Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 25

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 25
hér í Reykjavík, og er það því mjög lítið breytt frá því, sem það var flutt. Um upp- töku erindisins sá Bjöm Einarsson, Loka- stíg 3 í Revkjavík, og er Dagrenning honurn þakklát h'rir þá hjálp, því að það var eina leiðin til þess að lesendur hennar, utan Reykjavíkur og Akureyrar, ættu þess kost að sjá á prenti, hvað Rutherford hafði að segja urn ísland og framtíðarhlutverk þess. Rutherford skrifar ekki niður ræður sínar, heldur flytur þær blaðalaust, svo að um það var ekki að ræða að ná þeirn á annan hátt en þennan. Þessi sörnu erindi voru svo endurtekin á sarna stað 18. og 19. maí og túlkaði síra Jóhann Hannesson þá aftur mál Ruther- fords. Áður en erindin hófust lék organisti Frí- kirkjunnar, Sigurður ísólfsson, á kirkjuorgel- ig og þvínæst las síra Jóhann Hannesson Ritningarkafla og flutti stutta bæn. Að loknum erindunum flutti Rutherford bæn á ensku, og var hún ekki túlkuð. Fyrirlestrarnir stóðu vfir í tvær klukku- stundir jafnaðarlegast. Allt fór þetta mjög virðulega fram og i'oru samkomur þessar hin- ar hátíðlegustu og til sóma, bæði þeim, er þar fluttu mál sitt, og áhevrendum. Rutherford hafði ákveðið það áður en hann fór frá Bretlandi, að flytja erindi sitt bæði á Akurevri og Austfjörðum. \?egna sam- gönguerfiðleika svo snemma vors var úti- lokað að farið yrði til Austfjarða, en til Akureyrar var farið og þar voru sömu erindin flutt og í Revkjavík. Þar annaðist túlkun síra Friðrik A. Friðriksson á Húsavík og fórst það prýðilega. Erindin voru flutt í Akureyrar- kirkju og las vígslubiskup Friðrik J. Rafnar úr Ritningunni og flutti stutta bæn á undan erindinu liið fyrra kvöldið, en séra Pétur Sigurgeirsson síðara kvöldið. Kirkjukór Akur- eyrar, undir stjóm Björgvins Guðmunds- sonar tónskálds, söng sálminn „Ó, þá náð að eiga Jesú“, áður en erindi hófst fyrra kvöldið, en „Faðir andanna" að loknu síðara erindinu. Kirkjan var nærri fullskipuð bæði kvöldin, en hún rúmar um 500 manns. Förin til Akureyrar var hin ánægjulegasta. Jónas Þór framkvæmdastjóri hafði sýnt Dag- renningu Jiá vinsemd, að annast allan undir- búning þar og fórst það allt hið bezta úr hendi, svo sem vænta mátti. Rutherford lét svo um mælt, að sér mundi Akureyrarförin ógleymanleg. * Þess hafði verið vænzt, að útvarpsráð levfði að Rutherford fengi að flytja stutt ávarp í útvarpið, áður en hann færi. Þegar hann kom hér 1939, flutti hann þar ávarp, sem síðar var prentað. En íslenzkri gestrisni hafði farið Jietta lítilræði fram á þessum 9 árum, sem liðin eru síðan, að nú var þessu neitað, að sögn með öllum atkvæðum útv'arpsráðs- manna. Þvkir fétt að geta hér nafna þessara heið- ursmanna, sv'O að allir megi sjá, h\'ar „frjáls- lyndið“ og „víðsýnið“ skín skærast á landi voru. Þeir menn, sem gerðu hinni víðkunnu íslenzku gestrisni þennan mikla sóma, voru Jiessir: Jakob Benediktsson magister, formaður útvaqisráðs, fulltrúi kommúnista í ráð- inu. Stefán Pétursson ritstjóri Alþýðublaðsins, fulltrúi Alþýðuflokksins í útv'arpsráði. Ólafur Jóhannesson prófessor í lögfræði við Háskóla íslands, fulltrúi Framsókn- arflokksins. Jóhann Hafstein alþingismaður og bæjar- fulltrúi í Reykjavík, fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, — og Sigurður Bjamason frá Vigur, alþingis- maður og forseti bæjarstjórnar ísafjarð- DAGRENNING 23

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.