Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 36
ekki þarf endilega að verða að heimsstyrjöld nú þegar, en getur smátt og smátt þokast áfram, þar til sú stund kernur, að Rússar ráðast á Bretland — koma „eins og óveður- ský til þess að hylja landið“. — Hvernig sú styrjöld fer, veltui á því, hvað oían á verður í Bandaríkjunum. Nú fara liinar þýðingarmiklu forsetakosningar þar í hönd. Þær eiga að fara frarn í nóvember- byrjun í haust. Báðir aðalflokkamir þar í landi, eru klofnir um afstöðuna til Breta. Gyðingaauðvaldið í báðum flokkum mun \'inna að því öllurn árum að fella hvert það forsetaefni, sem er vinveitt Bretum, og það liefir sitt eigið forsetaefni tilbúið, ef nægi- lega mikilli sundrungu tekst að sá í liinum flokkunum, og sá rnaður er Henry Wallace, vikapiltur kommúnista og svokallaðra „\ instri manna“ í Ameríku. Baráttan, sem nú er háð í Bandaríkjunum, er örlagaríkari og þýðingarmeiri fvrir franrtíð mannkynsins en nokkurn órar fyrir nú. Þar er nú hin fimmta herdeild Rússa, kommún- istarnir, að taka höndum saman við Gvðinga- auðvald Bandaríkjanna, og þau öfl eru bæði sterk og svífast einskis í baráttunni. Gegn þeim standa margir ágætir menn og öruggir, en þeir eru dreifðir og láta mörg falsrök villa sér sýn. SJÁLFSKAPARVÍTI. Það er grátlegt að þurfa að \’iðurkenna það, að allt það, sem nú er að gerast, eru sjálfskaparvíti. Nú er að korna Bretum og Bandaríkjamönnum í koll linka þeirra við þann málstað, sem þeir lofuðu að berjast fyrir,en hafa svo greinilega bmgðizt.Þeir sam- þvkktu Atlantshafssáttmálann og lofuðu þar að berjast f\'rir frelsi þjóðanna, þar til vfir lyki. Hvernig hafa þeir efnt þau heit? Þeir hafa leyft Rússum að svipta hverja þjóðina af annarri frelsi og frumstæðustu mannrétt- indum. Þeir hafa að vísu „mótmælt“ kúgun- inni og frelsiskerðingunum, en þeir hafa ekkert það aðhafst, sem að gagni mátti koma. Nú uppskera þeir eins og þeir hafa sáð: Rússar ógna nú þeirra eigin tilveru og það rnunu þeir gera enn betur, þar til þeir hverfa frá ótrúmennsku sinni við hinar helgu hug- sjónir, sem þeim — og þeirn einum — hefir af Guði verið trúað fyrir að berjast fyrir og varðveita. Sama manndómsleysið kemur greinilega fram hjá Norðurlandaríkjunum, — Danmörku, Noregi, Svíþjóð og síðast, en ekki sízt, íslandi, — í því, að þau þora ekki að fvlkja sér í varnarbandalag vestrænna þjóða gegn hættunni af kommúnismanum, en það nrun leiða til þess, að þessi lönd verða öll vanbúin, þegar árás Rússa hefst. Þá verður of seint að biðja um hjálp — og þá getur verið, að þeir háskólagengnu menn og aðrir hér á landi, sem ekki eru í beinni þjónustu Sovietríkjanna, en eru samt nægi- lega skilningslausir og skammsýnir til þess að sjá ekki hina aðsteðjandi hættu úr austrinu, vakni upp við sama drauminn og föðurlandssvikarinn Firlinger i Tékkóslóvakíu og félagar hans, sem nú sjá, að þeir hafa \erið notaðir sem þjófalyklar að þjóðfélags- dyrum föðurlands síns, svo að þjófarnir, sem stálu frelsi þjóðarinnar, gætu komizt inn um bakdymar í stað þess að þurfa að sprengja upp dvrnar með valdi. Eina hjálpin — eina lausnin er sú, að allar ísraelsþjóðimar skildi vitjunartíma sinn og safnist nú saman í eina órjúfandi heild. Þá mun Guð veita þeim það brautargengi, sem þarf til þess að þær geti friðað heiminn og hafið undirbúninginn að hinu nvja ríki, sem korna skal. Ísraelsríki það, sem Gvðingarnir í Pale- stínu hafa stofnað með tilstyrk kommúnista í Rússlandi og Gyðinga-auðvalds Bandarikj- anna, er ekki það fsraelsríki, sem koma skal. 34 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.