Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 12

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 12
------------------------------------------------------------------------> margir sem góða og gilda afsökun, þó að tæpast verði þetta talin stórbrotin afstaða slíks stórveldis sem Bandaríkin nú eru orðin. En þessi skýring er hrein blekking Það eru allt önnur öfl og allt önnur sjónarmið, sem ráðið hafa afstöðu Bandaríkjastjórnar til Súezmálsins allt frá öndverðu og verður að því vikið síðar í þessari grein. Ranglætisaðgerðir og undirróður. Áður en hin eiginlega Súezdeila hófst hafði einni þjóð — ísrael — verið með valdi varnað að sigla um Súezskurðinn, og Bretar, Bandaríkjamenn og Frakkar höfðu látið það freklega brot viðgangast á alþjóðasamningi, sem þeir allir báru ábyrgð á að væri haldinn. Ekki létu Sameinuðu þjóð- irnar heldur það mál til sín taka. Eftir þjóðnýtingu skurðarins var út séð um að nokkur bót fengizt á þessu ráðin, og nú þegar engin vörn var lengur á þessum slóðum, en sívaxandi fjandskapur milli fsraels og Arabaríkjanna, hlaut að því að draga, fyrr eða síðar, að til átaka kæmi milli Israelsmanna og Egipta. Mundi þá þeim þjóðum, sem veittu ísrael, að sjálfsögðu einnig meinuð sigling um skurðinn. Voru Frakkar þá í mestri hættu, því að þeir, einir allra vestrænna þjóða, þorðu að selja fsrael vopn og veita þeim opinbera aðstoð gegn Arabaríkjunum. Við þetta bættist svo hinn sívaxandi ágieiningur milli Frakka og Egipta tit af óeirðunum í Alsír, sent allar voru skipulagðar frá Egiptalandi. Tveir atburðir, sem gerðust nokkru fyrir innrás ísraelsmanna í Egipta- land, urðu til þess að fletta ofan af því laumuspili, sem Nasser lék í lönd- um Frakka í Norður-Afríku. Annar var sá, að frönsk herskip náðu vopna- skútu, sem send hafði verið frá Egiptalandi og átti að flytja vopnafarm til uppreisnarmanna í Alsír. Það varð sannað, að egipzka stjórnin ltafði látið skipa út vopnunum og þau áttu að fara til uppreisnarmannanna. Vopnin voru tékknesk. Hinn atburðurinn var, að franskar hernaðarflug- vélar neyddu flugvél, sem var að koma frá Egiptalandi, til að lenda á yfirráðasvæði Frakka og voru í flugvél þessari fjórir af aðalleiðtogum uppreisnarmanna í Alsír. Þeir voru allir handteknir og í fórurn þeirra fundust gögn, sem sönnuðu ótvírætt, að allar áætlanir um uppreisn í Alsír voru gerðar í Egiptalandi og stjórn Nassers stóð að þeim, en hinir inn- lendu uppreisnarforingjar voru aðeins verkfæri í liendi alþjóðakommún- ismans og egipzku stjórnarinnar. En ekkert af þessu fékk breytt viðhorfi Bandaríkjamanna. Þeir héldu áfram beinum og óbeinum stuðningi við Nasser og hirtu ekkert um það öngþveiti, sem var að verða við Miðjarðar- haf. Þeir notuðu Sameinuðu þjóðirnar til þess að niðurlægja Frakka og Breta og studdust þar við atkvæði Sovétríkjanna og leppríkja þeirra. V-——— ------------------------------------------------------------------> 10 DAGRENNING
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.