Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 2

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 2
Tíl kampeiida Dagreiiiiíiigar Enn verð ég að biðjast afsökunar á drættinum á útkomu þessa heftis Dagrenningar, og því, að ekkert varð úr þeirri tilraun, sem ég hugðist gera með að láta ritið koma út mánaðarlega þrjá síðustu mánuði ársins 1956. Ástæðan fyrir því að svo varð ekki, er sú að ég veiktist síðari hluta sumars og varð að vera undir læknishendi frá jrví í ágústmánuði og dvelja rúman mánuði erlendis vegna þessara veikinda og er enn langt frá fullum bata, þó nokkuð hafi á unnizt síðasta mánuðinn. Þessi lasleiki minn rugl- aði allar áætlanir mínar hvað Dagrenningu snerti, og olli því að hún er nú svo síðbúin sem raun ber vitni. Af þessum ástæðum er öll framtíð Dagrenningar einnig miklu óráðn- ari nú, en við öll fyrri áramót, og það hefir hvarflað að mér að hætta alveg útgáfu hennar, jafnvel nú með útkomu þessa heftis. Ég mun þó ekki gera það, nema til hins verra bregði með heilsufar mitt, og mun ég þá sjá um, að kaupendur ritsins fái vitneskju þar um. ★ Sú breyting, sem ég gerði á Dagrenningu um síðustu árarnót — að fækka heftunum úr sex í þrjú og lækka árgjaldið — hefir ekki gefið góða raun. Mönnum finnst of langt líða milli heftanna, og efni ritsins, sérstaklega það sem snertir stjórnmál og yfirstandandi atburði, ekki svo ferskt sem æskilegt væri. Þetta hefir mér alla tíð verið ljóst og þess vegna hefir liugur minn stefnt að því síðustu árin, að gera Dagrenningu að mánaðarriti þó ekki hafi af því orðið enn. Hinn sívaxandi kostnaður við alla útgáfustarfsemi hefir og valdið því, að ekki varð sá sparnaður að þessari breytingu sem ég gerði ráð fyrir, og nú er greinilegt að allur útgáfukostnaður hækkar til mikilla muna, sér- staklega á þeim ritum sem nota góða pappírstegund eins og Dagrenning hefir gert frá fyrstu tíð. Heftin hafa líka orðið stærri nú í ár en ráðgert var í fyrstu svo að ekki munar nema þriðjungi lesmáls frá því sem var meðan þau voru sex og hvert þeirra fjörutíu síður. Mér þykir þó vænt um að ég gerði þessa tilraun því með henni er úr skorið um það, að stefna verður að því að Dagrenning verði mánaðarrit, ef hún á að geta gegnt því hlutverki, sem ég ætlaði henni frá öndverðu og að því mun ég vinna áfram, ef heilsan leyfir annars frekari störf á þessu sviði. Frh. á 3. kápusíðu. ★
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.