Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 36

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 36
Cagliostro: „Það er ég, meistari.“ Stórmeistarinn opnar málmhylki, tekur upp úr því bókfell, fær Cagliostro það og segir: „Bróðir minn. Hér er allt sem þú þarft að vita og nöfn þeirra, sem bezt geta þjónað þér og reglu vorri. Varðveittu það eins og líf þitt. Það gæti orðið bani margra bræðra vorra ef bókfell þetta glataðist. Gakk nú, bróðir minn, aftur til heimsins. Sá þú fræi Rósar- krossreglunnar hvar sem leið þín liggur. Nota þú launungar vorar til þess að opna augu karla og kvenna fyrir „ljósi sannleikans", reistu þann fallna, auðmyktu þann volduga — boðaðu hina einu sönnu trú — bræðralag allra manna á jörðu. Vertu sæll Cagliostro; blessun mín fylgi þér.“ Riddararnir tólf safnast um Cagliostro og fylgja honum út á bersvæði. III. Cagliostro stofnai „Egypzku regíuna“ í París. Cagliostro ferðaðist nú um Þýzkaland og dvaldist urn hríð í Strassborg þar sem hann var á vist með de Rohan kardinála. Síðan kom hann til Parísar árið 1781 og hóf þá að stofna Egypzku regluna. Var hún reist á fom- um frímúraralögum, sem hann kvaðst hafa fundið er hann dvaldist í Austurlöndum. Hann lét reisa musteri eitt mikilfenglegt í Rue de la Sourdiere, til þess að reglan gæti haft tilætluð áhrif. Sjálfur var hann stór- meistari.1 1 Eftir að Cagliostra var gerður útlægur úr Frakklandi, var hvorki hús hans né musteri opn- að fyrr en að stjórnarbyltingunni lokinni. 1855 voru gerðar lagfæringar á þessum hluta borg- arinnar og musterið rifið. Hurðirnar úr þvi voru settar í hús við Rue Sainte Claude og þar eru þær ennþá til sýnis. Cagliostro lýsti yfir því að kvenfólki skyldi ekki framar bannað að taka þótt í siðaathöfn- um frímúrara; var það öndvert reglum franska frímúrara, sem allt til þessa höfðu verið í nánum tengslum við ensku og skotsku regl- una, sem stofnuð var af Elías Asholm frá Öxnafurðu. Þetta var meistaralegt stjórnkænskubragð, því að með þessu náði hann beinni vemd hinnar glæstu hirðar Loðviks XVI. Fyrir milligöngu hertogans af Luxemborg var nánustu vinkonu Maríu Antoinettu, de Lambelle prinsessu boðið að vera heiðurs stórmeistari og þekktist hún boðið. Hún var vígð í regluna að kvöldi hins 20. marz 1785 og voru þeir tignustu af hirðinni með henni. Hún var glæsileg ásýndum, klædd í drif- hvítan silkikyrtil og búin skarti reglunnar. Yfir hægri öxlina var breiður skrautlindi úr bláu atlaski og með silfurkögri en á vinstri öxl hennar var hvít rós með þremur gullrönd- um. Neðan í skrautlindanum var festur sirk- ill úr gulli og innan í honum var veldissproti, hönd réttlætisins og fom kóróna allt búið til úr eðalsteinum. Cagliostro leiddi hana að hvítu og gullroðnu hásæti og lágu að því sjö gullin þrep. Cagliostro sat sjálfur í öðm hásæti, sem var í hæð við fótskör hennar. María Antoinetta aðstoðaði sjálf við at- höfnina. Musterið, sem Cagliostro hafði reist var orðið að „jarðneskri paradís." Að athöfninni lokinni bauð Cagliostro til veizlu og aldrei hafði þekkst meiri íburður þótt mikið væri óhófið í sölum konungs um þær mundir. Þessi formlega stofnun „Egypzku reglunn- ar“ vakti auðvitað töluverða afbrýði hjá stór- ráði hinna viðurkenndu frímúrara í París. Loks gerðu þeir þá samþykkt að Cagliostro skyldi boðið á fund í reglu þeina í musteri þeirra sjálfra. 34 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.