Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 35

Dagrenning - 01.12.1956, Blaðsíða 35
G. LINDSAY: Lækníng fyrír æðrí mátt Undanfarin ár hefur lækningahrevfing sú í Bandaríkjunum, sem presturinn Gordon Lindsay hefur aðalforustu fyrir, færzt mjög í aukana. Fjöldi fólks sækir lækningafundi hans og þúsundir manna hafa fengið þar bót meina sinna — andlegra og líkamlegra. — í ritgerð, sem á ensku heitir „How to receive your healing“, hefur G. Lindsay gert grein fyrir Iækningum þessum, og þykir Dagrenningu rétt að birta þá grein, því hún á erindi til allra, sem enn trúa á Jesúm Krist og frelsunarhlutverk hans. 1. kafli. Undirbúningur lækningar. Þeir sem hafa sótt hinar miklu lækn- ingasamkomur upp á síðkastið, geta vitn- að um, að mikil undur og stórmerki hafa gerzt. Nálega allir, sem eru sjúkir, þrá bata. Það væri því eðlilegt, þegar fregnir ber- ast um að lækningakraftaverk séu að ger- ast, að fólk þyrptist a'ð, til þess að láta biðja fyrir sér. En vér verðum að vera þess minnug, að þetta er guðleg lækning — lijálpin kemur beint frá Guði. Þess vegna þarf einstaklingurinn að fullnægja vissum skilyrðum, áður en hann getur fengið lækninguna. Jafnvel Kristur, son- ur Guðs, læknaði ekki sjúka, sem til hans komu, fyrr en hann hafði frætt þá um vissa hluti. Við mann, sem var veikur í trúnni, sagði hann: „Ef þú getur trúað! Sá getur allt, sem trúna hefur“ (Mark. 9, 23). Við konu, sem ekki var af ættstofni ísraels, og þess vegna utan trúarsamfé- lagsins, sagði hann: „Lofaðu bömunum að seðjast fyrst, því að ekki er fallegt að taka brauðið frá börnunum og kasta því fyrir hvolpana" (Mark. 7. 27)). Jesús sagði þetta ekki til þess að særa konuna, held- ur til þess að búa hana undir lækning- una. Á eftir læknaði hann einnig dóttur hennar. Við mann, sem ef til vill ætlaði að halda áfram að lifa óhreinu líferni, mælti hann þessi skipunarorð: „Sjá, þú ert orðinn heill; syndga þú ekki framar, til þess að þér vilji ekki annað verra til“ (Jóh. 5.^ 14). Fræðsla nauðsynleg. Það er því ávinningui* fyrir fólk að hugleiða það og skilja, þegar í upphafi, að fræðsla er óhjákvæmilegur undanfari lækningar. Þess er því krafist að allir, sem vilja láta biðja fyrir sér, komi á síð- degissamkomurnar þar sem þessi fræðsla fer fram, nema þeir sem ekki komast þangað vegna sjúkleika. Sumum þykja þetta harðir kostir; en eigum vér ekki að veita Guði sama tækifæri og læknunum? Fólk eyðir stórfé og ferðast þúsundir mílna, til þess að ná fundi einhvers sér- fræðings eða komast í sjúkrahús. Það þarf oft að vera viku eða meira í rann- sókn, áður en læknirinn kveður upp sjúk- dómsúrskurðinn. En lækningin frá Guði er ókeypis. Flestir skilja þetta og taka að jafnaði þátt í starfinu. En sumir, sem ef til vill hafa möglunarlaust gengið und- ir marga uppskurði, gefa sér ekki tíma til þess að hlusta á orð Guðs fáein kvöld. DAGRENNING 33
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.