Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 42

Dagrenning - 01.08.1948, Blaðsíða 42
Tillaga til aíhu^unar Enginn getur lengur neitað því, að það sem Adam Rutherford og þeir pýramídafræð- ingar, sem með honum starfa, hafa sagt f\'rir um stórviðburði síðari ára, þá viðburði, sem ráða gangi sögunnar, það hefur allt gengið eftir, að svo nriklu leyti sem það er ekki enn í skauti ókomins tíma. En ef Rutherford sagði allt satt í þessu efni, er þá ekki var- hugavert að neita blákalt þeirri staðhæfingu hans, hversu ólíkleg sem hún kann að þykja, að forsjónin hafi útvalið íslenzka þjóð til þess að inna af hendi eitthvert haria mikil- vægt hlutverk fyrir hið nýja skipulag heims- ins og framtíð mannkynsins? Og ef hann skyldi í þessu efni hafa á réttu að standa, þá er það svo mikið alvörumál fyrir okkar þjóð, og hvern einstakling hennar að varla mundi annað alvarlegra. Því þama er þá um að ræða vilja þess, sem ekki lætur að sér liæða. Ég og mínir líkar þurfa á leiðsögn að halda. Við skulum hafa hreinskilni og lítil- læti til að viðurkenna það. Síðan Dagrenn- ing hóf göngu sína, hefur mörgum okkar fundizt, að þar væri helzt leiðsöguna að finna. Sumar greinar hennar hafa beinlínis verið heróp til okkar, eins og t. d. hin mikla og merkilega grein „Vakna þú, íslenzka þjóð“. En þar sem svo er ástatt um okkur, er það eðlilegt að spurt hafi verið, hvort við ættum ekki að bindast skipulögðum félags- skap til þess að leita fræðslu. Það lield ég þó að við ættum ekki að gera að svo komnu. Fyrir því eru rök, sem ég ætla ekki að þreyta menn á að telja fram að þessu sinni. En eitt sýnist mér að við gætum haft samtök um. Sum hefti Dagrenningar eru ófáanleg og önnur hljóta að vera á þrotum. En þeir sem em að leita sannleikans í þessu efni, þurfa að eiga kost á að lesa hana alla. Endurprentun er því nauðsvnleg, en til hennar þarf fé, sem ekki kemur aftur. Af smælingjum, líkum mér, getur hver einstakur ekki lagt mikið fram, en svo mörg erum við, að samtaka getum við komið þessu í framkvæmd. Þetta er mál sem ég hef ekki minnst á við nokkum mann, en því er skotið hér fram til íhugunar. Ef hugmyndin yrði framkvæmd, er ég fús að leggja til hennar minn litla skerf, og sá sem hann vill sækja til þessarra hluta, og beita sér fyrir framkvæmdum, getur fengið nafn mitt að vita hjá ritstjóranum. Einstakíingur. ★ Dagrenning þakkar þessa vinsamlegu til- lögu „Einstaklings". En því miður eru nú svo mörg hefti þrotin að ógerningur mundi vera að prenta þau öll upp. Af 1. árgangi eru enn til 1., 2., 3. og 4. hefti, og þó er lítið orðið eftir af 3. og 4. hefti. Síðasta hefti x. árgangs (5. hefti) er alveg þrotið og svo er þrotinn allur 2. árgangur, heftin 6—11 að báðum meðtöldum. Þyrfti því að prenta upp a. m. k. 7 hefti og mundi það tæpast kosta undir 20 þús. krónum, að prenta þau öll. Ég mun þó athuga þessa vinsamlegu til- lögu og ræða lausn þessa máls betur í ein- hverju næsta hefti Dagrenningar. /. G. 40 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.