Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 41

Dagrenning - 01.06.1948, Blaðsíða 41
Einstaka sinnum kemur það fyrir, að Þjóð- viljinn sendir Dagrenningu tóninn. Oftast er þetta mas ekki vert þess, að á það sé minnst, en nú er rétt að gera undantekn- ingu. Einum af rithöfundum Þjóðviljans farast svo orð 10. júní s.l.: „Meginuppistaðan í boðskap Jónasar Guðmunds- sonar, Dagrenningarritstjóra, er pýramídi hinu- megin við Miðjarðarhaf. — Fyrir mörgum þúsund- um ára mun egypzkur konungur hafa verið lagður til hinztu hvildar í þessum pýramída og skilst manni, að líkmennirnir hafi krassað einhverjar krússidúllur á veggina í grafhýsinu. Sjálfsagt eru þessí ummerki athyglisvert rannsóknarefni forn- fræðingiun, — en Jónas Guðmundsson og hans lærifeður snúa öllu upp í pólitík og segja, að krússi- dúllurnar séu einskonar mannkynssaga í fyrirfram- útgáfu, allir óorðnir stórviðburðir standi þarna skráðir í steininn." Og enn segir: „Eitt er það í lundarfari hins pólitíska pýramída, sem Jónasi Guðmundssyni þykir mest um vert, og það er, hve dæmalaust lukkulegur hann er með allt, sem viðkemur Engilsöxum, sem sé Bretum og Bandarikjamönnum (Svertingjar, Mongólar, Indí- ánar og allskonar fólk, alltsaman Engilsaxar!), en hinsvegar hundóánægður með Rússa. Loks erum við íslendingar hin týnda ættkvisl ísraels. — Þannig- lagaður er sá boðskapur, sem Jónas Guðmundsson flytur sínu fólki.---“ Hevrði sunnanblæinn bera blíðuhvísl um strönd og mar, meðan hátt í himni gnustu Herjans þjóða gunnfánar. Unz ég hevrði hergný þagna, hverfa leit ég fána sveim, aJheimsríkið sett í sátt og sambandsríki allan heim. Guði sé lof, að svo mun verða. x+y. Hér sjá menn ágætt sýnishorn af þekkingu hinna svokölluðu lærðu manna. Mér er sagt, að höfundurinn sé stúdent að menntun og hafi um tíma gengið á háskóla. Lesendur Dagrenningar sjá hér, hvernig vinnubrögð þeirra manna eru, sem skrifa hin pólitísku blöð. Þar er ekki verið að hafa of mikið fyrir því að leita sannleikans. Vafalaust hefir sveinstauli þessi, sem ekki er af ógrcindu fólki kominn, aldrei lesið neitt um það málefni, sem hann hér skrifar svo borginmannlega um. En er þetta ekki ein- mitt einkenni — höfuðeinkenni vorra upp- lýstu tíma? Menn eru fyrirfram sannfærðir um alla hluti og þess vegna þarf ekki að at- huga neitt. Ef það passar ekki í hið svokall- aða vísindalega kram þessara svokölluðu lærðu manna (sem flestir eru raunar alveg ólærðir), er málefnið þegar dauðadæmt, — án allrar athugunar. Hugsið ykkur, þið, sem hafið lesið Dag- renningu og fvlgzt með því, sem þar hefir verið sagt, — hugsið vkkur, að af svipaðri þekkingu og þeirri, sem birtist í ofangreind- um línum, sé ritað í blað þetta um önnur málefni. Hvaða þekkingu fá þá lesendur þessa blaðs á hlutunum? Verri en enga. Þeir eru blekktir og blindaðir af lvgi og heimsku slíkra manna, sem þessa ,.Gallharðs“ Þjóð- viljans. Því miður er þetta ekki einasta rang- færslan í þessu blaði, og svipað er fleirum farið. Fleira skal ekki fram tekið. Þetta er birt hér sem sýnishorn af þekkingu skólagengins manns á 20. öld. /. G. DAGRENN I NG 39

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.