Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 33

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 33
Innan fárra augnablika var þeim búið slys eða bráður bani. Skyndilega kom ungur maður hlaupandi út úr skóginum. Hann hætti lífi sínu, greip um beizlistaumana á öðrum hestinum og róaði trylltar skepnumar. Móðirin jós yfir hann þakklætinu. Hún óttaðist að samskonar atvik kynni að koma fyrir aftur og bað unga manninn, eins og Guð sér til hjálpar, að skiljast ekki við þær fyrr en þær væra komnar í skjól klaustursins. Fátt var skrafað það sem eftir var ferðar- innar. Móðirin var ekki búin að jafna sig eftir hræðsluna. Unga stúlkan hnipraði sig út í hom á vagninum og öðru hvoru vörpuðu dökku augun hennar geislum sínum móti augnaráði unga mannsins myndarlega. Er til klaustursins kom vildi móðirin kynna hann fyrir hinni göfugu abbadís. Hún var gömul og kuldaleg í fasi. Bauð hún þeim inn í forsal, sem var utan við aðalbygginguna og sagði að „karlmönnum væri aldrei leyft að koma inn í klaustrið." Unga stúlkan var að byrja undirbúningsár sitt, eftir örfá andartök varð ungi maðurinn að kveðja hana að fullu og öllu. Stundin var liðin. Hann stóð upp og bjóst til ferðar. Þau horfðust í augu. Hlið klaust- ursins opnaðist og lokaðist og hann fór út í náttmyrkrið. Þessi ungi maður var Cagliostro. Honum var boðið að fara aftur í vagninum en hann afþakkaði það og hélt einn af stað til Rómaborgar. Hann vissi að nú hafði hann hitt þá sálu er honum var samtengd, hann vissi og að milli þeirra voru ókleifir múrar. Flestir menn hefðu nú beygt sig í auð- mýkt fyrir skapanominni. Cagliostro var ekki líkur öðrum mönnum. Hann leit upp til stjamanna og fastréð að berjast við skapa- nomina um ungu stúlkuna, sem að óvæntu hafði komið inn á lífsbraut hans. Undirbúningsári hennar var að Ijúka. Kvöld eftir kvöld fór Cagliostro frá Róm og hélt vörð fyrir utan klaustursmúrana. Hann hafði komist að því, að foreldrar Lorenzu voru meðal tignustu manna í Róma- borg og mjög trúræknir og þeim var það óblandin ánægja að einkabarn þeirra, Lor- enza, ætlaði að verða nunna. Ást Cagliostros varð æ ákafari eftir því sem lengra leið. Hún logaði í hjarta hans og tærði sálu hans. Hann vissi að Lorenza unni honum, hann hafði lesið það í augum hennar er þau kvödd- ust. Sönn ást þarfnast hvorki eiða né orða. — Hún nærir sig sjálf og fer sívaxandi. En hvað átti til bragðs að taka? Innan fárra daga átti vígslan að fara fram. Nunnu- heitið yrði unnið og Lorenza fagra yrði ekki framar af þessum hermi. Ráðagerð hafði hann í huga, en hún var hættuleg. Ef hún mistækist, yrði hún dauða- sök hans. Betra er það hugsaði hann, en að hjara lífvana og án ástar. Vígsludagurinn rann upp, morgunskíman var grá og kuldaleg. Hinar „eilífu hæðir Rómaborgar", sem hafa verið sjónarvottar að mörgum harmleikjum, virtust hugsi og þungbúnar. Örlaganomin hafði stokkað spil- in sín og beið þess þögul að hann „segði“. Það var búið að kveikja á kertunum á alt- arinu, munkar og prestar voru komnir í stóla sína, djúpir orgeltónamir ómuðu um kórinn. Foreldrar Lorenzu höfðu kropið á kné. — Samkvæmt hinum ströngu reglum klausturs- ins máttu engir aðrir ókunnir vera þama viðstaddir. Athöfnin hófst. Alvöruþrungin orð bisk- upsins og bergmálið af þeim var hið eina sem rauf þögnina. Hlið himinsins voru opn- uð til þess að taka við barni hans. Skjálfandi, hvítklædd vera var að búa sig til þess að segja skilið við heiminn. Þama undir vemdarvæng hinnar göfugu DAGRENNING 31

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.