Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 29
JÓNAS GUÐMUNDSSON: Samstarf GySinga-amSvalds Bandaríkj- aama víS kommíiiiiístaiia í KremL HVAÐ GERÐIST 17. MAÍ? ÓTT ég geri ráð fr rir því, að allur þorri þeirra manna, senr á annað borð lesa Dagrenningu, hafi gert sér grein fyrir atburð- unum, senr urðu dagana kringum 17. maí s.l., tel ég rétt að geta þessara atburða stuttlega til þess að menn glöggvi sig betur á þeim, því að oft er það svo, að fólk, sem ekki fylg- ist því betur með erlendum fréttum, á erfitt með að sjá samhengið, sem oft er óljóst, milli spádómsins og atburðanna, sem gerð- ust. Þegar það var sagt fyrir, h'rir a. m. k. 11 árum, að dagarnir 16.—17. maí yrðu hinir merkilegustu, var það víst engurn, sem datt það í hug, að þá daga vrðu þeir atburðir, sem nú hafa gerzt. Flestir munu hafa gert sér í hugarlund allt annað miklu stórfelld- ara að þeirra dónri og þess vegna e. t. v. orðið fyrir vonbrigðum. Menn eru býsna lengi að læra það, að það eru ekki okkar eigin tilgátur, sem gildi hafa, heldur hitt, að hinir tilteknu spádómsdagar sýni atburði, sem marka tímamót, þótt þýðing þeirra, ein- mitt þegar þeir gerast, sé ekki svo stórkost- leg í augurn almennings. Menn verða og að gera sér þess fulla grein, að oft er það svo, að menn er farið að óra fyrir því, sem muni gerast, þegar fer að líða að spádóms- dögunum og þess vegna verður það, sem ger- ist, ekki eins nýtt fyrir manni eða óvænt. En þá ber að rannsaka spádóminn út frá þeim aðstæðum, sem fvrir hendi voru, þegar spádómsdagurinn fýrst var uppgötv- aður. Það mun hafa verið snemma á þessu ári, sem Bretar tilkvnntu, að þeir mundu láta af umboðsstjórn sinni í Palestínu 15. maí 1948. Var þetta svar þeirra við hinni örlaga- ríku ályktun Sameinuðu þjóðanna, að skipta Palestínu í tvö ríki — ríki Araba og ríki Gvðinga. — Á miðnætti 14. maí létu Bretar af stjórn í Palestínu, og samstundis lýstu Gyðingar í Palestínu yfir stofnun lýðveldisins „ísrael". Idinn 16. maí var hið nýja Ísraelsríki viður- kennt af stjórn Bandaríkja Norður-Ameríku, að vísu þó með nokkrum skilyrðum, en 17. maí gáfu Sovietríkin út opinbera tilkynningu um það, að þau hefðu skilyrðislaust viður- kennt Ísraelsríki. Með viðurkenningu þess- ara tveggja mestu hervelda heims má telja Ísraelsríki fullstofnað og stofndagar þess eru þannig 15., 16. og 17. maí 1948. En jafnframt þessu gerðust aðrir atburðir þessa sömu daga, sem e. t. v. eiga eftir að verða hinir þýðingarmestu fyrir sögu mann- kvnsins næstu árin, en það er hernaður Araba og herför þeirra til Palestínu, sem er bein afleiðing af stofnun Ísraelsríkis. Engin leið virðist vera til málamiðlunar. Arabar heimta eitt ríki í Palestínu, en Gyð- ingar krefjast þess, að þau verði tvö, og DAGRENNING 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.