Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 25

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 25
Hvað er okkultismi? Þeir menn og félög í Danmörku, sem leggja rækt við að kynna sér og öðrum hinar svonefndu dulrænu stefnur, s. s. spiritisma, guðspeki og stjömuspeki, gefa í félagi út mánaðarrit sem nefnist „Okkultisten“. Rit þetta flytur greinar um hreyfingar þessar bæði almennt og um ýms einstök viðfangs- efni, er snerta þær meira eða minna. í janúar- hefti ritsins árið 1947 birtist grein, sem á dönsku nefnist „Hvað er egentlig Okkul- tisme?“ og er höfundur hennar Wilhelm H. Múnster, en því miður veit ég engin deili á honum. í þessari grein gerir höfundurinn tilraun til'þess, að skilgreina afstöðu kirkj- unnar, vísindanna og okkultismans eða dul- spekinnar til ýmsra þeirra hluta, sem menn almennt eiga hvað verst með að átta sig á, og er sú tilraun hans í alla staði virðingar- verð þó mönnum kunni ef til vill að þykja sumar skilgreiningar hans helzt til lauslegar. Þar sem grein þessi er að verulegu leyti frábrugðin ýmsu öðru, sem birt hefir verið urn þessi mál, og þótt ritstjóri Dagrenningar sé ósamþykkur ýmsu því, sem í greininni segir, taldi hann rétt að hún birtist í Dag- renningu, ekki síst vegna þess, að greinin er skrifuð af manni, sem sjálfur fylgir einni þeirri stefnu, sem þama er reynt að skilgreina — okkultismanum — og lýsir því sjálfur yfir í greininni, að hann vilji af fremsta megni leitast við að fara með satt mál og rétt. Rétt er að benda á það, að þar sem höf. talar um kirkjuna mun hann eiga við hina ortodoxu kirkju eða kirkjur, enda sanngjam- ast að þær séu teknar sem fulltrúi kirkjunnar á slíku þingi sem þessu, því stærst þeirra allra er hin rómversk katólska kirkja, sem telja mun innan vébanda sinna fleiri meðlimi en allar aðrar kirkjudeildir samanlagt. Fer nú hér á eftir grein W. H. Munsters í lauslegri ísl. þýðingu. J. G. HVAÐ ER OKKULTISMI? Ýmiskonar orð og heiti, sem valin eru svonefndum „stefnum“ og „hreyfingum" em lík og vöramerki sem geta bæði verið til góðs og ills. Það er að sjálfsögðu mjög þægi- legt, að geta afgreitt slíkt viðfangsefni í stuttu máli, svo allir skilji, en hins vegar kann heitið hæglega að misskiljast og hreyf- ingin þannig að verða til athlægis eða illa þokkuð án þess að verðskulda það. Hvað er okkultismi? Hvað er okkultisti? Við skulum reyna að vera ærleg og segja sannleikann eins og hann er. í augum al- mennings er okkultistinn sérvitringur, skýja- glópur, draumóramaður, maður sem frem- ur „myrkraverk". En er þetta réttur dómur? Síður en svo. Þó er þetta þannig og ástæð- an er sú sama sem í fjölmörgum öðmm tilfellum: þekkingarleysi. Hér við bætist svo hið sálræna sérkenni, sem sífellt loðir við manneðlið, að tortryggja og hata allt það, sem er öðruvísi en almennt gerist, og að gera gys að því, sem menn almennt ekki skilja. Flestir menn eru á valdi þessarar heimsku DAGRENNING 23

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.