Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 39

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 39
að einingin nái þroska. — En vér geturn ekki vænzt þess bakhjarls fyrr en vér höfurn a. m. k. hafizt handa að búa Evrópu til við eigandi sjálfsvarnar, og vér geturn ekki haf- izt handa urn það án sameiningar Evrópu og sérstaks landvarnarráðunevtis fyrir Ev- rópu, og heldur ekki án almennrar hollustu og almennrar ræktar við Evrópu. Á friðartímum getum vér ekki bannað neina stjómmálaflokka, hversu skaðvænlegir sem þeir kunná að vera, án þess að stofna lýðræðinu sjálfu í hættu. Vér getum ekki út- skúfað lmgmyndum, þótt göróttar séu, án þess að útrýma hugsanafrelsi. Þar sem konnn- únistar beita luigrænum vopnum verðum vér að sigra þá á vígvelli hugans. Hugsjónir verða einungis sigraðar með betri hugsjón- um, og mikilvægasta, lrugtækasta og öflug- asta hugsjónin, sem nú fer um hinn frjálsa heim, er sú hugsjón, að sameina Vestur- Evrópu. Til þess að ná tangarhaldi á þeim fjölda manna, sem er á báðum áttum og ætla sér að láta örlögin ráða, hvoru rnegin þeir skipa sér, verður það að sannast, að hún sé ekki draumórar og hilling, heldur raun- verulegt, öflugt hemeldi. En kommúnistar \?ega ekki einungis með hugrænum vopnum. Þeir mynda skipulögð samsæri, og bráðasta hættan er ekki sú, að þeir vinni kosningar með fortölum og áróðri, heldur að þeir búi sér til tækifæri eins og í Tékkóslóvakíu, eða stofni til borgarastyrjalda eins og í Grikklandi, hvar sem vera skal í Vestur-Evrópu. Ef til þessa kæmi, t. d. í ítalíu eða Frakklandi, þá væri það ekki að- eins árás á Itali eða Frakka, heldur á alla Vestur-Evrópu, og hún þarf að vera þannig stæð, að hún geti mætt slíkri árás með sam- einuðum shrk og yfirbugað hana, en þetta krefst þess, að Evrópa hafi sameiginlega gæzlu á almennu réttarfari, en það er hins vegar ekki framkvæmanlegt án raunverulegs ríkjasambands, raunhæfrar Evrópustjórnar, raunverulegrar veldisnriðstöðvar, eins konar stjórnarráðs fyrir Evrópu. Fyrsta skrefið höfum vér ekki við annað að styðjast en veikan vilja, en það skref verð- ur að vera hátíðlegt lieit alls almennings í frjálsu löndunum um að skapa nýja Evrópu. Það ætti að gera frelsisskrá eða sjálfstæðis- yfirlýsingu fyrir Evrópu og í kjölfar þess verð- ur tafarlaust að koma það, að mynduð sé sameiginleg stjórn til þess að framfylgja vfir- lýsingunni og starfa sem æðsta vald Vestur- Evrópu, að núverandi viðfangsefnum, unz liægt er að koma vestrænu ríkjasameining- unni í fastar skorður. # Þetta og engu minna verður síðari Parisar- ráðstefnan að framkvæma, ef hún á ekki að hopa undan áskorunum þessara ógnþrungnu tírna. Kvnni sumum þjóðum að finnast að þær gætu eigi tekið þátt í sameiningunni, þá er betra, þótt sárt bíti, að vera án þeirra við stofnuliina og bíða þess, að þær korni í hópinn síðar meir, en að fresta þeirri sögu- legu ákvörðun, sem stundin heimtar. Ákvörð- un þessi getur eigi heldur beðið, unz sér- fræðinganefndir hafa ákveðið öll fyrirkomu- lagsatriði. Það eru engir sérfræðingar í því óþekkta. Það skal játað, að þessi aðferð er andstæð tilfinningalífi voru. Venja vor er sú, að staul- ast áfram fet fyrir fet eftir að vér höfum nreð varúð athugað fótfestuna. Þessi aðferð er góð, þegar allt er með felldu, en nú er aðstaða vor ekki þannig. Sá, sem er á efstu hæð í alelda húsi, bíður bana, ef hann reynir að staulast með gætni niður stigann, sem hann er vanur að fara. Hann verður að sigr- ast á tilfinningum sínum og stökkva niður á brekánið, sem er breitt út handa honum. Þannig er aðstaða Vestur-Evrópu í dag. Nú leiðir varúð út í opinn dauðann og ekkert getur bjargað annað en dirfskan ein. (K. Þ. þýddi.) DAGRENNING 37

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.