Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 29

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 29
C H E I RO: Þáttmr af Caglíostro^ dwlvítrímgí. Margan fýsir að vita eittlivað um Cagli- ostro. Hann er einn þeirra manna, sem ber hátt í sögu dulvísindanna. Bæði í skjalasöfn- um og á annan hátt hefi ég fengið vitneskju um ýms athyglisverð atriði af hinum furðu- lega æviferli hans; þykir mér ekki annað bet- ur hlýða en að bók þessi1 hef jist á því að skýra frá nokkrum þeirra. Enginn vafi er á því, að meiri rógur hefir verið borinn á Cagliostro en flesta aðra menn. Ástæðan til þess mun, hins vegar, augljós öllum hleypidómalausum mönnum, einkum þegar athugað er á hvaða tíma hann var uppi og allar aðstæður. Hvar sem hann fór lögðu læknar fæð á hann vegna furðulegra lækninga hans, sem mestmegnis voru gerðar með heilsusamleg- um jurtadrykkjum. Enginn efi er á því að hann læknaði sjúka og þjáða. Það hefir og einnig verið viður- kennt, jafnvel af bitrustu féndum hans, að hann gaf fátækum fyrirhöfn sína og lyf án nokkurs endurgjalds eða vona um laun. Það kemur og skýrt í ljós, að hann hefir verið dávaldur mikill, en orðið læknir skildist ekki á hans dögum; fyrir því var það ef til vill eðlilegt að hinar dásamlegu lækningar hans væru taldar til galdra, eða verk djöfulsins eða einhvers annars máttar, sem þá væri ókunnur. Það bætti eigi úr skák að honum varð ekki skipað í neinn viðurkenndan sess í 1 Greinin er þýdd úr bók Cheiros um ýmsa dul- vitringa. þjóðfélaginu. Um þær mundir voru einungis tvær stéttir — auðkýfingar og blásnauðir menn. — Auðmenn og aðall gat naumast andað að sér sama lofti og iðnaðannenn eða þær ógæfusömu mannverur, sem þurftu að vinna sér fyrir daglegu brauði. Cagliostra varð á milli þessarra tveggja kvam- arsteina. Engan þarf að undra þótt hann að lokum yrði mulinn „mélinu smærra“. I. • Hver var Cagliostro? Hver var Cagliostro? Hvar var hann fædd- ur? Hvaðan kom hann? Þessum spumingum hefir aldrei verið skýrt svarað. Margar orsakir urðu til þess að vekja óvild til þessa einkennilega manns. Stundum var hún sprottin af öfund yfir velgengni hans, að öðrum þræði átti hún rætur sínar að rekja til stjórnmálaáróðurs, einkum til „Lettre au Peuple Frangais", sem hann ritaði eftir að hann var gerður útlægur í Frakklandi. í bréf- um þessum fletti hann svo ofan af konung- dómnum og stjóminni að mælt er, að það hafi átt drjúgan þátt í frönsku stjómarbylt- ingunni. Málgagn frönsku stjómarinnar, Courrier de L’ Europe“, sem gefið var út í Englandi, var keypt til þess að breiða út þá sögu, að Cagliostro greifi væri sami maður og hinn illræmdi Jóseph Balsamo, sem fæddur var meðal lágstæðasta lýðsins í Palermo. W. R. Trowbridge bendir á það í bók dagrenning 27

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.