Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 7

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 7
glottu að öllum mótmælum og bægslagangi hinna vestrænu „samherja" sinna og fóru sínu fram. Loks kom þar að mælirinn varð fullur, og það var er Moskvaráðstefnan 1946 fór með öllu út um þúfur. Þá loks sáu Vest- urveldin, að ekki dugði lengur að byggja á stefnubreytingu af Rússa hálfu og skömmu síðar lýstu þau því yfir, að þau myndu sam- eina hemámssvæði sín, í eitt vestur-þýzkt bandalag. Það var einmitt þetta, sem Rússar voru að bíða eftir. Þeir höfðu aldrei ætlað sér að gera Þýzkaland aftur að einu ríki, sem Rússlandi gæti stafað ný ógn af, ef sett yrði á laggimar. Þeir höfðu frá öndverðu ætlað sér að innlima allt Austurþýzkaland í Sovíet- ríkjakerfið, sem þeir eru nú búnir að bvggja vestan við Rússland og ráða algjörlega vfir. Allar kröfur Rússa til Vesturveldanna og all- ur skætingur þeirra út af svikunum á Post- damsamningunum, vegna stofnunar hins nýja vestur-þýzka ríkis, er ekki annað en einn liðurinn í áróðri þeirra, sem beitt er til þess að stofnsetja austur-þýzkt ríki. III. En á þessari leið Rússa er ein mikilvæg hindrun, það er skipting Berlínar, hinnar fomu höfuðborgar Þýkalands, milli allra hemámsríkjanna fjögurra. Berlín er á her- námssvæði Rússa og þess vegna finnst þeim, þar sem ekkert samkomulag hefir fengist um lausn Þýzkalandsmálanna í heild, og Vesturveldin hafa þegar hafið undirbúning að stofnun vestur-þýzkt ríkis, að ekki sé nema sanngjarnt að þau víki frá Berlín með her sinn og lögreglu og láti Rússum eftir borgina. Mundu þá Rússar þegar í stað stofna þama austur-þýzkt sovíetríki, og þar með væri Þýzkaland að fullu klofið í tvö ríki og þar með úr sögunni sem hemaðarstórveldi, er Rússum gæti stafað ógn af í náinni fram- tíð. En Bretar og Bandaríkjamenn vilja með engu móti skiptingu Þýzkalands í tvö ríki, ef mögulegt er að koma þar á fót sameigin- legri stjóm. Bretar og Bandaríkjamenn telja, að bezta vömin gegn yfirgangi Rússa á meg- inlandi Evrópu verði ávalt öflugt Þýzkaland, vinveitt Frökkum og Bretum. Það er slíkt Þýzkaland sem þeir vilja skapa. Afstaða Frakka er aftur á móti miklu nær stefnu Rússa. Frökkum er það ekki á móti skapi að Þýzkalandi verði skipt í tvö eða jafnvel fleiri ríki. Þá yrði hemaðarmáttur þess minni og ekki útilokað að Frakkar gætu átt vinsamleg skipti fjármálalega og stjóm- málalega við vestur-þýzkt ríki. Þetta sést bezt á því, að hin ákveðna afstaða Bidaults, fym. utanríkisráðherra Frakka, með því að lialda til streitu setu Vesturveldanna í Ber- lín, kostaði það, að Schumann ráðuneytið féll og Bidault var sparkað úr utanríkisráð- lierra embættinu. Frakkar em hins vegar svo háðir Bretum og Bandaríkjamönnum, að þeir geta ekki af þeim ástæðum gengið í lið með Rússum út af Berlín, þótt þeir raunvemlega séu þeim fylgjandi undir niðri. Það hefir og komið greinilega í ljós upp á síðkastið að Frakkar tvístíga í þessu stórmáli. Það sést vel af eftirfarandi kafla, hvemig á- byrgir menn í Bretlandi líta á Berlínardeiluna. Kafli þessi er niðurlagið á grein er Lord Douglas flugmarkskálkur Breta skrifaði um Þýzkalandsmálin í ágústhefti enska tírna- ritsins World Review. Þar segir: „Ástandið í Berlín er í sjálfu sér bein af- leiðing ýmsra aðgerða Vesturveldanna til þess að koma hagsmunamálum þeirra lands- hluta, þar sem þeir hafa hersetu, á þann grundvöll að þau geti bjargast á eigin spýt- ur. Rússum hefir getist mjög illa að þessum aðgerðum og það er enginn efi á því, að þeir hyggjast að efla kommúnistaflokkinn á vest- ursvæðunum með það markmið fyrir aug- um að gera allt Þý'zkaland loks að einu óskiptu kommúnistaríki. DAGRENNING &

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.