Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 23

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 23
cr að leita að annarra göllum, né heldur í neinum gagnrýnis anda. Það, að ég tala um þetta, er af því, að mér þykir vænt um þjóð- ina, og ég óska ekki að sjá ykkur þjást, því að æðsta velferð ykkar liggur mér á hjarta. Guð kallar rnjög greinilega. Hann kallar Island nú og segir nákvæmlega, ln-að gjöra skal, og brautin er svo bein, og ég treysti ykkur til að gera það vegna ykkar sjálfra. Hlustið á rödd Guðs. Og það mun verða, eins og ég nú hefi sagt, Guð mun nú snúa sér að ykkur sem þjóðarheild. Fram að árinu 1948 hefir hann rneira og rninna kallað einstaklingana, en nú vill hann að þjóðin sem þjóð skuli opin- berlega viðurkenna hann og kannast við blessun hans. Og þið hafið miklar ástæður til að færa þakkir. Hann hefir varðveitt ykkur frernur öllum öðrum þjóðum jarðar, af því að þið eruð hans litli Benjamín, sem hann elskar innilega. Satt er það, að saga ykkar hefir verið hörð. En það hefir þjálfað ykkur mjög og aukið manngildi íslendinga. En nú er að upprenna ný öld, og nú mun Guð snúa sér að þjóðunum á sérstakan hátt, og alveg sér- staklega að íslandi nú þegar, alveg á sama hátt og hann sneri sér að ísrael forðum. Þá skyldi þjóðin sem þjóð þakka Guði fyrir þessa miklu og kærlciksríku vernd, sem hann hefir veitt henni sérstaklega á síðustu stvrj- aldarárum. Idvaða afstöðu ætlið þið að taka til þessa máls? Þetta verður að gera opinberlega. Hér dugar ekki hljóð og þakklát bæn einstakl- ingsins, heldur verður þjóðin sem heild að standa að málinu. Fyrsta stigið er nrjög einfalt. Það er blátt áfram og fyrst og fremst að þakka. A meðan á stríðinu stóð, þá var hér í kirkj- unum sungin reglulega hin gullfagra bæn „Faðir andanna", þegar þið hélduð að þið væruð í hættu,. og vissulega var það rétt, fagurt og tilhlýðilegt. En nú, þegar hættan er liðin hjá, horfin eins og sakir standa, er það ekki síður áríðandi, að þið séuð eins samvizkusamir, hvað það snertir, að þakka Guði. Næsta stigið er meðal annars fólgið í því, að þjóðin haldi sérstakan, opinberan þakkar- gjörðardag. Og þann dag ætti leiðtogi þjóð- arinnar — forsetinn — að ákveða, svo að þjóðin sem þjóðarheild þakki Guði opinber- lega. Ég skora á ykkur af öllurn mínum huga, að láta úr þessu verða, og það án verulegs dráttar. Eins og ég hefi þegar sagt, þá munu erfið- leikar ykkar vaxa, þangað til þið stigið þetta spor. Og aftur beini ég því til ykkar: Látið úr þessu verða sem allra fvrst. Því lengur sem þetta dregst, því verra mun ástandið verða, og því erfiðara mun allt verða fyrir ykkur, einnig að efna til slíkrar þakkar- gjörðar. Og ég hefi aðra tillögu, sem ég vil gjöra. Þegar þið hafið þakkað Guði, þá rnegið þið ekki gleýma velgjörðum hans, heldur halda áfram að bera lotningu fyrir honum, og halda því áfrarn á slíkan hátt, sem nú hefir verið bent á. Nú vil ég lesa þetta vers aftur. Það er ekki aðeins urn það að ræða að færa eina þakkar- gjörð, heldur halda áfram að snúa ásjónu ykkar til Guðs. Það er áreiðanlega þess virði, að það sé endurtekið. Það er lausnin á öll- um vandamálum vkkar sem þjóðar. Ef þið uppfvllið nú þessi skilvrði, þá mun hann heyra frá himni, og lækna ykkar land. At- hugið, að hér er ekki aðeins sagt að hann muni lagfæra fjárhagsvandræði í landi ykkar, heldur lækna land ykkar, hvað alla erfiðleika snertir, svo framarlega sem þið eruð heils hugar. Land ykkar mun lækningu hljóta, að svo nriklu leyti, sem þið eruð heils hugar. „Ef þjóð mín, sem kölluð er með mínu nafni, vill auðmýkja sjálfa sig og biðja og DAGRENN I NG 21

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.