Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 26

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 26
í Fríkirkjunni 19. maí 1948. (Ljósm.: Vignir.) ar, fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í útvarps- ráði. Hér þykir ekki við eiga að víkja frekar að mönnum þessum fyrir þessa gestrisni þeirra. Aðeins skal það sagt nú, að þess er vænzt, að þeir uppskeri eins og þeir hafa sáð, og mega þeir þá vel við una, og geta engum um kennt nema sjálfum sér. En þess ættu menn að minnast, þegar þeir heyra einhvern þess- ara háskólagengnu lærdóms- og mennta- manna tala eða rita fjálglega um „frjálslvndi“ og „víðsýni", að þá ber að taka slíkt hjal þeirra með hæfilegri „afskrift," því hvorki áttu þeir manndóm né skilning til þess að leyfa þjóð sinni að hevra ávarp erlends manns, sem í vinsemd sækir þjóðina lieim, og vart ættu þeir að ærast þó þar að kæmi síðar, að þeim yrði varnað máls, er þeir telja sig liafa mikilsvert mál að flvtja, hvort held- ur væri sinni eigin þjóð eða öðrum. Ég mun síðar ræða nánar við útvarpsráð og stjórn þess alla um rekstur þeirrar stofn- unar og skal því ekki frekar að þessu vikið að þessu sinni. Þar sem útvarpsráð kom í veg fyrir að Rutherford flytti ávarp sitt i áheyrn alþjóðar, var það ráð tekið að prenta það hér í ritinu, bæði á ensku og í íslenzkri þýðingu. Ruther- ford bað Dagrenningu að bera öllum íslend- ingum kveðju sína, og er sú kveðja nú flutt hér. Rutherford kom hingað sem vinur hinn- ar íslenzku þjóðar. Hann trúir því, og styður þá trú sína við skilning sinn á spádómum Heilagrar ritningar, að íslandi sé ætlað mik- ið og veglegt hlutverk á komandi tímum, 24 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.