Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 20

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 20
þetta. Og þegar þetta verður kunnugt, að íslenzka þjóðin sem heild kemst að þeirri niðurstöðu, að hún sé Benjamín og hluti af ísrael, og boðar þetta meðal annarra þjóða, þá mun sú staðreynd koma hinum Israels- þjóðunum til að hugsa. Fyrsta stigið í þessu verki, það er að segja frá sjónarmiði Guðs, er upplýsing Benjamíns. Með öðrum orðum, hér er um að ræða upplýsingu íslendinga um það, hverjir þeir eru, og þá mun upp- lýsing Bretlands og hinna annarra þjóða koma á eftir. Spádómarnir eru greinilegir, hvað þetta snertir, að Benjamín, það er að segja ísland, rnuni hér verða leiðtogi. Hann mun verða leiðtogi hvað þessa upplýsingu snertir, og komast fvrstur að raun um hinn guðdómlega tilgang. Látum oss nú rannsaka þetta nánar. Ár- talið, sem hér er skrifað við innganginn að Konungssalnum, er 1936, og það átti að tákna upphaf þessarar upplýsingar, og þar af leiðandi hlýtur þetta að benda á það, að þá hefst uppgötvun þess, að Benjamín viti, hver hann er. Einmitt þetta gerðist. Það var við endalok þessa árs, að menn komust fyrst að niðurstöðu um það, hver Benjamín var, — að hann var ísland. Snemma á árinu 1937 var bókin: „Hin mikla arfleifð íslands“ skrifuð, og frá þessu var greint um allt ísland. í miðjurn Konungs- salnunr, það er að segja miðja vegu milli norðurs og suðurs, er þessi kista, — það er steinkista úr graníti, — en rúmtak þessarar kistu að innan er jafn mikið og rúmtak sátt- niálsarkarinnar í hinu allra helgasta í tjald- búðinni og musterinu. Það var þaðan, sem hið yfirnáttúrlega ljós — shekina Ijósið — skein, þessi mikla birta, sem táknar tímabil sérstakrar upplýsingar fyrir Benjamín — ís- land. Fyrsta ártalið í þessari steinkistu er 1941, og það er ártal, sem við þegar höfum heyrt um. Hvarð gerðist þá? Ég var hér á íslandi tveim árum áður en það ártal rann upp, — árið 1939. Þá sagði ég hér í Reykjavík, að samkvæmt þessum spádómi í hinum mikla pýramida rnyndi í upphafi ársins 1941 ís- land ckki aðeins fá fullt sjálfstæði sitt, held- ur mundi Guð þá líka uppvekja einhvem Islending, einhvern mann, sem býr á Islandi og þekkir hina íslenzku tungu, og sá maður mundi gjöra þessi mál kunnug meðal allrar þjóðarinnar. Ekki vissi ég nokkurn skapaðan lilut um, hver þetta mundi verða. En það gerðist einmitt þetta ár. Þá kallaði Guð okk- ar kæra vin, senr er meðal okkar hér í kvöld, herra Jónas Guðmundsson, og þá byrjaði hann að starfa opinþerlega að þessu máli og ritaði sína fyrstu bók einmitt þetta sama ár. Og þau sjö ár, sem liðin eru síðan, hefir hann notað frítíma sinn og orku sína til þess að gera það, sem hann gat, til þess að kynna þctta málefni meðal landsmanna, nákværn- lega eins og spádómurinn sýndi að verða mundi. Athugið það, kæru vinir, að ekki var eg ncitt riðinn við það að kalla hr. Jónas Guðmundsson til þessa starfs. í raun og veru var það þannig, að árið 1939 hafði hann engan áhuga fvrir þcssu máli og ég vissi ekkert um hann. í öllu því, sem snertir hið trúarlega, er bezt að ætla Guði allt, og láta hann útvelja allt, sem til þess þarf. Nú hefir J. G. stofnað tímaritið „Dag- renningu“, til þess að greiða fyrir því, að ís- lendingar geti fylgzt með í þessum dásarn- lega sannleika, og ég held, að mér sé óhætt að segja það, að sérhver maður á íslandi hafi að minnsta kosti heyrt um það, og þó nokk- uð margir hafa hlustað á málið með athygli og hafa náð sér í tímaritið. En nú erum vér komnir að endalokum þeirrar mælingar, sem stemkistan sýnir, því að hún endar þetta ár. Og hvað þýðir það? Þið sjáið, að Guð gerir ýmislegt í áföngum, meira að segja í mjög skýrt afmörkuðunr áföngum. Fyrsti áfanginn er það, að uppgötvað er 18 DAGRENN I NG

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.