvort tveggja, mikil þjóð og félagsheild þjóða eða þjóðafjölskylda. Og þegar kenmr fram á daga Jósefs og sonar hans, Efraims, þá er spádónmrinn enn endurtekinn, og sagt, að frá þeim skyldi koma mikil þjóð og mikið þjóðasamfélag. Og þar er það sagt, að þetta nmni verða á hinum síðustu dögum. Vér erum nú á hinum síðustu dögum konungs- ríkja þessa herms, eins og rakið var í fyrra erindi mínu, tímanum áður en stofnað verð- ur hið nrikla dýrðarríki Guðs. Vér ættunr því — ef þetta er rétt — að finna einhvers staðar mikið „þjóða-samfélag“ og „mikla þjóð“, sem allt væri þó af sama kynflokki. En livar finnum vér þetta? Er nokkuð slíkt til nú á dögum? Hefir Biblían reynzt rétt í þessu efni? Já, til er í heiminum í dag það, sem áður hefir ekki verið til, heilt félag þjóða, sem allar eru af sama kvnflokki, það er Brezka samveldið, Stóra-Bretland og Kanada, Suður-Afríka og Ástralía og Nýja- Sjáland. Allar þessar þjóðir eru af hinu sarna blóði, en þær hafa allar þróazt út frá Stóra- Bretlandi. Sú staðrevnd, að það er aðeins getið um eina Jrjóð í veraldarsögunni, sem þannig hefir þróazt, og hún er einmitt til nú á dög- um, það er að segja „á tímabili endalok- anna“, eins og Biblían sagði fyrirfram, að verða mundi, þá getur þar af leiðandi Brezka samveldið ekki verið neitt annað en ísrael. Athugum nú þetta mál enn nánar. Jafnframt þessu þjóða-samfélagi átti að vera til „mikil þjóð“ fyrir utan þetta þjóða- samfélag. Er nú um nokkra „mikla þjóð“ að ræða, sem að rnestu leyti er af sama bergi brotin? Já, Jrað eru Bandaríki Norður- Ameríku. Það er að vísu heimsborgaralegra samfélag heldur en brezka þjóðasambandið, en engu að síður er það af brezkum upp- runa og upphaflega var það brezkt samveldis- land, og það var grundvallað af brezkum borgurum, og bvggt upp af þeim. Og jafn- vel nú á dögum, svo framarlega, sem treysta má skýrslunum frá rikisstjórnunum, sem ég vil gera ráð fyrir, þá eru 65 af hverjum 100 12 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.