Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 34

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 34
abbadísar var Lorenza fegurri ásýndum en nokkur dýrðlingur. Geðshræringin hleypti roða í vangana svo að þeir voru eins og ný útsprungin rósablöð. Orgelleikurinn hófst að nýju og mjúkar nunnuraddir tóku undir. Hávaxinn munkur kom inn um hliðardyr og nam staðar hjá einni súlunni. Nú var komið að því að vinna heitið. Allir lutu höfði — allir héldu niðri í sér andanum og hlustuðu. Munkurinn hreyfði sig, hljóðlaust. Hann mjakaði sér að hliðinni á Lorenzu — níst- andi óp. — Hann hafði gripið hana og var samstundis kominn út um hliðardymar og út á bersvæði. í litlu þorpi, utan við Rómaborg fór fram hjónavígsla og áður en nóttin var skollin á var vagni ekið á fleygiferð í áttina til ítölsku landamæranna. — í vagninum voru Cagli- ostro og Lorenza. II. Cagliostro mætii hjá levndarráði Rósakross- riddara. Margar bækur um Cagliostro minnast á pílagrímsför hans og Lorenzu um Spán og Frakkland. Margt ber þess vitni að hann hefur þá orðið þess var að Lorenza var gædd ágætum miðilshæfileikum, sem gátu orðið honum mikil hjálp við dulrænt starf hans. Til eru lýsingar á því, er hún í dásvefni, lýsti nákvæmlega fyrir honum mönnum, sem voru á ferð til fundar við hann og jafnvel þeim tilboðum, sem honum yrðu gerð. Hann notaði og þessa hæfileika hennar við sumar þær frábæru opinberanir á mætti dul- vísinda, sem hann birti í Frakklandi og Eng- landi. En vér skulum nú fara með honum til fundar við leyndarráð Rósarkrossreglunn- ar, sem um þessar mundir var öflug og áhrifa- ríkt félag í Þýzkalandi. í þann tíð var þröngsýni svo mögnuð að öll leynifélög urðu að gæta mestu varúðar, svo að félagar þeirra þekktust ekki og fundar- staðir yrðu eigi kunnir. „Rósarkrossbræðumir“ — eða þeir „Upp- ljómuðu“ eins og þeir voru stundum kall- aðir — röktu sögu sína til 1422, en urðu ekki stórveldi fyrr en 1537. Eftir það seyddu hin- ar leyndu stúkur þeirra til sín ýmsa af há- menntuðustu mönnum, konunga, prinsa, að- alsmenn og jafnvel hátt setta kirkjuhöfðingja. Rósarkrossbræðumir vora sérstaklega mik- ils megandi í Þýzkalandi. Friðrik II. Prússa- konungur gekk í regluna árið 1781. Hann var þá á þrítugasta og sjöunda ári og staða hans jók mjög á gengi reglunnar. Hertogamir af Gotha og Weimar voru og skráðir félagar hennar. Nokkm áður en þetta var, kom Cagliostro skyndilega til fundar við leyndarráð Rósar- krossreglunnar, sem þá hafði aðalbækistöðv- ar sínar í Svartaskógi í Þýzkalandi. Hann lét Lorenzu verða eftir í veitingahúsi einu þar sem vel fór um hana og dyggur þjónn þeirra annaðist um hana og lagði einn af stað til þess að leita að hinum leynda fundarstað „bræðranna.“ Slík leit hefði verið vonlaus fyrir hvem þann sem ekki var vel að sér í siðum og starfs- háttum reglunnar og bráður bani þeim, sem hefði ætlað að ráðast þar til inngöngu án þess að kunna inngangsorð, merki o. s. frv. sem veittu rétt til fundarsetu. Cagliostro þurfti ekkert að óttast. Althotas, kennari hans hafði frætt hann nákvæmlega um allar þess konar launungar. Hann hafði aldrei komið í Svartaskóg áð- ur og aldrei svo langt inn í Þýzkaland. Það var eins og einhver dulin þekking leiðbeindi honum. Hann hafði leigt sér vagn hjá veit- ingahúsinu. Þegar komið var að ákveðnum stað á aðalveginum lét hann ekilinn nema staðar og sagði honum að bíða sín þar til morguns, síðan lagði hann hiklaust af stað 32 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.