Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 28

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 28
og kirkjunni ekki til neins sóma, svo að ekki sé meira sagt. Gylfi Þ. Gíslason prófessor gat þess í frétta- pistli til útlanda sunnudaginn 30. maí s.l., að Rutherford liefði verið hér á ferð, flutt erindi hér og fengið góða aðsókn. Hann gerði lítið úr spádómum hans og var auð- hevrt, að lítið liafði prófessornum farið fram í þekkingu á þessum málurn síðan hann hélt því fram í blaðagrein, að pýramidinn væri á „móti lýðræðinu“, eins og það mundi orðað af sálufélögum lians, kommúnistum eða svo- kölluðum „vinstri mönnum“. En þar sem það var auðheyrt, að prófessorinu notaði aðeins erindi Rutherfords, eða komu hans, til þess að reyna að ná til ritstjóra Dagrenningar og skoðana þeirra, er liann setti fram í grein- inni „Vakna þú, íslenzka þjóð“, er ekki ástæða til að fjölvrða frekar um ummæli prófessorsins að þessu sinni. * Dagrenningu er ekki kunnugt um, að fleiri hafi getið um komu Rutherfords hingað né minnst á erindi hans. Komist hún á snoðir um það síðar eða bætist þar nýtt við til hins verra eða betra, mun þess verða getið í næsta hefti. * Að lokum skal svo öllum lesendum Dagrenningar flutt kveðja Rutherfords og árnaðaróskir. Hann hefði kosið að fá einnig að tala til y'kkar, sem búið utan Rey'kjavíkur og Akureyrar, en þess var ekki kostur að þessu sinni. — Rutherford fór flugleiðis til Bretlands 25. maí og kom til London 28. maí. Ferðin öll hafði gengið ágætlega. /. G. Tímaritið „Dagrenning", Reykjavík. Meðan ég dvaldi í Reykjavík, og eftir að ég hafði haldið fyrri erindi min þar, barst mér í hendur nafnlaust bréf, þar sem ég var beðinn að svara ýmsum spurningum. Ég skal taka það fram, að ég er aldrei vanur að svara spurningum eða öðru, sem til mín er sent í nafnlausum bréfum. Ég lít svo á, að ef fyrir- spyrjandinn hefir ekki hugrekki til að setja nafn sitt undir bréfið, geti hann ekki ætlast til svars. En þetta bréf, sem ég fékk í Reykjavík, var svo kurteist og í alla staði á þann veg úr garði gert, að ég hefði kosiö að svara því sem ýtarlegast. Mér hefði verið ókleift að svara þeim fyrirspurn- um, sem bornar voru fram í bréfinu, samhliða erindum þeim, sem ég flutti, þvi að það hefði raskað of mjög samhengi þeirra. Ég hefði þvi orðið að svara þeim á annan veg, t. d. með bréfi til fyrirspyrjandans eða opinberlega í sérstakri rit- gerð. Ég er reiðubúinn að svara bréfinu enn og þess vegna vil ég biðja Dagrenningu að koma þeim til- mælum minum á framfæri við fyrirspyrjandann, að hann annað hvort sendi mér nafn sitt og heimilisfang til Bretlands, en heimilisfang mitt þar er 39, Beverley Gardens Stanmore, MIDDX London, eða sendi það til ritstjóra Dagrenningar, hr. Jónas- ar Guðmundssonar, Reynimel 28, Reykjavík, sem þá mundi senda mér það, og ég þá svara bréfinu opinberlega með ritgerð í Dagrenningu. — Ég mun ekki brjótá þá reglu mína, að svara ekki nafnlausum bréfum, en vil taka þetta fram vegna þess, að það kann e. t. v. að vera venja á íslandi, að menn svari nafnlausum bréfum, sem þeim eru send, ef þau eru kurteislega orðuð. p. t. Reykjavík, 23. maí 1948. Adam Rutherford. 26 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.