Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 19
þjóðum, og ég get því sagt þetta af nokkurri reynslu. Alþýðumaðurinn á íslandi hugsar minna um bjór og hundaveðhlaup eða fótbolta og slíka hluti en alþýðufólk flestra annarra landa. Þið eruð jafnvel hneigðari fyrir að lesa um alvarlega hluti en horfa á íþróttir. Bók- menntaáhugi Islendinga er glögglega eitt af sérkennum Benjamíns ættkvíslarinnar. Þann- ig er það augljóst, að ykkur er ætlað að gegna ákveðnu ljósberahlutverki, og að svo miklu leyti sem ég skil spádónrana, þá rnunuð þið verða fvrstir meðal ísraelsþjóðanna til þess að kornast að raun urn, hverjir þið emð, og viðurkenna það, livers vegna Guð lét ykkur verða til og hvert ykkar hlutverk er. Og þar með er ykkar vakningartími upp runn- inn, og það er trú mín, og þið munuð fá knúið Stóra-Bretland og aðrar þjóðir vkkur skvldar til að lmgsa unr þessi mál. Nú er Guð að undirbúa vkkur undir þetta dásamlega hlutverk. Þið sjáið að þið eruð mjög lítil þjóð, og það mundi ekkert muna um ykkur í hinum miklu stjórnmálaátökum heimsins eða í fjárhagsmálum hans, og öðru þess háttar. Þið eruð allt of lítil þjóð til þess að um ykkur muni þar. En það er í eina átt, sem þið getið haft mikil áhrif, en það er með því að vinna á andlega sviðinu. En hvað andlega hluti snertir, þá virðist það vera þannig með Guð, að liann notar nálega alltaf það, sem lítið er, smátt og veikt, til þess að gera hina miklu hluti, eins og hann raunar segir sjálfur. Hann notar það, sem veikt er í þessurn heirni, til þess að gera hinum máttugu og voldugu kinnroða. Einn óbrotinn maður, sem er fylltur af Heilögum anda Guðs, getur vakið heila þjóð. Þannig ætti einnig lítil þjóð, sem er í samræmi við og undir valdi Guðs, að geta haft nrikil áhrif á stórar þjóðir. Og í náinni framtíð ætti því svo að fara, að þið hafið dásamleg áhrif á hinar ísraelsþjóðirnar. Við höfum nú rætt nokkuð um upplýsingu ísraels, sem sam- kvæmt spádómum Biblíunnar er hlutverk Benjamíns að hefja — hlutverk íslendinga. * I Pýramidanum mikla er Konungssalur- inn, sem var kunnur hinum fornu Egyptum undir nafninu „salur upplýsingarinnar“. Það var eitt af hinum mörgu nöfnum hans. Þið athugið það, að þessi salur er nálega allur byggður úr graníti, en þetta er táknað með rauðum lit hér á kortinu. Þessi hluti af pýra- midanum, sem bvggður er úr graníti, — og er aðeins lítill hluti hans, en þó mjög þýð- ingarmikill, — var kallaður „helgidómur" pýramidans. Hér ætti því að vera liægt að finna eitt- hvað um Benjamín. Þar er upplýsingin sýnd, eða opinberun hinnar guðdómlegu fvrirætl- unar „á hinum síðustu dögum“, og fyrst og fremst í sambandi við ættkvísl Benjamíns. En það, sem greint er þarna í salnum sam- kværnt mælikvarða pýramidans, er nú liðinn tírni, svo'að hér er enn eitt tækifæri til þess að rannsaka, hvort það, sem ég nú er að segja, sé satt eða ekki. Israel hefir verið blindur öldum sarnan. Biblían segir líka, að þannig mundi fara fyrir þjóðinni: „Hver er svo blindur sem þjónn minn ísrael?" ísraelsþjóðirnar sem heild hafa vitað, liver Messías var og flestar þeirra hafa, að minnsta kosti að nafninu til, viðurkennt Krist. En þær hafa þó verið blindar gagnvart því, hverj- r.r þær sjálfar eru. Þær vissu ekki að þær eru Israel, en aftur á móti vissi Júda þetta, en sú ættkvísl var blind gagnvart Messíasi. Þeir höfnuðu Kristi, en þeir vita þó, hverjir þeir eru. Þeir vissu og vita, að þeir eru Júda. En sá tími er að nálgast, að Júda mun þekkja Messías sinn, og ísrael mun fá að vita hver hann er. En Benjamín á að vera leiðtogi og Benja- mín ætti Jrví fvrstur að komast að raun um DAGRENNING 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.